Bæjarstjóri á Litla Hraun?

Bæjarfulltrúar í Kópavogi hafa verið í miklum hremmingum á síðasta kjörtímabili. Gunnar Birgisson fékk gagnrýni vegna viðskipti Kópavogsbæjar við Frjálsa miðlun, fyrirtæki dóttur Gunnars Birgissonar. Slíkt samstarf við valdhafa er afar óheppilegt, þó að það sé ekki ólöglegt. Nú var Sigurður Geirdal ekki gagnrýndur með því að sukka með fé Kópavogsbæjar, en hann fékk Frjálsa Miðlun til að vinna fyrir bæinn.

 Guðríður Arnarsdóttir oddviti Samfylkingarinnar  taldi þó tvo þætti til sem athugaverða annars vegar mjög dýrt viðurkenningarskjal og hins vegar að Frjáls miðlun hafi fengið greitt fyrir afmælisrit sem síðan ekki hafi verið unnið. Fyrri ámælisverði þátturinn gufaði hins vegar upp þegar síðar sambærilegt verk var boðið út, og Frjáls miðlun var með langlægsta tilboðið. Viðbrögð Guðríðar Arnarsóttur og Ólafs Gunnarssonar verða lengi í minnum höfð. Þau greiddu atkvæði gegn því að Frjáls miðlun fengi verkið. Viðbrögð Ólafs Gunnarssonar eru e.t.v. skiljanleg þar sem hann er kommúnisti af gamla skólanum. Viðbrögð Guðríðar eru einnig skiljanleg, þar sem aðeins þarf að skoða vinnubrögð hennar til þess að skilja viðbrögðin. Afmælisskýrslan sem aldrei var skrifuð var í höndum flokksbróður Guðríðar, en verkhluti Frjálsrar miðlunar var kláraður.

Guðríður er ekki þekkt fyrir að leiðrétta þegar hún fer rangt með. Það að hún fái athyglina er aðalatriðið. Hún ásamt Hafsteini Karlssyni sem var og er í öðru sæti lista Samfylkingarinnar skrifuðu grein í Morgunblaðið þar sem afar frjálslega er farið með sannleikann. Nú er það svo að það þykir ekki tiltökumál þó pólitíkusar ljúgi upp á hvorn annan. Fyrir dómstólum þætti það bara vera hluti af pólitíkinni. Þegar slíkum vinnubrögðum er beint gegn einstökum fyrirtækjum í bæjarfélaginu, myndi slíkt flokkast undir rógburð.

Að því að best er vitað hefur Guðríði Arnarsdóttur og Hafsteini Karlssyni verið stefnt fyrir dómstóla vegna þessara dómgreindarlausu skrifa. Sá löglærði í Grínflokknum metur stöðuna þannig að það sé afar ólíklegt að dómstólarnir samþykki að pólitíkusar megi ráðast að fyrirtækjum, af þeirri ástæðu einni að ættingjar eigenda, séu ættingjar eða séu tengdir mótherjum í pólitík.

Yrði það niðurstaðan í komandi kosningum að Samfylkingin kæmist til valda og dómur falli eins og líkur standi til. Gæti Guðríður orði fyrsti bæjarstjórinn í Kópavogi til þess að verða dæmdur rógberi. Það gæti verið skondið ef viðtöl bæjarstjóra færu fram á Litla Hrauni, eða í kvennafangelsinu í Kópavogi.  

sippari


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það var nú gott betur en Afmælisskýrsla sem Frjáls Miðlun vann fyrir Kópavog.  Þetta er úr frétt frá því maí 2009:

"Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri Kópavogs tók sæti í bæjarstjórn árið 1990 og hefur setið þar frá þeim tíma. Hann stofnaði hins vegar verktakafyrirtækið Klæðningu árið 1986 og var framkvæmdastjóri þess til 2003, þegar hann seldi sinn hlut.

Klæðning ehf. fékk 25 verkefni í jarðvegsvinnu, gatnagerð og öðru hjá Kópavogsbæ á árunum 1997-2001. Af tuttugu og fimm verkefnum á þessu tímabili fóru tvö þeirra í útboð.

Í gögnum sem Samfylkingin í bæjarstjórn Kópavogs óskaði eftir frá bæjaryfirvöldum árið 1999 -2002 eru verkin sundurliðuð og greiðslur bæjarins til Klæðningar koma þar fram.

Árið 1997 var Klæðning með fjögur verkefni fyrir Kópavog og fékk tæpar fjórtán milljónir fyrir.

Árið 1998 var fyrirtækið með tvö verkefni og fékk tæpar tólf milljónir.

Árið 1999 var það með fjögur verkefni og fékk rúmar tuttugu og tvær milljónir

Árið 2000 var það með fimm verkefni og fékk tæpar sextán milljónir.

Árið 2001 var Klæðning í heldur fleiri verkefnum en fyrri ár eða í tíu talsins og fékk rúmlega sextíu og sex milljónir króna frá bænum.

Heildargreiðslur Kópavogsbæjar til Klæðningar á þessum fimm árum voru því tæpar hundrað og þrjátíu milljónir.

En útgáfufélagið Frjáls Miðlun ehf. í eigu Brynhildar Gunnarsdóttur, dóttur bæjarstjórans og eiginmanns hennar hefur einnig unnið fjölmörg útgáfutengd verkefni fyrir Kópavogsbæ. Félagið var stofnað í október 1990 sama ár og Gunnar I. Birgisson tók sæti í bæjarstjórn. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur fyrirtækið séð um ýmis konar verkefni fyrir bæinn allt frá 1991.

