Silfur Egils tekur upp hlutleysisstefnu.

Silfur Egils hefur að sögn, ósaðfest, ákveðið að taka upp hlutleysisstefnu. Þátturinn hefur í vaxandi mæli snúist um að draga  fólk í þáttinn sem er sammála þáttastjórnandanum Agli Helgasyni. Gestir verða að vera  á línu mitt á milli VG og Samfylkingar. Áður fyrr kom oft fyrir að vart yrði við gagnrýna hugsun í þáttunum, en slíkt þekkist vart lengur.

Ég er alveg hættur að horfa á Silfur Egils í beinni. Stundum koma góðir gestir hjá Agli, en meir og meir minnir Egill mig á stelpurnar sem eltu hljómsveitirnar hér í gamla daga. Þær gerðu allt til þess að vera í návist stjarnanna, komu líka naktar fram. Egill slefar og kinkar kolli allt eftir því sem ,, mikilmenni hans" óska eftir, e.t.v. kemur hann líka nakinn fram. 

Í dag kom Jón Baldvin í heimsókn. Til þess að halda jafnvægi ætlar Egill að sögn, að fá Davíð Oddson í heimsókn næst. Sama hversu trúgjarn ég er, trúi ég ekki, alls ekki. Næsti bókadómari verður  annað hvort Steingrímur Sigfússon eða Svavar Gestsson. Það tónar  við Silfur Egils. Ég trúi ekki á hlutleysisstefnu Egils Helgasonar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Egill er hættulegur og fer í sögubækurnar sem landráðamaður spái ég

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 00:41

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Er hætt að horfa á Silfrið,að minnsta kostií bili. 

Helga Kristjánsdóttir, 6.12.2010 kl. 01:11

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Aðalspursmálið er hvort Jón Baldvin var ekki skeleggur og skemmtilegur, með fullt af áhugaverðum hlutum til að ræða um. Hann er ekki ritstjóri á fjölmiðli þannig að það er ekki hlutleysi að hafa Davíð syngjandi LÍÚ söngvana allsstaðar.

Gunnlaugur B Ólafsson, 6.12.2010 kl. 04:23

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Heill og sæll Gunnlaugur. Við leggjum allt aðra meiningu í orðið hlutleysi. Það er sannarlega rétt hjá þér að Jón Baldvin getur verið skeleggur og skemmtilegur, en það getur Davíð Oddson sannarlega verið líka. Hvorki Jón eða Davíð eru hins vegar hlutlausir.

Góður þáttastjórnandi verður hins vegar að halda sínum persónulegu skoðunum til hlés, þarf fyrst og fremst að vera gagnrýninn. Ef þáttastjórnandi fer að velja inn lið, til þess eins að koma fram eigin skoðunum er hann ekki hlutlaus. Þá er hann að misbeita valdi sínu. Misbeita fjórða valdinu.

Sigurður Þorsteinsson, 6.12.2010 kl. 09:24

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Silfrið var lengi minn uppáhalds þáttur og ég vildi ógjarnan missa af honum fyrstu árin. Ég hef algjörlega misst áhugan og það er orðið þó nokkuð síðan.

Það vantar nýja spjallþáttakóng á Íslandi. Ég mæli með Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni. Honum yrði vel treystandi til að fá andstæðar skoðanir í þátt sinn og raunar er Hannes í essinu sínu með slíkum viðmælendum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.12.2010 kl. 14:02

6 Smámynd: Gunnlaugur I.

ESB-Silfrið glóir ekki lengur og þættirnir hans eru uppfullir af áróðri fyrir ESB og Evru og fyrir Samfylkinguna og þeirra fræðimenn.

Því nenni ég nú líti að horfa á þetta sífellda áróðurs raus.

Manni blöskrar svo að þetta sé látið líðast hjá ríkisreknum fjölmiðli sem á að gæta hlutleysis og jafnræðis lögum samkvæmt. 

Gunnlaugur I., 6.12.2010 kl. 15:08

7 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Hlutleysisstefna RÚV er almennt orðin heldur einkennileg. Þegar samkomulag ríkisstjórnarinnar við banka og lífeyrissjóði var opinberað á föstudaginn fjallaði fréttaskýringaþátturinn Spegillinn um málið. Við hvern var rætt? Jú Þórólf Matthíasson, prófessor, sem er orðinn þekktur fyrir að verja allt sem ríkisstjórnin segir og gerir - óháð hvort það er rétt hagfræðilega eður ei. Er þetta bara eðlilegt? Af hverju var ekki rætt við aðra?

-----

Mér finnst Egill fínn þáttastjórnandi og maðurinn er bráðvel gefinn. Honum hefur hins vegar tekist illa upp með að halda jafnvægi milli hægri og vinstri (þ.m.t. í Evrópumálunum) í sínum þætti.

Guðmundur St Ragnarsson, 6.12.2010 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband