26.10.2010 | 17:24
Eldfimt ástand.
Á leiðinni heim í gærkvöldi kom ég við til þess að taka diesel. Inn kemur ungur maður og segist hafa gleymt kortinu sínu heima, hvort hann fái skrifað. Afgreiðslustúlkan svaraði á afar kurteisan hátt að það hefði hún því miður ekki heimild til. Ungi maðurinn missti stjórn á skapi sínu og öskraði á starfsfólkið að hann óskaði þess að það færi til helvítis. Það var vandræðalegt andrúmsloft næstu þrjár mínúturnar. Við ræddum spennuna í þjóðfélaginu, en einnig að því miður hafa vanskil aukist.
Stuttu síðar var ég á leiðinni upp Breiðholtsbrautina. Fyrir framan mig var gamall fólksbíll. Hann hökti. Loks drap bíllinn á sér. Eftir stutta stund kemur ungur maður út úr bílnum og ung kona sem hafði verið í aftursætinu færir sig í framsætið. Ungi maðurinn byrjar að ýta bílnum en það gengur afar hægt. Fyrir aftan okkur flautar reiður bílstjóri í sífellu. Ég legg bílnum upp á kant, fer út og hjálpa unga manninum. Nú kemst bíll hans á stað, en þetta tekur í.
,,Þakka þér fyrir" segir ungi maðurinn á meðan við reynum að koma bílnum inn á hliðargötu.
,, Ekki málið" segi ég. Við náum að koma bílnum fyrir. Hann hringir, en það svarar ekki.
,, Ertu utan að land"i spyr hann
,, Nei svara ég, en ég skil spurninguna" ..Var í nokkur sumur úti á landi".
,, Hér hjálpar fólk yfirleitt ekki ef eitthvað kemur upp. Ekur bara áfram"
,, Á hvaða leið eruð þið" spurði ég. Þau fengu far upp í Hólahverfi, voru með lítið barn með sér. Á leiðinni féll unga konan saman.
,, Það er allt að rústast" sagði hún. Ég fann til með þessu unga fólki, að byrja sinn búskap í því ástandi sem nú er. Ég fann kvölina sem þessi unga móðir bar með sér. Það var ekta þakklæti sem þessi unga fjölskylda sýndi þegar þau kvöddu.
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Athugasemdir
Átakanlegt! Ég lenti í að gleyma veski heima eftir áfyllingu bensíns í Shell á Suðurlandsbraut. Fékk reikn. sem ég skyldi borga innan viku.Ég fór á öðrum degi greiddi. Fékk síðan bréf frá Intrum,var sem betur fer með kvittunina.Fór í höfuðstöðvar,þar kom skýringin, versl.1011,rak þessa bensínstöð,þetta var í góðærinu. Ég get ekki annað en þakka þér fyrir velviljann, Siggi minn. Þú hefur þá farið dapur,en glaður heim,eftir að hafa rétt hjálparhönd. KV.
Helga Kristjánsdóttir, 26.10.2010 kl. 18:03
Frábært hjá þér..Allt of fáir sýna meðbræðrum sýnum góðvild, þrátt fyrir að við ættum að hafa lært eitthvað núna!
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 26.10.2010 kl. 18:38
Heill og sæll Sigurður; - sem aðrir gestir þínir !
Þakka þér fyrir; það veglyndi, sem drenglyndi, sem þú sýndir unga fólkinu, í raunum þess.
Þú ert; maður að meiri.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 18:59
Ég geri orð Óskars að mínum. Vel orðað hjá Óskari.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 26.10.2010 kl. 19:49
Hættulega eldfimt ástand, sem gengur nærri tilfinningaskalanum.
Þó yfirbragðið og viðmótið sé stundum kalt hjá okkur, þá er enginn ósnortinn þegar kemur að mannlegri reisn.
Það eru margar ungar fjölskyldur örvinglaðar um þessar mundir.
Hjálpsemi, hlý orð og bros, geta dimmu í dagsljós breytt.
Kveðja að westan.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 26.10.2010 kl. 20:59
Góður..
hilmar jónsson, 26.10.2010 kl. 22:44
Kæru vinir. Það ekkert stolt í hjarta mér, fyrir að gera það sem mér bar sem samfélagsþegni. Það sem sker eru þrjú orð sem unga konan sagði.
,,Guð minn góður"
Ég spurði ekki um aðstæður þessa fólks. Leikskóli í vetrarbyrjun, enginn bíll. Hvaða aðstoð hefur þetta fólk. Dró þá ályktun að það væri af landsbyggðinni annað eða bæði. Fann að fjárhagstaðan var afar erfið. Verður viðgerð bílsins borguð af matarpeningunum. Hvað geri ég til þess að með mína reynslu og þekkingu til þess að bæta stöðu þessa fólks, og reyndar þess fólks sem á í erfiðleikum. Það er kominn tími til þess að taka ærlega til hendinni.
Ég hef ákveðið að gera eitthvað í málunum.
Sigurður Þorsteinsson, 26.10.2010 kl. 23:05
BÓT var með fund í gærkvöldi. Þar komu fram sláandi upplýsingar. Þar var sýnt hvernig hægt er að láta 123þúsund krónur duga út mánuðinn.
http://www.svipan.is/?p=15267
Margrét Sigurðardóttir, 27.10.2010 kl. 08:59
Margrét svo halda menn framað þetta sé stjórn sem leggi alla áherslu að verja rétt þeirra sem minnst mega sín.
Sigurður Þorsteinsson, 27.10.2010 kl. 17:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.