Er uppgjör við Jón Ásgeir frammundan?

Það voru margir vinirnir á meðan nóg var til af peningunum. Í faðm Jóns Ásgeirs komu þeir sem peninga voru þurfi. Einn stjórnmálaflokkur kom skuldum hlaðinn og af honum voru skuldabirgðirnar teknar. Það var ekki mikið sem Jón fór fram á í staðinn. Vill nú Össur fara að draga það smáræði fram?

Nú boðar Össur að gert verði upp við þetta tímabil, enda peningarnir hans Jóns Ásgeirs uppurnir. Brátt verða fjölmiðlarnir af honum teknir og þess vegna engin ástæða á púkka upp á Jón meira. Af einhverjum ástæðum trúir því enginn upp á Samfylkinguna að þetta uppgjör verði neitt krassandi. Frekar að þessum smámunum verði sópað undir teppið, eða tekið verði til fótanna. Samfylkingin sem nýlega varð heimsmeistari í að hlaupast undan ábyrgð, mun þykja þetta lítið mál.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Einmitt, þeir voru margir, vinnirnir þá. Annar vinahópur sem mér hefur fundist fara lítið fyrir eftir hrun. Það eru allir þeir listamenn sem fengu styrki hjá útrásarvíkingum. Ég man eftir fréttum um að Björgólfur Guðmundsson hafi styrkt heilu listamanna vinnustaðina. Eða húsnæði sem listamenn voru með vinnupláss. Þætti gaman ef einhver góður penni myndi nú taka þetta saman og sjá hvar þetta fólk væri í dag. Hversu margir af þeim eru nú komnir í stöðu siðapostula sem níða niður fyrrum veelgjörnamenn sína.

Er ég kannski að gera of mikið úr þessu? Fannst þetta bara svo algengar fréttir á tímabili.

Hafðu það gott

Anna Guðný , 21.6.2010 kl. 01:58

2 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Anna Guðný, þú ert sko ekki að gera mikið úr þessu, alls ekki! En þreifaðu fyrir þér um listamennina. Og Sigurður! "nýlega varð heimsmeistari í að hlaupa undan ábyrgð" er frábært en satt.

Eyjólfur Jónsson, 21.6.2010 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband