Hver er uppáhaldsútrásarvíkingurinn þinn?

Þjóðinni er skipt upp í aðdáendur Liverpool, Chelsea eða Manchester United. Örfáir halda með öðrum félögum. Það er sama hvort við förum í leikskólana, grunnskólana eða elliheimilin allir skipta sér í fylkingar. Þegar kemur að útrásarvíkingunum þá eru flestir sem setja þá undir sama hatt. Þeir eru útrásarvíkingar og búa á næsta bæ við hryðjuverkamenn. Smá saman hefur viðhorfið breyst, aðeins lítill hluti þjóðar hatar þessa menn. Virðing fyrir útrásarvíkingunum hefur þó borðið allnokkra hnekki.

Nú hefur einn útrásarvíkingurinn tilkynnt að hann muni greiða upp allar sínar skuldir Björgólfur Thor Björgólfsson, sem var meðal fjárfesta í gagnaveri sem verið er að reisa á Reykjanesi. Hann var að afsala sér sínum hlut, til þess að fyrirtækið kæmist á stað. Alþingismenn vildu ekki að Björgólfur yrði hluta eigandi að rekstrinum. Sömu Alþingismenn eru ekki eins viðkvæmir fyrir því að annar útrásarvíkingur eigi rúmlega helming fjölmiðla landsins, og baraátta hefur verið fyrir því að hann og/eða fjölskylda hans eigi áfram hluta í Bónuskeðjunni. Alþingismenn eru sem sagt farnir að eiga sér sína uppáhalds útrásarvíkinga. 

Ég vil að gefnar verði út myndir af útrásarvíkingunum, eins og leikaramyndirnar voru forðum. Við söfnum síðan okkar uppáhalds útrásarvíkingum?

Hver er uppáhalds útrásarvíkingurinn þinn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Kannski Bjarni Ben?

Björn Birgisson, 25.7.2010 kl. 15:12

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Nei Björn hann var nú ekkert í útrásinni ! ;) Annars góður og skemmtilegur pistill hjá þér Sigurður... Hvað dettur þér í hug... að við förum svo að skiptast á myndum eins og servíettum og leikaramyndum í den  Ertu kominn með fortíðarhyggju VG eða er þetta bara markaðslögmálið þar sem allt fer í hring í tísku og þ,m. útrásarvíkingarni líka.

Kolbrún Stefánsdóttir, 25.7.2010 kl. 21:17

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Kolbrún það er talað um hatur á þessum útrásarvíkingum. Hef engan hitt sem hatar þessa menn. Sumir hafa sagt upp Stöð 2, eða versla ekki í Bónus. Annað ekki.

Sá þetta fyrir mér nákvæmlega eins og með servíetturnar sem ég reyndar hef enga reynslu af, en leikaramyndirnar og hasarblöðin þekki ég.

Björn hefur sennilega misst af þessu tímabili, hann ruglast á leikaramyndunum og fótboltamyndunum. Bjarni var einn af okkar bestu knattspyrnumönnum. Hins vegar get ég vel séð fyrir mér spil með stjórnmálamönnunum okkar, þeim sem farnir eru af sviðinu og þeim sem nú eru á vettvangi. 

Sigurður Þorsteinsson, 25.7.2010 kl. 22:26

4 Smámynd: Björn Birgisson

Ég ruglaðist bara þegar ég sá Kollu!

Björn Birgisson, 25.7.2010 kl. 22:49

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Björn, þú ert ekki einn um það!

Sigurður Þorsteinsson, 25.7.2010 kl. 23:04

6 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

 ææ

Kolbrún Stefánsdóttir, 4.8.2010 kl. 20:49

7 Smámynd: Björn Birgisson

Æ, ææææææææææææ

Björn Birgisson, 4.8.2010 kl. 21:35

8 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

hahahah alltaf stutt í húmorinn á þessum bæ. Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 4.8.2010 kl. 22:01

9 Smámynd: Björn Birgisson

Ég veit ekkert um bæ Sigurðar, en á mínum bæ ræður alvaran ríkjum, það er flestum lesendum mínum fjallljóst!

Björn Birgisson, 4.8.2010 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband