Vilja menn blóð?

Landsdómur er ætlað að fjalla um sekt eða sakleysi fjögurra fyrrum  ráðherra, þeirra Geirs Haarde, Árna Matthísen, Ingibjargar  Sólrúnar Gísladóttur og Björgvins G. Sigurðssonar.  Í ljósi þess ef tökum réttar ákvarðanir í 60% tilfella, erum við taldir snillingar, er spurning hvort ekki ætti að dæma fleiri fyrrum ráðherra og þá ekki bara úr síðustu ríkisstjórn heldur einnig eldri. Hvað með ráðherra núverandi ríkisstjórnar, þeir hafa sannarlega gert alvarleg mistök með gerðum sínum og ekki síst með aðgerðarleysi sínu. Á meðan við treystum flugfreyjum, pípulagningarmönnum, jarðfræðinemum, dýralæknum ofl. fólki sem hefur afar takmarkaða þekkingu á verkefnum ráðuneytanna til þess að sitja í ráðherrastólum, munu verða gerð alvarleg mistök. Ef við ætlum að breyta því þurfum við að breyta núverandi vali ráðherra. 

Þeir sem vilja blóð nú, ættu að huga að framhaldinu. Svavar Gestsson sýndi alvarlegan dómgreindarskort þegar hann tók að sér formennsku í samninganefnd um Icesave. Hann hefur misst mannorð sitt, sem hann mun eiga nokkurn tíma til að endurheimta. Við skulum vera minnug þess að Svavar hefur gert marga góða hluti. Það hafa þeir einnig gert ráðherrarnir fjórir sem hafa verið nefndir sem eiga að fara fyrir Landsdóm. Hvað með Jóhönnu, Össur, Steingrím, Þorgerði ofl? Aftökur voru á árum áður notaðar til þess að vara menn við? Er það alveg víst að það meðal sé við þurfum helst á að halda nú?

 


mbl.is Takast á um tillögurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Á meðan við treystum flugfreyjum, pípulagningarmönnum, jarðfræðinemum, dýralæknum ofl. fólki sem hefur afar takmarkaða þekkingu á verkefnum ráðuneytanna til þess að sitja í ráðherrastólum

Svo segir þú að ofan en ég verð að benda þér á enn sem komið er hefur enginn pípulagningamaður orðið ráðherra á Íslandi, því miður. Enginn pípulagningamaður hefur verið kjörin Alþingismaður, aðeins einn pípulagningamaður hefur setið á Alþingi sem varamaður. (Einu r ofaukið hjá þér í starfsheitinu).

En hvernig viltu skipa í ríkisstjórn? Viltu hafa þar eingöngu hámenntaða sérfræðinga? Ég held að á Alþingi eigi að sitja þverskurður þjóðarinnar, fólk úr sem flestum starfsstéttum, þess vegna er fengur að því að ráðherrar komi einnig sem víðast að. Viltu að á Alþingi, og síðan í ríkisstjórn, sitji eingöngu lögfræðingar sem alast upp í stuttbuxnadeildum flokkanna og verða strax á unga aldri atvinnustjórnmálamenn? Sigurður Kári forsætisráherra, Guðlaugur Þór fjármálaráðherra og Birgir Ármannsson utanríkisráðherra?

Yrði þetta leiðin til að ekki verði alvarleg mistök?

Sigurður Grétar Guðmundsson, 11.9.2010 kl. 11:59

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það má líka teikna upp mjög einfalda mynd af þessu.  " Ísland hf."  Hluthafar í Íslandi hf. kjósa stjórn fyrirtækisins að jafnaði á fjögurra ára fresti (þingkosningar).  Stjórn fyrirtækisins, ræður til sín eða velur framkvæmdastjóra hinna ýmsu deilda (ráðherra í ráðuneytin).   Eins og í öllum fyrirtækjum þá bera framkvæmdastjórar, eða eiga að bera ábyrgð á rekstri sinna fyrirtækja.  Til þess að geta borið ábyrgð, þarf meðal annars ábyrgðartilfinningu og kunnáttu á starfssemi þess fyrirtækis, er framkvæmdastjórinn er fyrir.   Hvað sem framkvæmdastjórinn ( ráðherrann) hefur klára undirmenn, til að vega og meta aðstæður, hverju sinni, þá er ekki þar með sagt að niðurstöður þess, verði alltaf í takt við það sem þarf að gera, eða framkvæmdastjórinn vill gera, hverju sinni.  Þó svo að undirmaður framkvæmdastjórans leggi til leið, sem farin er, þá er ákvörðunin og ábyrgðin ætíð framkvæmdastjórans.  Það er því, vægt til orða tekið, æskilegt að viðkomandi framkvæmdastjóri, hafi einhverja þekkingu (menntun) og/eða reynslu á viðfangsefninu.

Kristinn Karl Brynjarsson, 11.9.2010 kl. 13:32

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Nafni, ég tók nú bara pípulagningamann sem dæmi um starfsmenntun sem dugir ekki almennt til þess að sinna starfi ráðherra svo vel séð. Lögfræðinámið kemur sér vel á Alþingi, sérstaklega ef með fylgir reynsla eða viðbótarmenntun á öðrum sviðum. Stuttbuxnaliðið er ekki í sérstöku áliti hjá mér. Er það t.d. tilviljun að Bjarni Benediktsson kemur ekki upp úr ungliðahreyfingu stjórnmálaflokks.

 Til að stjórna stærri fyrirtækjum landsins þarf að gera meiri kröfur til yfirstjórnar en að þar sé þverskurður þjóðarinnar. Það á einnig við um stjórnun ráðuneytanna. 

Yfir í allt annað mál. Við þurfum einnig að stokka upp fjölmiðlana. Fjalar Sigurðsson fjölmiðlamaður var t.d. einn okkar albesti og beittasti. Við þurfum að fá hann í eldlínuna aftur. Hann er heldur ekki neinn þverskurður þjóðarinnar. 

 Kristinn Karl. Mjög áhugaverðar hugmyndir og í þeim anda sem ég sé framtíðina fyrir mér. 

Sigurður Þorsteinsson, 11.9.2010 kl. 18:37

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

það á ekki að dæma neinn í þessu máli en það á að leggja allt í að finna veilurnar og fá alla sem mögulega geta veitt upplýsingar sem að gagni mega verð  til að skýra þau mistök sem urðu og hvar mistökin lágu í þeim einum tilgangi að verða vitrari eftir á.  

Það má alveg senda þeim ábendingar sem á sannast vanræksla eða klaufaskapur. 

En þegar allar þær upplýsingar sem leitað hefur verið eftir eru komnar á borðið og skilgreindar, þá má svo kæra þá sem á sannast hylmingar eða að segja ósatt við rannsókn málsins.   Okkar hagur er vitneskja ekki sökudólgar í þessu máli.

Hrólfur Þ Hraundal, 11.9.2010 kl. 21:31

5 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það að þær tillögur um er fram komu um Landsdóm, eru ekki samhljóða í rauninni, eyðinleggja möguleikann á Landsdómi.

 Sé þingmannafjöldi þeirra flokka er tillögurnar leggja fram talinn, þá hefur hvorug tillagan nægan þingmeirihluta á bakvið sig.

 Til þess að fá aðra hvora tillöguna samþykkta, þarf að semja um það, m.ö.o. plotta um þá niðurstöðu pólitískt.  Er það æskilegt að t.d. Samfylkingin hóti Vinstri grænum stjórnarslitum, fallist þeir ekki á tillögur Samfylkingar?  Eða þá að Vinstri grænir hóti Samfylkingu stjórnarslitum, gangi Samfylkingin ekki til liðs við flokkana þrjá?

 Viljum við pólitískt þvíngað réttlæti?  Eða hvað viljum við?

Kristinn Karl Brynjarsson, 11.9.2010 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband