7.10.2010 | 21:27
Aulafréttamennska
Íþróttafréttamenn ríkissjónvarpsins urðu sér til stórskammar þegar þeir spurðu landsliðsþjálfara Skota hvað honum findist um þá ákvörðun stjórnar KSÍ að láta landslið U21 hafa forgang, vaðandi val á leikmönnum í landslið. Landliðsþjálfari Skota varð sýnilega undrandi á aulaspurningunni og svaraði því til að hann sæi ekkert að þeirri ákvörðun því það stangaðist ekki á við reglur Evrópusambandsins. Önnur svör gætu hafa verið.
,, Forkastanlegt, með því að velja Gylfa Þór í liðið er verið að eyðaleggja fyrir skoskum fótbolta".
,, Stjórn KSÍ ætti að segja af sér vegna þessa máls. Við Skotar erum harmi slegnir".
Liðið sýndi hins vegar í kvöld að það á fullt erindi í útslitakeppni Evrópumótsins. Þegar við vinnum á mánudaginn í Skotlandi, eignumst við lið sem spilar í úrslitakeppninni, öðlast reynslu og sjálfstraust. Þannig munum við fá A landslið sem mun geta ógnað þeim bestu í náinni framtíð.
Stórkostleg ákvörðun stjórnar KSÍ.
Eins marks forskot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Athugasemdir
Þeir spurðu líka á Baugsmiðlum um það..heyrði ég í 18.30 fréttunum:(
Halldór Jóhannsson, 7.10.2010 kl. 22:51
Það var mjög gaman á vellinum í kvöld eins og í gamladaga, liðið spilaði vel stjórn ksí á lof skilið
nú verða strákarnir okkar að láta hné fylgja ,,,,,,,til hamingju
Bernharð Hjaltalín, 7.10.2010 kl. 23:22
Það á ekkert að há þeim þótt þeir spili á útivelli. Óska svo innilega að þeir vinni úti. Eyjólfur er í sérstöku uppáhaldi hjá mér,bæði sem leikmaður og þjálfari. Var eitt sinn í vandræðum með bíldruslu sem ég átti og keyrði líka í sendlastörf. Hann fór ekki í gang við Eimskipafélagshúsið í Sundahöfn. Eyjólfur og Sverrir bróðir hans,komu mér þá til hjálpar,draugfínir,drógu ekki af sér,fyrr en druslan fór í gang. Þá höfðu þeir ýtt honum um allt planið,rosalega almennilegir við gömlu konuna, svona stórfrægir fótboltamenn. Druslan lagði upp laupana nokkrum dögum síðan,ónýt.
Helga Kristjánsdóttir, 8.10.2010 kl. 00:01
Liðið spilaði frábærlega. Jóhann hefði að ósekju mátt oftar fara innar áður en hann gaf fyrir. Þær sendingar voru mun hættulegri. Þá var ljóst að Gylfi var með fyrirfram pressu á sér að skora mark, sem er óþarfi. Það var gaman að sjá til hans hvernig hann fer með boltann. Kolbeinn átti nokkra skalla að marki og er full ástæða fyrir þjálfarana að greina af hverju ekkert kom út úr þeim færum. Þá hefðu hreyfingar á milli sóknar og miðju að ósekju mátt verða meiri. Mörkin virkilega góð.
7255 áhorfendur sögðu ,,strákunum okkar" að það var hárrétt ákvörðun stjórnar KSÍ að veðja á U21 liðið. Það er hálfleikur og hárrétt ákvörðun Eyjólfs að sækja í næsta leik.
Sigurður Þorsteinsson, 8.10.2010 kl. 05:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.