4.12.2010 | 22:22
Sjálfsniðurlæging
Það þarf ákveðinn manndóm til þess að biðjast afsökunar á mistökum sínum. Staðreyndin er sú að sé það gert af heilum hug, er yfirsjónin fljótt gleymd. Ef afsökunarbeiðninni fylgir hins vegar að gerandinn beri ekki ábyrgð á yfirsjóninni, sökin sé annarra eða leitast er til að fá vorkunn hjá þeim sem afsökuninni er beint að, er betra að biðjast ekki afsökunar. Virðing afsökunarbeiðandans er komin niður á aumingjastigið.
Hvenær hafa forystumenn Samfylkingarinnar haft manndóm til þess að bera ábyrgð á nokkrum sköpuðum hlut? Allt er öðrum að kenna. Nú er afglöpin ekki Samfylkingunni að kenna, heldur að hafa farið í ,,trans" í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn, og því var það Sjálfstæðisflokknum að kenna að Samfylkingin gerði mistök. Samfylkingin var undir ,,áhrifum" frá Sjálfstæðisflokknum.
Ég sendi vinum mínum úr Samfylkingunni samúðarkveðjur. Það hlýtur að vera skelfilegt að sitja upp með flokksforystu sem ekki getur gert nokkurn skapaðan hlut rétt.
![]() |
Samfylkingin biðst afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10
Athugasemdir
Þetta er væl að aumustu sort því miður....
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 4.12.2010 kl. 23:21
Tek undir með Ingibjörgu Guðrúnu Magnúsdóttur. Er þó ekkert hissa. Þessi mannfyrirlitningar tónn hefur oft birst mér, bæði frá þér og öðrum, sem blindaðir eru af sama hatrinu og heiftinni til samborgara, sem ekki deila sömu skoðunum og þú. Aumari færslur en þessi, eru vandfundnar á netinu. Af mörgu er þó að taka. Hvaðan kemur þér öll þessi fyrirlitning og hatur á samborgurum þínum? Ertu ekki kennari? Ertu hæfur til þess starfa með alla þessa fyrirlitningu í farteskinu? Hefði ég eitthvað um það að segja: Mundi ég reka þig á staðnum! Fólk yfirfullt af mannfyrirlitningu á ekki að starfa á kostnað ríkisins og þess fjölda fólks sem það fyrirlítur og lítur niður á.
Flóknara er það nú ekki!
Björn Birgisson, 5.12.2010 kl. 00:33
Ég verð nú að segja miðað við þessa athugasemd þína Björn að "margur heldur mig sig".
Gunnar Heiðarsson, 5.12.2010 kl. 02:49
Ég tek undir orð þín en mér sýnist að þau eigi við fleiri en forystumenn Samfylkingarinnar enda fer þeim fjölgandi sem eru þeirrar skoðunar að nú sé kominn tími til að gefa öllum stjórnmálaflokkunum endurhæfingarfrí frá ráðherrastólunum. Vert er að benda á þessa áskorun í því sambandi: http://utanthingsstjorn.is/
Rakel Sigurgeirsdóttir, 5.12.2010 kl. 05:33
Kæri Björn, fyrir þér er að sumir séu jafnari en aðrir, jafnaðarmennska. Ég geri hins vegar kröfu til Samfylkingarmanna að þeir sitji við sama borð og aðrir. Um það erum við víst, ekki sammála. Þú vilt fá aumingjaafslátt, en á verðið þið að sýna fram á slappleikann. Skrif þín ein og sér duga ekki til, þó þau fari langt með það.
Innan Samfylkingarinnar er mikið af góðu fólki, og mörgu þeirra verður misboðið með þessari afgreiðslu. Þeim var líka misboðið með að Geir væri sá eini sem færi fyrir Landsdóm.
Annars fékk ég til mín nemanda úr Grindavík sem fjallaði um kennslu á Suðurnesjum. Það var ekki há einkunn sem hann gaf einstaka kennurum. Svo gapa menn.
Sigurður Þorsteinsson, 5.12.2010 kl. 21:09
Æiiiiiiiiiiiiiiiiiiii, seint ætlar þér að batna, vonum þó hið besta, minn kæri Sigurður. Þú ert örugglega frábær 30% kennari. Veistu hvað það þýðir?
Björn Birgisson, 5.12.2010 kl. 21:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.