Stjórnmálaflokkur í felulitunum

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ ruglar oftast saman sínum persónulegu stjórnmálaskoðunum og áherslum ASÍ. Nú getur hann hins vegar ekki lengur orða bundist og gagnrýnir ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir að gera ekki neitt. Vandamálið við þetta aðgerðarleysi er að nú eru að koma sveitarstjórnarkosningar, og þá verða stjórnarflokkarnir að beita kjósendur blekkingum ef þeir eiga ekki að þurrkast út. Samfylkingin í Reykjavík leggur áherslu á ráðast gegn atvinnuleysinu undir forystu varaformanns Samfylkingarinnar sem í ríkistjórn vinnur að því að auka atvinnuleysið. Með þessu er Dagur Eggertsson fyrst og fremst að útrýma það sem eftir var af trúverðugleikanum og nú þarf að leita að nýjum eftirmanni Jóhönnu Sigurðardóttur sem brátt sest í helgan stein.

Í Kópavogi velur Samfylkingin að þykjast að vera grínflokkur. Oddviti þeirra hefur hins vegar aldrei verið þjökuð af húmor, en hún nýtur sín vel þar sem allir hlægja að henni. Að byggja Kópavogsbrú, sem byggist víst á því að kaupa upp allt óklárað húsnæði í bænum, og Kópavogsbær á að útvega ,,ódýrt fjármagn". Hluti af fjármagni á að fást úr ríkissjóði, en Steingrímur Sigfússon verður bara grænn í framan, með tóman ríkiskassann. Kjörorð okkar í Grínflokknum ,,ertu ekki að grínast" fær nýjar áherslur við skoðun á svona vinnubrögðum.

 

klown_2.jpg

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Þú rangtúlkar allt sem frá frelsaranum Degi kemur - hann vill útrýma atvinnuleysi heima hjá sér og auka hagvöxt hjá frænda sínum - Þetta með atvinnuleysið byggist á því að Sf fái um 30% fylgi.

Hagvöxtur frænda hans mun felast í aukavinnu sem hann fær hjá borginni ef Dagur verður borgarstjóri.

Og þetta með stöðnunina - DBE ætlar að láta gera við bílinn sinn og koma honum á hreyfingu -

Þannig að láttu Dag í friði -

Ég var hér að birta stefnuskrá hans -

Hvað varðar Kópavoginn þá læt ég það mál kyrrt liggja.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 23.5.2010 kl. 02:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband