Sjaldborgin fundin!

Fyrir ári síðan lofaði Jóhanna Sigurðardóttir að slegið yrði skjaldborg um heimilin í landinu. Lengi vel fundu heimilin ekki neina nýja skjaldborg, en hún er nú fundin. Fjölskylduhjálp Íslands er sjaldborgin.
mbl.is Fjallað um íslenska fátækt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Já hún er fundin! Þessi grein í ástralska blaðinu segir okkur að glöggt er gests augað. Margir fyllast vandlætingu þegar talað er um fátækt á Íslandi.. Hún er staðreynd og þó ráðamenn berji höfði við stein og segi: Þetta er nú vegna þess að hún/hann hafa offjárfest..Það skiptir ekki máli hver ástæðan er..Staðan er svona í dag.

Kv. Silla.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 11.4.2010 kl. 09:11

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það má líka kannski koma fram að þó þetta ástand sé vegna þess að fólk hafi offjárfest, þá er væntanlega svona komið vegna þess að einmitt þetta fólk hefur gert allt sem það gat til að reyna að standa við sínar skuldbindingar. Það er meira en sagt verður um útrásarguttana sem ryksuguðu fjárhyrslur bankana.

Gunnar Heiðarsson, 11.4.2010 kl. 09:49

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Vel sagt hjá Gunnari Heiðarssyni.

Hrannar Baldursson, 11.4.2010 kl. 10:52

4 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Allir geta offjárfest það fer bara eftir efnum og ástæðum. Fólk getur offjárfest með því að kaupa Lambakjöt í matinn í staðin fyrir kjötfars. Offjárfesting er afstætt hugtak og oft notað til að verja slæm kjör fólks.

Eyjólfur G Svavarsson, 11.4.2010 kl. 13:56

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Við skulum líka halda því til haga að á meðan hagstjórnartíð heimsmeta ríkti að sögn á Íslandi var starfandi fjölskylduhjálp. Og með sama sniði.

Þá var þulið yfir íslenskri þjóð í útvarpi að alþjóðlegar greiningarstofnanir gæfu okkur hæstu einkunnir fyrir velsæld almennings.

Pólitískur ræfildómur er landlægur hér og við höfum orðið vitni að því að ráðherrar hafa setið víð síma í söfnunarátaki á vegum sjónvarps. Þar hafa þeir tekið á móti sníkjufé frá þjóðinni handa bágstöddum einstaklingum. Bágstöddum vegna þess að ráðherragarmarnir tímdu ekki að láta af hendi til verkefnisins úr ríkissjóði fjármuni sem námu dagpeningum til þeirra sjálfra í skemmtiferð til útlanda með kerlingar sínar á vegum ríkisins.

Tvöfalt siðgæði, snobb aumingjaháttur.

Árni Gunnarsson, 12.4.2010 kl. 07:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband