17.6.2010 | 23:06
Hjá höfðingjanum!
Í kvöld var boðið upp á fótboltaveislu hjá höfðingjanum. Við horfum á Mexíkó á móti Frakklandi með þýskum þulum. Það eru þýskir sérfræðingar sem lýsa leiknum. Þetta er allt önnur uppákoma. Höfðinginn skipti yfir íslenska sjónvarpið í 5 mínútur og það verður að segjast að þulirnir voru kjánalegir.
Hef kenningu sagði höfðinginn.
Sem er....
Þeir hafa ekki þessa stráka í lýsingunum í sparnaðarskyni.
Nú?
Nei, ef íþróttafréttamennirnir hefðu menn eins og Guðjón Þórðar, Loga Ólafs, Ólaf Kristjánsson og Willum Þórsson, þá virka íþróttafréttamennirnir eins og fábjánar. Þess vegna fá þeir til sín leikmenn, sem kunna e.t.v. 20% af því sem fagmennirnir kunna.
Gæti verið, sagði ég. (mjög líkleg skýring)
Heyrðu þetta. Frakkar ná boltanum. Þeir sparka útaf. Innkast sem Mexíkó á. Halda þessi fífl að við séum ekki að horfa á boltann. Skiptum yfir á Þjóðverjana, þetta fúsk eyðileggur leikinn fyrir manni.
Það er franskir smáréttir með boltanum, ásamt sérlega góðu frönsku rauðvíni.
Ég minnist þess fyrir 5 árum síðan, þegar við gerðum dómarasamninginn. Þá horfðum við á enska boltann í 4 helgar í röð, en fyrir leiki fór ég yfir dómaralögin. Útskýrði m.a. rangstöðu, beina óg óbeina aukaspyrnu, hvort bolti færi í hönd eða hönd í bolta. Ég varð að kaupa lögin fyrir höfðingjann. Eftir það er hann með lögin á hreinu, sem margir íþróttafréttamenn eru alls ekki og síst aðfengir leikmenn.
Lélegir íþróttafréttamenn fara sérstaklega í taugarnar á höfðingjanum. Í fyrstu lýsingu sem ég var með honum braut hann forkunnarfallegt innskotsborð. Það var litli bakarasnúðurinn. Höfðinginn minntist á hann aftur í kvöld. Ég fór að horfa á mína menn. KR á móti Fram. Þá heyrði ég það ljótasta orðbragð sem ég hef heyrt í áhorfendastúku hérlendis. Hvatning til óhæfuverka. Minnti mig á knattspyrnubullurnar í Englandi. Þær verstu. Mér var litið á kauða. Jú, mikið rétt. Var þá ekki kominn litli bakarasnúðurinn, sem reif kjaft,sama innihaldslausa bullið.
Nú er hnn kominn í pólitíkina. Hann var settur í baráttusætið.
Hann spurði ég.
Jú, bakarasnúðurinn.
Nei, nei. hann var ekki í neinu baráttusæti, hann var settur í einhverstaðar neðalega á lista.
Bíddu við ungi maður. Sjáðu Mexíkanana. Þeir eru allir með baráttuna á fullu. Líka varamennirnir. Þess vegna vinna þeir Frakkana. Settu eitt skemmt epli á bekkinn, og þeir spila eins og Frakkar. Það eru allir liðs í baráttusætinu, líka í pólitíkinni.
Fótboltasýningar hjá höfðingjanum eru engu líkar. Ég nenni varla að horfa á sýningarnar a flatskjánum heima, það vantar umgjörðina og menninguna. Fyrir höfðingjann er þetta heilög athöfn. Í henni tek ég þátt með glöðu geði.
Mexíkó sigraði Frakkland 2:0 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Athugasemdir
Kom við hjá góðum þjálfara í Hreint og klárt,langar að spyrja þig hvort þú ert sá sem þjálfaðir Breiðablik um 1980+,ekki þekki ég samt þann Sigurð á myndinni hér.KV.
Helga Kristjánsdóttir, 18.6.2010 kl. 00:07
Sæl Helga. Síðast þegar ég hitti þig, hafðir þú ekkert breyst. Við karlarnir eldumst oft svo illa. Við verðum að hittast hjá Guðmundi. Það kæmi mér ekki á óvart að Blikar taki titil í ár. Þá fögnum við.
Sigurður Þorsteinsson, 18.6.2010 kl. 09:15
Ja hérna! Þú hefur langt frá því eldst illa og meina það,man bara ekki eftir gleraugunum og kanski Bítlahárinu,var hjá Gumma í morgun,kíki til hans á Mánudag. Já nú verð ég að fara á leik hjá Blikunum,bæði konum og köllum. Tíminn er á fullri ferð,þarna eru synir strákanna fd. 62,65 orðnir lykilmenn,hreint yndislegt að sjá þá og aðra.
Helga Kristjánsdóttir, 19.6.2010 kl. 03:21
Sæl Helga mín, strákarnir voru með besta mannskapinn á sínum tíma. Það var afleitt að leikmenn sem hófu getu til þess spila fótbolta í hæsta gæðaflokki, voru látnir spila gamaldags enskan bolta, sem Englendingar nú skammast sín fyrir. Nú kemur titillinn.
Sigurður Þorsteinsson, 19.6.2010 kl. 09:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.