9.10.2010 | 22:02
Fer Framsókn í ríkisstjórnina
Við hrunið var ljóst að Samfylkingin vildi út úr ríkisstjórninni. Innan Samfylkingarinnar var strax frá byrjun lítill eða enginn stuðningur frá vinstri armi Samfylkingarinnar að fara í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Hrunið styrkti þennan arm. Sjálfstæðisflokkurinn leiddi ríkisstjórnina en hafði einnig verið lengi við stjórnvöldin, og var því helsti skotspónn stórs hluta almennings. Jarðvegurinn var því til staðar en þá þurfti stuðning frá Framsóknarflokknum, sem var veikur. Óvænt veitti nýr formaður Framsóknarflokksins Samfylkingu og VG stuðning til þess að mynda ríkisstjórn. Djarft spil, sem Framsókn tapaði. Samfylkingunni var ekki treystandi og gamalt hatur á Framsóknarflokknum sem Samfylkingin erfði frá gamla Alþýðuflokknum. Það var ekki bara hér á blogginu sem þetta hatur kom skýrt fram hjá stuðningsmönnum Samfylkingarinnar. Eftir kosningar þurftu Samfylking og VG ekki á Framsókn að halda og spýttu þeim út úr sér eins og sveskjusteini.
Framsókn kom með djarfar hugmyndir og notað óvænt og ný vinnubrögð. Allar tillögur þeirra voru notaðar gegn þeim. Eftirminnilegust er ferð Sigmundar til Noregs. Þessar stöðugu árásir Samfylkingarinnar á Framsóknarflokkinn hafa haft áhrif og hann mælist ekki hátt í skoðanakönnunum.
Það væri vissulega fengur í Framsóknarflokknum í ríkisstjórn. Framsóknarflokkurinn þarf að gera eitthvað til þess að ná upp fylgi. Ef þeir fara aftur uppí hjá Samfylkingu og VG, gæti saga Framsóknarflokksins orðið öll á kjörtímabilinu. Það bendir ekkert til þess að Jóhanna og Steingrímur ætli að taka upp ný vinnubrögð. Var ekki sagt að það sé erfitt að kenna gömlum hundi að sitja. Þessi hundur er afgamall. Eftir þessa stjórnarsetu verður honum lógað.
Mun styðja niðurfærslutillögu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Athugasemdir
Góð lokaorð.
Ragnar Gunnlaugsson, 10.10.2010 kl. 00:10
Einna kröftugasta andstaða á þingi v/ Icesave óværunnar var frá unga fólkinu í Framsókn. Eiga þau að gjalda yfirsjóna gamlingjanna í flokknum,þau eru ekki einu sinni blóðtengd þeim.
Helga Kristjánsdóttir, 10.10.2010 kl. 14:31
Það væri harakiri fyrir Framsókn að far inn í þessa stj.
Get ekki ímyndað mér neina verri ákvörðun fyrir Framsóknarfl.
Samt voru sumir að tala með þessu heyrði ég - einkum framsóknarkonan á Reykjanesi.
En, formaður og meirihluti þinflokks hefur alltaf verið ákveðinn í andstöðu sinni við slíkar hugmyndir.
Það verður ekki af þessu nema skipt sé um forystu.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 10.10.2010 kl. 17:36
Það voru reyndar Sigmundur og Höskuldur sjálfir, sem komu með einhverja lágkúrulegustu persónuárás, sem sést hefur í íslenskri pólitík eftir Noregsför sína og voru eðlilega fordæmdir fyrir það. Þeir gengu svo langt að nánast saka Jóhönnu Sigurðardóttur um landráð með því að hafa óskað eftir því við norsk stjórnvöld að þau tengdu lánveitingu sína til Íslands við samstarf við AGS, sem þá var talið að krefðist lausnar Icesave deilunnar. Síðar kom í ljós að þetta var frá upphafi krafa, sem norsk stjórnvöld gerðu varðandi lánveitingar frá þeim eins og öll hin Norðurlöndin að undanskildum Færeyingum gerðu. Þessi Noregsferð var sýndarmennska frá upphafi enda alla tíð ljóst að þetta var ófrávíkjanleg krafa Norðmanna.
Sigurður M Grétarsson, 10.10.2010 kl. 17:45
Þarna kemur þú með þann sama fyrirfram ómögulegt dóm, sem Samfylkingin hamraði á.
Þ.s. var í gangi, var að Miðflokkurinn sagðir styðja þessar hugmyndir og bað Framsóknarflokkinn um að senda fólk til að tala fyrir þeim hugmyndum.
Þetta snerist um að knýja á um stefnubreytingu hjá norskum stjv.
Ég hef aldrei skilið af hverju Samfóar ákváðu fyrirfram, að þetta væri einhvers konar glæpur af hendi Framsóknarmanna, að gera þessa tilraun.
Kannski var hún líklegri til að mistakast en ekki, en ég sé alls ekki af hverju þetta fór svo óskaplega í taugarnar á Samfóum.
Þarna var verið að reina að vinna að hagsmunum Íslands, og Samfóar reyndu allt sem þeir gátu, til að skaða þeira för - grafa undan henni - gera lítið úr henni.
Engin leið til að vita hvaða áhrif það hafði, - en mjög sennilega beitti Verkamannafl. norksi því fyrir vagn sinnar fyrri afstöðu, og notaði það til að sýna fram á að Íslendingar væru langt í frá sjálfir einhuga um málið - og því engin ástæða fyrir Norðmenn að endurskoða fyrri afstöðu.
Hver veit hvað hefði gerst, ef Samfó hefði þegar tekið jákvætt í þetta - síðan verið óskað formlega við norsk stjv. eftir breyttri afstöðu - jafnvel að Jóhanna sjálf hefði farið þangað og útskýrt málið fyrir Stórþinginu.
Nei viðrbrögð Samfóa voru þ.s var hneykslið í málinu, ekki sendiför Framsóknarmanna.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 10.10.2010 kl. 17:57
Hörð viðbrögð Samfylkingarinnar voru fyrst og fremst vegna þeirrar lágkúrulegu tilraunar Sigmundar og Höskulds að sverta mannorð forsætisráðherra með ásökunum á hana, sem enga stoð áttu í raunveruleikanum.
Norsk stjórnvöld höfðu margoft tekið það skýrt fram við íslensk stjórnvöld að það væri ófrávíkjanleg krafa þeirra að lán þeirra til okkar væru tengd samstarfi okkar við AGS. Norski Miðflokkurinn er smáflokkur og því skiptir afstaða hans litlu. Reyndar sendi Jóhanna fyrirsprn til norskra stjórnvalda um það hvort nokkur von væri um að þetta skilyrði væri fellt út of fékk skýrt svar við því að svo væri ekki.
Þessi ferð hefði ekki fengið þau neikvæðu ummæli, sem hún fékk ef Sigmundur og Höskuldur hefðu látið vera að viðhafa það lágkúrulega persónuníð, sem þeir viðhöfðu gagnvart Jóhönnu.
Sigurður M Grétarsson, 10.10.2010 kl. 18:17
Nafni, ég fann mikla heift út í Framsókn frá vinum mínum úr Samfylkingunni áður en Sigmundur og félagar komu frá Noregi. Þetta skyldi vera vond ferð. Hvernig áttu jafnaðarmenn í Noregi að samþykkja aðstoð við Íslendinga í andstöðu við Samfylkinguna á Íslandi.
Í morgun var sagt í þættinum Sprengisandi að Jóhanna væri mestu vonbrigði vinstrimanna frá manna minnum. Það er öllum ljóst að hún getur aldrei flokkast sem leiðtogi. Mér þykir vænt um Jóhönnu og mér þótti vænt um ömmu mína. Ömmu hefði aldrei dottið í hug að taka að sér að verða forsætisráðherra þegar hún varð að vera 70 ára. Til þess var hún of skynsöm. Hún hefði hins vegar verið meiri leiðtog.
Sigurður Þorsteinsson, 10.10.2010 kl. 21:00
Sigurður - það voru eftir-á viðbrögð, þ.e. þegar þeir voru búnir að vera þarna á fundum með þingmönnum um smá tíma. Að auki, þá komu þær ásakanir er þú vísar til, sem svar við hörðum viðbröðum Samfóa - ef til vill ekki dipló að segja slíkt og örugglega rétt, að það gerði Samfóa enn neikvæðari, en þ.e. punkturinn að þeirra viðbrögð alveg frá byrjun voru neikvæð.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 10.10.2010 kl. 21:53
Einar ég hef aldrei skilið gagnrýnina á Sigmund og félaga vegna þessarar ferðar. Hún var þó viðleitni til að ná árangri, og það virðist fara ótrúlega í taugarnar á einhverjum hluta þjóðarinnar. Þess hluta sem telur best að gera ekki neitt.
Sigurður Þorsteinsson, 10.10.2010 kl. 22:04
Það merkilega í þessu öllu - að ef þú skoðar hvað maður lærði um hina klassísku grunnafstöðu hægri- vs. vinstrimanna. Þá mælist afstaða ríkistj. sem klassík hægri íhald. að mörgu leiti - sbr. að fela bönkunum að afgreiða skuldamál heimila og fyrirt. - afstaðan að það sé ekki hlutverk ríkisins að sjá um slíkt - það að félagasamtök eru að halda uppi fjölsk. sem ekki eiga fyrir mat en ekki ríkið - neita að afskrifa skuldir fyrir heimili vegna þess að það komi bankakerfinu ílla, o.s.frv.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 10.10.2010 kl. 22:15
Sigurður. Það er þvæla að það hafi verið í andstöðu við Samfylkinguna á Íslandi að Norðmenn lánuðu okkur fé án þess að það tengdist samvinnu okkar við AGS. Það hefur einfaldlega verið ófrávíkjanlegt skilyrði Noðrmanna frá upphafi og vori þeir margbúnir að koma þeim skilaboðum skýrt fram við íslensk stjórnvöld áður en Sigmundur og Höskuldur fóru í téða Noregsferð. Því vissu íslensk stjórnvöld frá upphafi að þetta myndi verða fýluferð og litaðist afstaða þeirra til hennar út frá því. Sigmundur og Höskuldur vissu örugglega líka að þetta gengi aldrei eftir og því er alveg ljóst að þetta var sýndarferð til að láta líta svo út að þeir væru að reyna að gera eitthvað, sem stjórnvöld hefðu átt að gera. Þetta var því poppúlismi en ekki raunveruleg tilraun til að fá fram breytta afstöðu frá Norðmönnum.
Það kom meira að segja í ljós að norski þingmaðurinn, sem bauð þeim út og sagðist vera þeirrar skoðunar að Noregur ætti að ekki að vera með skilyrði um samvinnu við AGS varðandi þessi lán hafði sjálfur samþykkt og skrifað upp á þessi skilyrði, sem nefndarmaður í norsku fjárlaganefndinni. Vissulega geta menn skipt um skoðun en þetta virkaði samt ekki mjög trúverðugt.
Sigurður M Grétarsson, 11.10.2010 kl. 10:19
Sigurður þú ert að rugla hér - þetta er afstaða systurflokks Samfó í Noregi, sem er í ríkisstj. og sú ríkisstj. er mynduð af fleiri flokkum. Ríkisstj. geta skipt um skoðun. Þ.e. ekki endilega þannig, að þeirra afstaða sé meitluð í berg.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 11.10.2010 kl. 11:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.