Hinn íslenski Berlusconi

Enginn íslenskur pólitíkus hefur haft viðlíka völd og Silvio Berlusconi forsætisráðherra hefur haft á Ítalíu. Berlusconi er forsætisráðherra og hefur valið að eiga meirihluta ítalskra fjölmiðla sem dásama hann og verk hans. Hins vegar hefur einn einstaklingur hérlendis náð meiri völdum en nokkur pólitíkus. Jón Ásgeir Jóhannesson. Jón var í valdabaráttu við Davíð Oddson forsætisráðherra. Davíð forsætisráðherra varð að lúta lægra haldi fyrir Jóni Ásgeiri kaupsýslumanni. Ísland varð aldrei aftur sama landið. Nýr tími var tekinn við.

Ástir tókust milli Jóns og  stjórnmálaflokks, sem hafði setið 16 óþolinmóð ár utan ríkisstjórnar. Sú ást var endurgoldin. Báðir þráðu meiri völd.  Samfylkingin sem var nánast gjaldþrota skuldaði nær 150 milljónum, fitnaði eins og púkinn á fjóshaugnum og skuldirnar hurfu. Formaður Samfylkingarinnnar Ingibjörg Sólrún samdi ræður Jóni Ásgeiri til heiðurs, þá frægustu kennda við Borgarnes. 

Jón sem hafði keypt upp meirihluta íslenskra fjölmiðla, sem nú dásamaðu verk hans og persónu, en einnig verk Samfylkingarinnar. Það er aðeins nú á síðustu mánuðum sem fram kemur að fréttastjóri Stöðvar 2 segir frá því að Jón Ásgeir hafi reynt að hafa áhrif á fréttaflutning. Áður var ekki sagt frá slíku. Jón hafði aldrei samband. Hann átti bara fjölmiðlana sem ,,fjárfestingu". 

Ekki gat Jón Ásgeir eignast forsætisráðherra. Ingibjörgu Sólrúnu mistókst ætlunarverkið. Sagt er að þá hafi verið þungt í Baugsbóndanum. Þrátt fyrir  allan stuðninginn. Áður hafði hann stutt Steinunni Valdísi sem var mjög blönk fyrir kosningar, og þurfti á kynningu að halda, þar sem hana þekkti enginn. Jóhanna Sigurðardóttir verður ekki talin með. Nýtt líf kaus hana þó sem konu  ársins. 

Jón Ásgeir hafði tvo drauma til þess að fá uppfyllta. Annan að fella Davíð Oddson sem hafði verið Jóni afar erfiður og hinn var að rústa kónginum  í Kópavogi. Vinsældir Gunnars voru miklar og því vildi Jón Ásgeir láta reyna á fjölmiðlaveldi sitt. Öllu var til kostað. DV, Mannlíf, Fréttablaðið og Stöð 2. Daglega voru sagðar fréttir, þá reyndi þá oft á skáldskaparhæfileika fjölmiðlamanna Jóns. Það vildi svo vel til að Jón gat dregið fram ljósku úr sjálfu fjölmiðlaveldinu, sem hann vildi gera að bæjarstjóra.  Eina sem hún þurfti að sanna var að vera siðblindari en Jón Ásgeir sjálfur. Nánast daglega kom hún með frétt. Það skipti hana litlu hvort rétt var farið með eða ekki. Gunnar var sukkarinn og Guðríður sú sem fletti ofan af sukkinu. Allt þar til að kom að skemmtun á Players þar sem drottingin hrasaði og þögnin tók við. Samfylkingarmenn í Kópavogi gengu í úlpum næstu vikurnar, eða voru með hauspoka. 

Þegar grannt var skoðað höfðu eiga allir bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Kópavogi möguleika á að fá á sig dóm á næstu mánuðum, sem verður að teljast árangur, auk  að hafa önnur slæm siðferðisbrot á samviskunni. Spurningin er hvort þessi árangur verði ekki að flokkast sem Íslandsmet. Fjölmiðlar Jóns Ásgeirs hafa ekki náð markmiðinu enn. Bæjarstjóri í Kópavogi verður að nást í hús, áður en ofurvaldhafinn Jón Ásgeir verður kallaður til að bera ábyrgð á gjörðum sínum gegn landi og þjóð. Samfylkingardrottningin verður síðan að svara fyrir sín mál eftir kosningar.  

 Stuðningsmenn Samfylkingarinnar í Kópavogi eru hins vegar ekki bangnir og spyrja, ef einn stjórnmálaflokkur getur sukkað svona í minnihluta, hvað getur hann þá sukkað í meirihluta?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Auðvitað keypti baugsveldið samfylkinguna ( sem var reyndar ekki utan stjórnat í 16 ár er ekki svo gömul) en gleymdu því ekki að Baugur á líka marga sjalla, eins og Guðlaug Baug Þórðarson, Gísla Martein og fleiri.

Það eru allir til sölu, og svo fékk sjálfstæðisflokkurinn 25 milljónir frá FL grúppunni, sem hann hefur reyndar sagst ætla að skila, en mun aldrei skila.

Það er sama skítapakkið í öllum stjórnmálaflokkunum.

Hamarinn, 26.5.2010 kl. 00:07

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Keyptar dúkkulísur allra flokka verða að fjúka, annars tökum við í Grínflokknum alfarið við.

Sigurður Þorsteinsson, 26.5.2010 kl. 00:15

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Eitt af því ófyrirleitnasta í pólitík,er að mínum dómi upplognar sakir eða þegar stjórnsýsla  er gerð tortryggileg,jafnvel eftir að skýringar og sannanir  hafa verið upplýstar. Haldið er áfram að klifa á þessum meintu sökum,þannig að þeir(flestir fylgjast einungis með hvernig fréttir eru matreiddar,trúa þeim ,sjá sjaldan andsvar.),sem lesa éta þau upp sem heilög sannindi. Ég vil áminna Ruv. alverlega,jafnvel safna liði fyrir framan hús þeirra í Efstaleiti,því þeir hafa í meir en ár,flutt einslitar fréttir,sem allar miða a því að réttlæta gerðir ríkisstjórnarinnar,sem  að flestra mati jaðra við landráð.  Sem betur fer eru mjög margir farnir að hlusta á útv, Sögu,þar sem öll sjónarmið fá að komast að.

Helga Kristjánsdóttir, 26.5.2010 kl. 02:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband