9.5.2010 | 12:14
Mömmudagur í Kópavogi
Það er mæðradagur í Kópavogi í dag, og hefur verið haldið upp á hann svo lengi sem ég man. Svo virðist sem önnur bæjarfélög hafi tekið þennan sið upp eftir okkur því nú er haldið upp á daginn um allt land.
Grínflokkurinn sem ákvað að bjóða fram í Kópavogi varð slík hvatning til annarra sem höfðu hugsað sér til hreyfings, að þegar við ætluðum að koma til þess að skila inn framboðslistum þá var þarna komin múgur og margmenni. Við nenntum ekki að bíða í biðröðinni og skelltum okkur því bara niður í muffinskaffi í Hamraborginni. Það var heljar fjör. Við ætlum hins vegar að veita þessum krökkum sem fram fara gott aðhald.
Eitt af því sem við vorum með á stefnuskránni var jafnrétti, og þá erum við ekki að tala um svona jafnrétti sem Samfylkingin berst fyrir, þ.e. að sumir séu jafnari en aðrir. Nei, hjá okkur eiga allir að sitja við sama borð. Við fórum yfir það sem rausnarlegast var gert í Kópavogi fyrir mæður á kjörtímabilinu. Jú, það var sannarlega þegar Ómar Stefánsson formaður bæjarráðs lét rífa niður hús nágranna móður Ómars, svo mamma hans hefði betri útsýni þegar hún situr við og prjónar. Það sem merkilegast var við þetta framlag, að Ómar lét Kópavogsbæ borga. Aðeins er á reiki hvað góðverkið kostaði en við áætlum það 50-70 milljónir.
Það eru 10.956 konur í Kópavogi eldri en 20 ára. Ef við reiknum með því að 85% þeirra séu mæður og að hver móðir fái 50 milljónir að gjöf á mæðradaginn frá Kópavogsbæ, þá sýnist mér þetta gera 465 milljarða og 630 milljónir. Fyrir þá sem halda að þetta sé erfitt verk, þá köllum við bara til verksins frambjóðendur Samfylkingarinnar í Kópavogi sem ætla að kaupa öll ókláruð hús í Kópavogi og útvega til þess ódýrt fjármagn, þessir smáaurar munu ekki þvælast fyrir þeim. Munum að þetta er fyrir allar mömmur í Kópavogi.
Konur geta allt og gera það vel. Læt fylgja með söng frá einni mömmunni í tilefni dagsins.
Við elskum mömmur!
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Athugasemdir
Flottur!
Kveðja Silla.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 9.5.2010 kl. 12:20
Til hamingjum með daginn Silla mín.
Sigurður Þorsteinsson, 9.5.2010 kl. 13:38
Takk bloggvinur..hann var bara góður þessi dagur;)
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 9.5.2010 kl. 23:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.