21.12.2010 | 10:09
Dónaskapur í Bónus
Mér fannst það mjög óviðeigandi að Jón Ásgeir og fjölskylda ætti áfram Bónus eftir hrun. Fór að færa innkaup yfir í Krónuna, og hef líkað betur og betur. Í gær fór ég og keypti smotterí í Bónus. Á undan mér er kona um sextugt. Á leiðinni til þess að setja í poka rekur hún olnbogann í bríkina þar sem kvittað er undir og við það fellur penni í gólfið. Þegar kemur að því að borga réttir afgreiðslustúlkan henni kreditkortastrimilinn til undirskriftar. Mér til mikillar undrunar sprakk konan af bræði.
,, Með hverju á ég að skrifa. Heldurðu að ég skrifi undir með höndunum. Bónus ræður bara inn útlendinga og vesalinga til vinnu" Sagði konan mjög hranalega.
Afgreiðslustúlkan brosti vandæðalega og náði í nýjan penna.
,, Það er lágmarkskrafa að þið hafið hugsun á því að hafa penna fyrir okkur þegar við eigum að skrifa undir". Hreytti konan út úr sér.
Aftur brosti afgreiðslustúlkan, en ég sá að henni leið ílla. Hún brosti aum til mín og byrjaði að renna vörunum mínum í gegn.
,, Hvernig finnst þér svona framkoma" spyr konan mig allt í einu.
,,Sjáðu" sagði ég og bennti konunni að koma til mín
,,Sjáðu pennann þarna á gólfinu. Þegar þú fórst fram hjá bríkinni áðan, rakst þú þig í pennann og hann datt niður. Svo svívirtir þú stúlkuna fyrir að það væri ekki penni til staðar".
Konan varð afar vandræðaleg.
,,Þetta eru útlendingar " sagði konan
,, Ef hún er erlend, þá á hún jafn mikinn rétt á afsökunarbeiðni"
Það kom mér ekki á óvart að konan strunsaði út með pokana sína. Hafði ekki manndóm til þess sýna iðrun.
Við mættum sýna smá kærleika í samskiptum okkar í jólaösinni, líka við afgreiðslufólkið sem nú vinnur undir miklu álagi.
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Athugasemdir
Mikið er ég sammála.... Bónus eða ekki Bónus. Fólkið sem þar vinnur er bara venjulegt fólk sem er að vinna fyrir sér og sínum. Ég á dóttur sem vinnur þar í einni búðinni sem aðstoðarverslunarstjóri og þekki því dálítið til. En það verður alltaf til svona fólk eins og konan atarna. Því miður.
Gleðileg jól til þín og þinna Sigurður.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 21.12.2010 kl. 10:57
Gott hjá zigga.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 21.12.2010 kl. 12:19
Það eru langir vinnudagar hjá fólki í verslunum nú í desember og mikið álag. Þessi saga sjálfsagt ekki einsdæmi. Sorglegast þó hvernig konan talar um " útlendinga"
Jón Atli Kristjánsson, 21.12.2010 kl. 13:06
Þessi kona er martröð hvers starfsmanns í verslun.
Hún verður sér til algerrar skammar og niðurlægingar - vegna rasisma.
Takk fyrir að deila með fleirum.
Ragnheiður , 21.12.2010 kl. 14:59
Sigurbjörg starfsfólkið í Bónus hefur ekkert með Jón Ásgeir að gera, en mér skilst að einhverjir taki út reiði sína á starfsfólkinu. Óska þér og þínum gleðilegra Jóla.
Fékk upphringingu frá starfsmanni hjá Bónus og hann sagði mér að svona leiðindi við starfsfólk væri daglegt brauð. Kassastarfsmennirnir laumast síðan inn á lager og sumir sparka í kassa til þess að fá útrás því þeim er uppálagt að svara ekki fyrir sig.
,,Einn starfsmaður minn sem er dúx í framhaldskóla varð að brosa þegar eldri kona sagði við hana að það væru heimskustu krakkarnir sem enduðu á kassa hjá Bónus. Hún er að vinna í jólafríinu, og langaði að segja við konuna, hvað ertu að bulla kerlingarugla , en fallega brosið varð að duga.
Sigurður Þorsteinsson, 21.12.2010 kl. 16:38
Já það er ljótt hversu illa margir koma fram.
En mér er spurn. Ef óskað væri eftir starfsfólki í Auswitch útrýmingarbúðir heldurðu að margir myndu sækja um starf ? Svona fyrst fólk bendir hérna góðfúslega á það að starfsfólk hafi ekkert með Jón Ásgeir að gera. Staðreyndin er hinsvegar sú að fólk vinnur fyrir manninn og fólk verslar við hann. Siðferðisvitundin er greinilega ekki jafn djúp hjá flestu fólki eins og hún er hjá þér :)
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 16:47
Arnar, nú held ég að Jón Ásgeir eigi ekki lengur Bónus. Annað mál er með Fréttablaðið og Stöð 2. Það réttlætir ekki slæma framkomu við starfsfólk, að eigandinn sé vafasamur.
Sigurður Þorsteinsson, 21.12.2010 kl. 17:00
Jól eða Sól, framkoma konunnar var viðurstyggileg og ber innræti hennar slæmt vitni.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 21.12.2010 kl. 17:46
Frábær færsla, Sigurður. Gott hjá þér að reyna að kenna konunni að haga sér betur.
Það er sorglegt hversu djúpt myrkruð í sálum sumra er. Vonandi birtir til hjá þessari vesalings konu og öðrum sem eru á hennar auma plani.
Hörður Þórðarson, 21.12.2010 kl. 18:09
Já fallega BROSIÐ, það verður altaf ofaná.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 21.12.2010 kl. 20:23
Rétt Sigurður, kærleikur er allt lífið, hvar værum við án hans?
Tryggvi Þórarinsson, 21.12.2010 kl. 20:38
Hæ, og takk fyrir að segja frá þessari reynslu. En mín reynsla er sú, að sextugar kellingar eru erfiðustu og leiðinlegustu kúnnar sem þú getur fengið. Vann einu sinni í skóbúð og þekki þetta vel. Karlmenn eru yfirleitt bestu kúnnarnir, og eru yfirleitt ekki með nein læti.
Konur sem vinna á kassa í Bónus, lenda oft í því: svona kellingum eins og þú lýsir og svo fólki sem reynir að hlunnfara kassastarfsmanninn með því að segjast hafa borgað með 5 þúsund kalli o.s.frv.
Það er mikilvægt að útrýma fordómum i okkar samfélagi. Sér í lagi fordómum gagnvart nýbúum.
Ingibjörg Magnúsdóttir, 22.12.2010 kl. 01:58
Góðan daginn hér. Ingibjörg ætli ég sé sloppin..Ég er 63 ára....Nei sem betur fer eru ekki allir svona. En það er satt að kynsystur mínar á þessum aldri eru dulítið oft viðskotaillar..
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 22.12.2010 kl. 09:11
Ég vann sjálfur á kassa í stórmarkaði fyrir mörgum árum og tek undir það að konur eru erfiðari viðskiptavinir að jafnaði en karlmenn. Líklega hefur það að gera með meira álag vegna heimilsstarfa.
Einn föstudagseftirmiðdaginn var ég orðinn pirraður á því að fólk liti á mig sem hluta af vélbúnaðinum. Ég bauð fólki alltaf góðan dag en fékk oft ekki einusinni augnatillit til baka, hvað þá kveðju. Mælirinn fylltist hægt og rólega þar til svo var komið að ég bauð viðkiptavini (konu) góðan dag. Hún leit ekki á mig en hélt áfram að henda vörum upp á færibandið, svo ég beið. Og beið lengur. Karlkyns viðskiptavinur fyrir aftan hana í röðinni sá hvað var á seiði og glotti mikið. Á endanum leit konan skömmustulega á mig og muldraði "góðan dag", og við það fór ég að renna vörunum hennar í gegn. Þetta gerði ég svo út þennan föstudag og enginn kvartaði undan þjónustunni og ég vann áfram hjá þessari verslun í nokkurn tíma.
Axel Þór Kolbeinsson, 22.12.2010 kl. 10:24
Ekki beint hægt að segja að þessi blessaða kona hafi verið í Jólaskapi. En því miður held ég að þetta sé ekki stakt dæmi. Ég hefi oft orðið vitni að svona dónaskap í viðskiptavinum í þessum stórmörkuðum. Og þá sérstaklega þegar rætt er við og um starfsmenn af erlendum uppruna.
Virkilega orð í tíma töluð hjá þér Sigurður.
Magnús Helgi Björgvinsson, 22.12.2010 kl. 10:31
Siggi í Bónus á Smiðjuvegi verslaði ég oftast,þar komu aldrei leiðindi fyrir utan einu sinni.----Gott hjá þér að benda konunni á brussuganginn í sér. Einhverju sinni sem oftar,renndi ég bíl mínum í stæði. Gætti þess að bíllinn væri innan hvítu línanna,sem afmarka venjulega breidd bíla. Við hliðina hafði glæsikerru verið lagt,en annað framhjólið vel yfir strikinu. Kemur ekki "lord",með kúluhatt út úr versluninni og byrjar að bísnast og tuða um,að það sé bara ekki hægt að komast að bíl sínum með vörur,vegna klaufalega og illa lögðum bílum. