18.6.2010 | 14:00
Áfellisdómurinn er um aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar
Fyrir rúmu ári síðan lá fyrir álit fjölda sérfræðinga um að gengistryggingin var ólögmæt. Strax þá áttu stjórnvöld að stuðla að því að fá niðurstöðu um réttmætið. Það gerðu stjórnvöld ekki. Allar yfirlýsingar ráðherra voru í gagnstæða átt. Í millitíðinni hefur fólk og fyrirtæki farið í þrot, fjölskyldur tvístrast og fólk flutt af landi brott. Vanlíðan stór hluta þjóðarinnar hefur verið mikill. Aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í þessu máli hefur skaðað fólk. Nú segir viðskiptaráðherra að niðurstaða dómsins verði jákvæð fyrir þjóðfélagið og efnahagskerfið. Af hverju var þá ekkert gert?
Meiriháttar áfellisdómur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Athugasemdir
Fréttin hefur það eftir fjármálaráðherra okkar að þessi " dómur hæstaréttar um gengistryggð lán" sé "meiriháttar áfellisdómur fyrir íslenska fjármálakerfið".
Getur verið að það hafi ekki hvarflað að neinum í ríkisstjórninni að hæstiréttur myndi hugsanlega kveða upp þennan úrskurð?
Var enginn viðbúnaður um hvernig bregðast skyldi við ef svo færi?
Ég er farin að halda að íslenska fjármálakerfið sé í höndum óvinveittra geimvera. Í öllu falli virðist ríkisstjórnin ekki hafa stjórn á þessu margumtalaða fjármálakerfi okkar.Þeir tala líka yfirleitt um fjármálakerfið eins og það sé í rauninni þeim óviðkomandi ( á valdi annarlegra afla?) en þeir muni gera eitthvað í málinu ef bjartsýnisvæntingar þeirra um þróun mála rætist ekki.
Það hefur líka hvarflað að mér að kannski sé sjálf ríkisstjórnin á valdi "annarlegra afla". Ég þekki þetta fólk bara úr fjölmiðlum en mér finnst það sláandi hvað þau eru einhvern vegin að verða "ómennsk".
Utanríkisráðherrann er t.d. löngu orðinn skrípamynd af sjálfum sér. Menntamálaráðherra er á góðri leið með að verða sæta stelpan í líkkrufningarþáttunum.Svo mætti lengi upp telja ,en það sem mér finnst mest sláandi er samt að Forsætisráðherrann okkar getur ekki, að því er virðist, horft á viðmælenda sína í sjónvarpsviðtölum. Hún getur ekki heldur horft í "auga" myndavélarinnar sem tenegja viðtalið við almenning.Hún horfir til hægri. Hún horfir til vinstri. Hún lokar augunum eða stillir þau á "óendanlegt".Röddin hennar er líka að verða skrækari og málmkenndari með hverju viðtali sem hún veitir.
Kannski er þetta sjúkleg ímyndun. Vonandi reddast þetta einhvern vegin.
Agla, 18.6.2010 kl. 15:13
Nú kemur hver stjórnmálamaðurinn fram á eftir öðrum og heldur því fram að málið sé mjög flókið. "Það hljóti að verða horft til vaxta Seðlabankans og verðtryggingar við uppgjör lánanna" og þess hátta rugl.
Það er deginum ljósara að allar aðgerðir stjórnmálamanna frá því í ársbyrjun 2008 hafa miðað að því að velta hruninu yfir á almenning. Þeir hafa keyrt upp verðbólgu í einhverjum mesta samdrætti Íslandssögunar með arfavitlausri hagfræði til að hala inn peninga á verðtryggingunni fyrir hrunaliðið í bönkum og lífeyrissjóðum. Þeir vita upp á hár hvað þeir eru að gera.
Magnús Sigurðsson, 18.6.2010 kl. 15:34
Þegar stórt er spurt verður jafnan lítið um svör, en sennilega hefur viðskiptaráðherrann ekki gefið sér tíma til að hugsa um svona smáatriði fyrr en nú þegar þau skella í andlitið á honum og hann segir grátklökkum rómi að þetta sé bara það sem þjóin þarfnaðist, eins og það sé fréttir.
Kjartan Sigurgeirsson, 18.6.2010 kl. 15:45
Agla, þú ert skemmtilegur penni.
Magnús ég óttast að þú hafir mikið til þíns máls.
kjartan, þetta mál er svo líka í höndum félagsmálaráðherra.
Sigurður Þorsteinsson, 18.6.2010 kl. 16:19
Þetta er áfellisdómur. Fjármálatofnanir geta óárreittar stundað ólöglega lánastarsemi í tæp 10 ár!! 1.Hverjir eru lögmenn þesara stofnana sem sem töldu greinilega að lánin væru lögleg? Ég ætla ekki að ætla þeim að þeir hafi vitandi vits stundað ólög viðskifti. Hvar var fjármálaeftirlitið, Seðlabankinn og Fjármálaráðuneytið?Hefur enginn það á sinni könnu að fylgjast með því hvort lánastarfsemi sé ólögleg í landinu?Hvar voru hagsmunasamtök lántakenda, s.s. Neytendasamtökin? Hafa þau enga lögfræðinga innan sinna raða? Sigurður talar um að álit sérfræðinga sem legið hafi fyrir um lögleysu gengistryggðra lána. Gott og vel. Fjölmargir aðilar hefðu getað gengið í málið en enginn gerði neitt. Álit sérfræðinga er ekki endanlegur dómur. En hvað gerist nú ? Reikningurinn verður sendur til erlendra kröfuhafa sem eru eigendur bankanna. Stjórnvöld verða að koma að málinu með lagasetningu eða reglugerð. Ljóst er að taka veður heildstætt á öllum lánamálum til að skapa réttlæti og samræmi.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 19.6.2010 kl. 09:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.