Loddararnir komnir á kreik - það eru að koma kosningar.

Í undanförnum kosningum hafa stjórnmálaflokkarnir keppst við að yfirbjóða hvorn annan hvað varðar kosningaloforð. Öllum er nú orðið ljóst að kosningaloforð Framsóknarflokksins um hækkun í 90% húsnæðislán skaðaði hagkerfið og varð til ílls fyrir ungt fólk. Á þetta var bent þegar þetta loforð var sett fram, en loddarar innan Framsóknarflokksins heyrðu ekki, sáu ekki og skildu ekki. Ég var að vona að nú væri komi tími fyirr meiri ábyrgð í pólitík. Nei aldeilis ekki. Nú spretta loddararnir fram, og þar fara þeir fremstir úr Samfylkingunni. Í Reykjavík segja þeir,, bindum enda á aðgerðarleysið", bíðum nú við, leiðir Samfylkingin ekki ríkisstjórnina sem alltaf ætar að fara að gera eitthvað, en gerir ekki neitt. Er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík ekki varaformaður flokksins?

Í Kópavogi er Samfylkingin enn grófari. Þeir ætla að byggja Kópavogsbrú. Kaupa allt hálfkarað húsnæði í Kópavogi, og útvega ,, ódýrt fjármagn" til þess að láta þetta ganga upp. Sagt er að kosningasérfræðingar Samfylkingarinnar ætli með þessu að ná til tveggja hópa. Þessa 5% hóps sem Þráinn Bertilson kallar fábjána, og hins vegar til þess hóps sem annars myndi kjósa Besta flokkinn. Þetta framlag Samfylkingarinnar er vitlausara en kosningaloforð Framsóknarmanna á sínum tíma.

Rétt eins og loddarar Framsóknarflokksins forðum, þá munu loddarar Samfylkingarinnar ekki heyra , sjá eða skilja -  neitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ágæti Sigurður - Dagur B ætlar að vinna á móti Sf hér í Reykjavík og DRAGA ÚR ATVINNULEYSINU - svo ætlar hann að auka hagvöxt Í REYKJAVÍK burtséð frá öðrum landshlutum. Þessi hagvaktaraukning á víst að koma fra fyrst á 102 svæðinu og síðan á 106 - takist það vel verða önnur svæði tekin fyrir.

Dagur mun örugglega strykja gengi krónunnar á 102 og 106 svæðunum líka.

Svo taka hann og Gnarr upp Litlahrauns farsa

Ólafur Ingi Hrólfsson, 16.5.2010 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband