18.5.2010 | 18:01
Hvað sameinar stjórnarflokkana einna helst?
Það er margt sem aðgreinir stjórnarflokkana, t.d. ESB sem er banvæn blanda, annað hvort rústar VG eða Samfylkingunni. Á meðan ekki þarf að taka ákvörðun getur dæmið hangið, en um leið og tíminn er kominn rústast annað hvor flokkurinn. Það eru einnig nokkrir þættir sem sameina þessa flokka, en það sem sennilega stendur uppúr, er hræðslan við uppgjör.
Alþýðubandalagið sáluga var mjög hallt undir kommúnismann og dásamaði hann hérlendis. Þegar ríki Austur Evrópu hrundu á sínum tíma, kom margt afar ógeðfellt í ljós. Margt af því sem þar þreifst getur flokkast undir mestu glæpi mannkynssögunar. Þrátt fyrir að erlendis menn stigu fram og báðust afsökunar á þætti sínum til að útbreiða þennan hrylling, þá hlupu íslenskir kommúnistar í felur og þögðu. Margir þessara aðila eru í VG en þeir eru líka í Samfylkingunni.
Svo kemur hrunið hér. Samfylkingin var í stjórn með Sjálfstæðisflokki og jók á kennsluna. Enn sem komið er hefur Samfylkingin ekki beðið þjóðina afsökunar. Ingibjörg Sólrún bað sitt fólk afsökunar. Jóhanna sem sat í ríkisstjórn og var einnig í sérstakri nefnd um efnahagsmál sagði það sök Samfylkingarinnar að ,,hafa smitast" af Sjálfstæðisflokknum.
Það sem sameinar Samfylkingu og VG er flóttinn frá ábyrgð. Flóttinn frá fortíðinni. Þess vegna er getan ekki til staðar að takast á við verkefni dagsins í dag.
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Athugasemdir
Eða að takast á við vandann daginn eftir að tíminn rennur út!
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 18.5.2010 kl. 18:05
Sigurlaug þú hittir naglann á höfuðið
Sigurður Þorsteinsson, 18.5.2010 kl. 18:13
Smitaðist S.F? ,nei falsettó!Jóhanna lúmska bíður eftir að selja þá sem hún bar fyrir brjósti,(eða þóttist) í ánauð. Gruna að hún sé búin að raða í stöður í Brussel. Ætlum við að lyppast niður og láta það yfir okkur ganga. NEI.
Helga Kristjánsdóttir, 19.5.2010 kl. 01:29
Mér finnst þessi Ríkisstjórn vera grátbrosleg. Svo rekur hóflegur fjöldi innan þeirra raða upp ramakvein um að útlendingar eignist auðlindirnar en eru samt sem hópur búin að sækja um aðild að ESB. Samkvæmt nýjustu skýrslu ESB um framtíðarsýn sem birtist nú í maí, http://www.reflectiongroup.eu/wp-content/uploads/2010/05/reflection_en_web.pdf, stendur til að sameina meðlimaríki enn frekar, hafa sameiginlega hagstjórn og gera auðlindir að sameign ESB! Ég veit að það er margt líkt með kúki og skít en hver er munurinn á því að Kanadísk fyrirtæki leigi nýtingarréttinn eða Evrópskt?
Þetta fólk talar í allar áttir og ég held að mótstaðan við þennan gjörning sé frekar út af því að nú losnar um álversframkvæmdir og það vilja þau ekki. Guð gefi að Suðurnesjamenn komist ekki úr ánauð atvinnuleysis enda svo óforskammaðir að kjósa Sjálfstæðisflokkinn endurtekið.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 19.5.2010 kl. 07:25
Getuleysi fals og hroka gegn þjóð sinni þau eru föst í fortíðinni steinöld passar fyrir Steingrím og Jóhönnu en ekki hjá siðmenntaðri þjóð en við látum þau ganga of langt við megum ekki vera eins og þau að gera á morgun sem við getum gert í dag þess vegna verðum við að koma þeim frá sem allra fyrst.
Jón Sveinsson, 19.5.2010 kl. 12:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.