Greint hefur verið frá rúmlega fimmtíu og einni milljón króna sem Frjáls Miðlun hefur fengið í greiðslur frá bænum á árunum 2000-2009. Fréttastofa hefur hins vegar ný gögn undir höndum sem sýna greiðslur bæjarins til fyrirtækisins lengra aftur í tímann.

Frá 1995 til 1999 fékk Frjáls miðlun greiddar tæpar 18 milljónir króna frá Kópavogsbæ. Það bætist svo við rúmlega fimmtíu og eina milljón sem fyrirtækið fékk greitt frá bænum frá 2000-2009. Heildargreiðslur bæjarins til fyrirtækisins á þessum fjórtán árum eru því tæpar 70 milljónir króna. Tekið skal fram að þetta er allt með virðisaukaskatti.

Fyrirtæki sem var í eigu bæjarstjórans og annað í eigu dóttur hans hafa því fengið tæpar 200 milljónir frá Kópavogsbæ. "

Minni á að m.a. fékk frjálsmiðlun allt að 700 þúsund á ári  fyrir að hanna 5 til 6 viðukenningarskjö vegna umhverfisverðlauna og fleira og fleira. Og ég man ekki eftir að neinn hafi setið á Litla Hrauni vegna meiðyrða!

Magnús Helgi Björgvinsson, 24.5.2010 kl. 10:36

2 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Hverskonar  "Spurt er" er þetta? Þarna vantar alla þroskaða, ábyrga réttsýna kandídata!!

Leiðand spurning.

Eyjólfur Jónsson, 24.5.2010 kl. 10:44

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæll Maggi minn. Velkominn á fætur svona snemma morguns eftir frídag. Þér er alveg fyrirgefið að í innlegginu þínu sé ekki mjög skýr hugsun ef krúsin hefur verið stór.

Ég skil vel að þú hafir áhyggjur af því Guðríður og Hafsteinn verði að bera ábyrgð á skrifum sínum.  Bara ekki segja okkur að þau ætli að finna skjaldborg heimilanna í fangelsum landsins. Hinir tveir núverandi bæjarfulltrúar Jón Júlíusson og Flosi Eiríksson eru í rannsókn og verði þeir dæmdir einnig er hægt að halda flokksfundi Samfylkingarinnar innan veggja ,,opinberra stofnana".

Þú beitir þér fyrir rannsóknarvinnunni:

1. Í síðustu kosningum var samningur við Knattspyrnuakademíuna aðal rós Samfylkingarinnar fyrir kosningar. Samningar, tilurð og hugmyndafræði var í ykkar höndum. Jón Júlíusson íþróttafulltrúi var síðan sendur sem framkvæmdastjóri Knattspyrnuakademíunnar og náð með einstakri snilli að koma batteríinu í þá stöðu að geta ekki greitt umsamda leigu við Kópavogsbæ. Vanskilin námu tugum milljóna. Í lokin varð Kópavogsbær að kaupa upp samninginn. Jón sagði að sjálfsögðu ekki af sér, hvorki sem bæjarstarfsmaður né sem bæjarfulltrúi. Þú finnur út hvað þessi kosningarós Samfylkingarinnar kostaði bæjarfulltrúa. 

2. Á lista Samfylkingarinnar í síðustu kosningum var Hafsteinn Karlsson sem nú hefur verið stefnt fyrir rógburð. Hann er hefur nú nokk meira á samviskunni. Einn af helstu veiklikum í hruninu var skortur á eftirliti. Hafsteinn var í þeirri stöðu að vera bæði bæjarfulltrúi og einnig einn af yfirmönnum Kópavogsbæjar. Hann átti þannig að hafa eftirlit með sjálfum sér. Þú finnur út Maggi minn hvaða skólastjóri fór ítrekað fram úr rekstri á síðusta kjörtímabili, í hversu mörg ár, hversu margir skólastjórar gerðu sig seka um slíkt ábyrgarleysi og hversu há frámúrkeyrslanvar. Það vekur efalust athygli þína að þessi sami bæjarfulltrúi sýnir  enn og aftur dómgreindarleysi sitt með að bjóða sig fram aftur við þessar kosningar.

3. Einn bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar Flosi Eiríksson, sem er nú í rannsókn vegna lífeyðissjóðsmálsins, beitti sér fyrir því að lóðir yrðu lækkaðar á Kópavogstúni, auk þess sem kröfur um eigið fé yrði lækkaðar. Öllum á óvörum fékk hann síðan lóð sjálfur, auk aðila sér nátengdum. Maggi þú kallar eftir þessum upplýsingum, við sem viljum hreinsa til eftir hrun viljum ekki að bæjarfulltrúar sitji undir ámæli fyrir sukk.

Sigurður Geirdal er nú almennt talinn hafa verið mjög varkár varðandi rekstur Kópavogsbæjar. Megin hluti af viðskiptum við Klæðingu og Frjálsa miðlun voru í hans tíma. Er það mat Samfylkingarfólks í Kópavogi að Sigurður Geirdal hafi verið spilltur pólitíkus?

Afmælisrit Kópavogs átti Björn Þorsteinsson að skrifa. Uppsetning og myndir áttu að koma frá Frjálsri miðlun. Nú hefur verið staðfest að uppsetning og myndir hafi skilað sér, en textann hafi vantað. Björn var ráðinn inn af Alþýðuflokknum sáluga, hefur Samfylkingin ákveðið að afneita Birni, eða eru skil á umræddu afmælisriti erfittt innanhúsmál Samfylkingarinnar.

Ég skil vel að þú skammist þín fyrir framgöngu bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar hvað varðar viðurkenningarskjöl sem boðin voru út. Aðrir bæjarfulltrúar skömmumst okkar einnig fyrir að hafa svona bæjarfulltrúa.

Sigurður Þorsteinsson, 24.5.2010 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband