8.7.2010 | 00:07
Helvítis tendadóttirin!
Þeir sem vinna við ráðgjöf læra fljótt, að það eru misjafnar hvatir sem rekur fólk í ráðgjöf. Fyrir nokkru komu til mín eldri hjón til þess að fá hjá mér ráðgjöf vegna skulda fjölskyldu sonar þeirra. Konan hafði orðið fyrir þeim hjónum.
Sonurinn hafði tekið upp á því að taka að sér konu með bíl sem var með áhvílandi gengistryggðu láni. Hjónabandið gekk vel í byrjun þar til að gengið tók að hækka upp úr öllu valdi. Að lokum var staðan sú að eignin sem tengdadóttirin kom með í búið var uppurin, og ungu hjónin stóðu uppi með skuldir sem voru hærri en söluviði bílsins.
Það sem gerði málið enn flóknara var að ungu hjónin eignuðust son, og annað barn var á leiðinni, þannig að erfiðara var að skila tengdadótturinni. Það var ekki það að tengdadóttirin var lúsiðin, afar góð við soninn og sonarsoninn og bara afar viðkunnanleg.
Ég var bara tvö stór eyru. Og....
,,Hverning datt henni í hug að taka þetta lán"?
Ég sagðist nú ekki vita ástæðuna, því ég hefði aldrei hitt eða talað við tengdadótturina.
,,Fékk hún ráðgjöf við bílakaupin".
,,Jú", sagði tengdamóðirin, ,,þeir sögðu henni að þetta væru bestu lánin og hún trúði þeim. Okkur þykir þetta svo vitlaust hjá henni, og ef hún fer að ráðleggja barnabörnunum svona vitleysu, þá munu þau bara lenda í tómu tjóni".
Ég fann hvernig augun á mér stækkuðu,
,,Hafið þið tekið lán", spurði ég. Jú þau tóku húsnæðislán milli 1970 og 1980, og síðan höfðu þau tekið af og til lán til að endurnýja bílinn.
,,Fenguð þið ráðgjöf", spurði ég.
,,Já, frá bankanaum".
,,Sem þið treystuð", spurði ég.
,, Að sjálfsögðu" sagði tengdamóðirin
,, Var það ekki það sem tengdadóttirin gerði" spurði ég.
,,Humm"
,,Lánið sem þið fenguð á sínum tíma, greidduð þið ekki nema að litlum hluta. Síðan þá er komin verðtrygging og gengistrygging, sem nú hefur reyndar verið dæmd ólögmæt. Aðstæður ungs fólks dag eru erfiðari en var þegar þið voruð að hefja búskap".
,,Ég sé ekki að þessi bílakaup hafi verið neitt vitlausari en gengur og gerist og myndi hvetja ykkur til þess að veita ungu fólkinu a.m.k. andlegan stuðning".
,, Þið getið að sjálfsögðu skilað tengdadótturinni" sagði ég sposkur.
,, Nei, nei sagði tengdamóðirin, þú mátt ekki misskilja okkur. Hún er alveg ágæt. Þetta lán hefur hins vegar valdið þeim miklum áhyggjum, en hún tók það, ekki sonur okkar. Annars skil ég ekki af hverju ríkisstjórnin hefur ekki tekið á þessum lánum í allan þennan tíma".
,,Um þetta með ríkisstjórnina er ég alveg sammála ykkur".
,, Það er fallinn dómur í Hæstarétti sem segir þessa gengistryggingu ólögmæta, þannig að staða þeirra mun væntanlega verða mun betri þegar líður á haustið. Segið unga fólkinu frá mér að hafa ekki of miklar áhyggjur"
Ég lét þau hafa eyðublað sem unga fólkið gat farið með til lánastofnunarinnar, um að þau áskiluðu sér rétti til þess að greiða lágmarksgreiðslu vegna réttaróvissu.
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10
Athugasemdir
Sálfræðilegur, réttlátur efnahagsráðgjafi! Flottur.
Helga Kristjánsdóttir, 8.7.2010 kl. 03:24
Þarf ekki að fara alla leið aftur til 1970 til að leiðrétta arfavitlaus kjör á lánum landsmanna?
Fólk sem tók sér húsnæðislán árið 1973 þurfti ekki að borga nema hluta þess til baka á kostnað sparifjáreigenda sem á sama tíma horfði á sparifé sitt brenna upp í verðbólgubáli - sem leiddi síðan af sér verðtrygginguna ... sem var sett á til að koma í veg fyrir að önnur eins ósköp gerðust aftur.
Nú hefur það hins vegar gerst aftur, bara með öfugum formerkjum.
Dálítið fyndið að velta þessu fyrir sér. Samt eitthvað svo sorglegt að upplifa að fólk lærir aldrei neitt af reynslu annarra heldur þarf það alltaf að brenna sig sjálft til að átta sig á eldinum.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 06:18
Sæl Helga, takk, það er alltaf einhver eftirspurn eftir slíku.
Mikið rétt Grefill, það væri full ástæða að greina hverning við getum verið með sambærileg lánakjör og aðrar þjóðir búa við.
Sigurður Þorsteinsson, 8.7.2010 kl. 14:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.