Nýstjórnhyggjan.

Nýstjórnhyggjan er eins og nýfrjálshyggjan öfgastefna. Þær eru svo nálægt hvor annari að að þær ná saman á skottunum. Nýfrjálshyggjan náði fótfestu hérlendis m.a. með stuðningi nýstjórnhyggjuaflanna. Nýfrjálshyggjan er skilgreind sem óheft frelsi. Ekkert aðhald, ekkert eftirlit. Þar sem markaðsbrestir eru ávallt til staðar er aðhald nauðsynlegt svo og eftirlit. Aðeins öfgamenn til vinstri vilja ekki markaðskerfi. Þeir hafa verið í holunum hérlendis eftir hrun kommúnismans, en þar sem ekkert uppgjör fór fram, voru  þeir snöggir að koma skríðandi fram úr holum sínum eftir hrunið. Sumir þeirra rifu kjaft, aðrir gerðust svo djarfir að stýra samninganefndum fyrir Ísland. Þegar setja átti fjölmiðlum ramma hér um árið, sem hefði stuðlað að því að fjölmiðlarnir hefðu haft aðhald að útrásarvíkingnum þá voru tveir flokkar alfarið á móti. Samfylkingin og VG. Þegar útrásarvíkingarnir ákváðu að taka völdin var það gert með stuðningi tveggja flokka, jú mikið rétt Samfylkingarinnar og VG. 

Það sem einkennir nýstjórnhyggjuna er gríðarleg þörf fyrir völd án nokkrar þekkingar á verkefnunum sem leysa þarf.  Hið opinbera skal vera ráðandi í atvinnurekstri og almenningur er barinn til hlýðni.  Allt frumkvæði skal kreist úr þjóðinni. Þetta rúma ár sem þessi óhæfustjórn hefur verið við völd hefur sýnt okkur að nýstjórnhyggjan er engu betri en nýfrjálshyggjan.  Hugmyndafræðin er ekki fengin til Norðurlandanna. Hún er fengin austar. Hér er ríkisstjórn að reina að endurreisa hugmyndafræði, sem er löngu fallin. Bara sami úlfurinn í nýrri sauðargæru. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Áhugavert nýyrði.

Jón Baldur Lorange, 18.7.2010 kl. 18:15

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég er hræddur um að þú verðir fljótur að fjarlægja þennan pistil þinn, Sigurður minn, þegar rennur af þér.

Jóhannes Ragnarsson, 18.7.2010 kl. 21:57

3 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

hjartanlega sammála um nýstjórnhyggjuna en ekki alveg um þátt VG og Samfylkingarinnar.  Ég skrifaði um þetta nýlega og kenni í raun þessu "stjórnlyndi" um hrunið.

Lúðvík Júlíusson, 19.7.2010 kl. 07:10

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Lúðvík, það er alveg ljóst að aðilar sem aðhyllast nýstjórnhyggju eru innan allra flokka. Frjálslyndir eru líka það líka. Af einhverjum ástæðum var hópur innan Samfylkingarinnar sem samsvaraði sér ágætlega við þjóðarsálina, en hefur nú eins og gufað upp. Þetta  ríkisstjórnarsamstarf er eins og aðalfundur í Alþýðubandalaginu gamla. Síðan er draumurinn að skreppa niður í Sendiráð Austur Þýskalands og fara á vodka fund. Álfheiður útvegar rauða fánann. Ísland úr Nató og herinn burt. ,,Nýstjórnarhyggjan" er tímaskekkja. 

Í Ólafsvík var haldið upp á sjómannadaginn með stæl. Sumir landkrabbarnir duttu í það, og einhverjir eru fullir ennþá. Frétti af einum sem gengur um með rauðan fána og gerir í því að vera leiðinlegur. Það rennur af honum þegar haustið nálgast. 

Sigurður Þorsteinsson, 19.7.2010 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband