Þetta er nóg handa ykkur - hugarfarið.

Tugir þúsunda íslenskra fjölskyldna hafa búið við það að gengistryggð lán sem þau hafa tekið hafa hækkað rúmleg hundrað prósent. Allar fjárhagsáætlanir hafa af þessum sökum hrunið og oft er eignarstaðan orðin neikvæð. Margir áttu von á að ríkisstjórn undir stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur tæki á þessum málum, en þær vonir hafa brugðist algjörlega.

Fyrir rúmu ári síðan komu upp miklar efasemdir um að gengistryggingin sjálf væri ólögleg. Stjórnvöld gerðu ekkert í málunum, en sífellt stærri fagfólks varð sannfært um að dómstólar myndu dæma gengistrygginguna ólöglega. Sú varð einnig raunin. Fyrst voru stjórnarliðar eins og flemtri slengir, en smá saman hafa þeir náð vopnum sínum og segja dóminn ósanngjarnan, annars vegar fyrir þá sem ekki voru með gengistryggð lán en einnig fyrir þjóðfélagið. Mat þeirra skal vega þyngra en dómur Hæstaréttar. 

Með því að beita Seðlabanka og Fjármálaeftirliti á að ,,lagfæra" dóminn með tilmælum. Tilmælum sem samin voru af fjármálafyrirtækjunum. Svo er áróðursmaskínunum beitt, til þess að reyna að blekkja almenning. Hugarfar stjórnarliða er ,, þetta er nóg handa ykkur" við sjáum um hverju skal skammta en ekki Hæstiréttur. 

Mun almenningur rísa upp? Værum við í öðrum Evrópuríkjum yrði gripið til kröftugra mótmæla. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

     Annað þurfum við ekki  að taka upp eftir Evrópuríkjum.

Helga Kristjánsdóttir, 2.7.2010 kl. 01:35

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Það eina sem  Samfylkingin hefur að segja í málinu er að ef við göngum í ESB þá leysast öll vandamál, alltaf! Fylgið við inngöngu í ESB er komið í 26%. Spái að 20% múrnum verði náð í lok ágúst.

 Það mæta allir fyrir utan Seðlabankann á mánudaginn n.k. kl. 12!

Sigurður Þorsteinsson, 2.7.2010 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband