Böðlar þöggunarinnar

Frá því löngu fyrir Icesave var komið í ljós að Lilja Mósesdóttir var ósátt við fagleg vinnubrögð innan VG og innan ríkisstjórnarinnar. Framhaldið var fyrirsjáanlegt. þrennt var í stöðunni

a) að vinnubrögðin á stjórnarheimilinu myndu breytast og tekið yrði tillit til ábendinga Lilju,

b) valtað yrði yfir Lilju og hún myndi koðna niður eða

c) Lilja færi eign leiðir. 

Þrátt fyrir allt tal um ný og faglegri vinnubrögð í pólitíkinni, opnar og lýðræðislegar umræður, hefur lágkúran sjaldan verið meiri í íslenskri pólitík. Lilja gerir athugasemdir sem liggja borðliggjandi fyrir. Hún neitar að taka þátt í lyginni. Einn af þeim þingmönnum sem skora hvað hæst. 

Þá fara flokkshundarnir á stað, böðlar þöggunarinnar. Fyrst kemur

Þórdís Bára Hannesdóttir félagsráðgjafi með meiru. Hún segist ekki vera að segja að Lilja hafi ekki rétt fyrir sér varðandi gengistryggðu lánin, en henni finnst að Lilja eigi ekki að tjá sig, sjá. 
 
http://nupur.blog.is/blog/nupur/
 
Nú kemur Ómar Valdimarsson sem tekur þann pólinn í hæðina að hæða og ögra Lilju. Hann spyr í lokin af hverju Lilja kæri ekki Jóhönnu og Steingrím fyrir landráð. (sem mörgum hefur komið til hug að gera)  sjá.
 
http://umbiroy.blog.is/blog/umbiroy/entry/1074539/ 
 
Það er afskaplega athyglisvert að bæði Þórdís og Ómar eru sendiboðar frá Samfylkingunni, sem lagði svo mikla áherslu á opin lýðræðisleg og vönduð vinnubrögð. Það segir mér hugur að fleiri flokksnúðar eigi eftir að koma í humátt eftir skötuhjúunum. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Eigum við ekki að taka Lilju í tölu dýrlinga? Makalaust að lesa taugaveikluðu skrif

Finnur Bárðarson, 6.7.2010 kl. 22:25

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Finnur, nei það held ég ekki. Hún er feiknargóð, en það er full ástæða að halda vetni hennar vegna. Hins vegar eru margir sem sjá hana sem næsta formmann VG, það yrði styrking á vinstri vægnum, en gæti hins vegar þurrkað Samfylkinguna upp. Er sammála þér að það er mikill taugaveiklun í þessum skrifum Ómars og Þórdísar, pirringurinn er víst mun djúpstæðari en þetta. 

Sigurður Þorsteinsson, 6.7.2010 kl. 22:41

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Lilja er ein af þeim sem ég treysti á Alþingi,alltaf sanngjörn og lætur ekki flokksforystuna,múlbinda sig.

Helga Kristjánsdóttir, 6.7.2010 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband