Hann er enn eigandi meirihluta fjölmiðla á Íslandi og stjórnar umræðunni!

Jón Ásgeir Jóhannesson útrásarvíkingur er enn eigandi meirihluta fjölmiðla á Íslandi. Í gegnum  þá hefur hann stjórnað fjölmiðaumræðunni á Ísandi. Hann kemst upp með það af því að hann studdi Samfylkinguna. Jón Ásgeir er einn þeirra sem ríkisstjórn ákvað að slá skjaldborg um! Fékkst þú að vera í skjaldborginni með Jóni Ásgeiri?

Í fréttum RÚV er sagt frá hluta viðskipta hans. Þessi frétt hefði aldrei birst á Stöð 2

 

Greiddi upp lán í New York

Jón Ásgeir Jóhannesson
Jón Ásgeir Jóhannesson
Húsnæðislán Jóns Ásgeirs Jóhannessonar vegna íbúðar á Manhattan að upphæð tíu milljóna bandaríkjadala eða 1,3 milljarðar króna var greitt upp fyrir nokkrum vikum með millifærslu af reikningi hans í Royal Bank of Canada.

Eins og kunnugt er stefndi slitastjórn Glitnis Jóni Ásgeiri og sex öðrum til að greiða 260 milljarða króna. Í stefnu er fullyrt að Jón hafi farið fyrir klíku sem hafi í eigin þágu mergsogið Glitni innanfrá. Verjendur hafa frest til loka þessa mánaðar til að skila inn rökstuðningi fyrir frávísunarkröfu en þegar er byrjað að takast á. Þannig reyna  lögmenn verjanda að hnekkja kröfu um að Royal Bank of Canada verði gert að afhenda upplýsingar. Einnig því að fasteignafélag í Gramercy Park auðmannahverfinu á Manhattan, þurfi að leggja fram  gögn.

Keyptu tvær íbúðir í New York

Jón Ásgeir og Ingibjörg Pálmadóttir kona hans keyptu tvær íbúðir í hverfinu. Í skjölum sem lögð hafa verið fyrir réttin kemur fram að Royal Bank of Canada lánaði  10 milljónir dollara, eða jafnvirði 1300 milljóna króna til þessara fasteignakaupa. Þar kemur einnig fram að lögmenn bankans telji ekki vandkvæðum bundið að leggja fram gögn um þau viðskipti. Jafnframt má lesa úr málsskjölunum að þetta lán hafi verið uppgreitt um miðjan maí síðastliðinn. Þetta er staðfest af bankanum sjálfum og lögmönnum hjónanna. Þetta hafi verið gert með millifærslu af reikningum hjónanna í Royal Bank of Canada. Nýverið féllust svo Jón Ásgeir og Ingibjörg kona hans á að engu yrði raskað í eignarhaldi á þessum fasteignum fyrr en málið væri til lykta leitt fyrir dómstól í New York.

Lögmenn slitastjórnar Glitnis hafa bent á að þessar fasteignir þeirra hjóna í New York kunni að vera keyptar fyrir meintan ólögmætan ávinning af stórfelldum brotum þeirra gegn Glitni banka sem þau, ásamt öðrum kærðum, eru sökuð um að hafa rænt innanfrá. Vísað er til vitneskju um að milljónir dollara ásamt örðum eignum séu á einkareikningum þeirra hjóna í þessum stærsta banka Kanada.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband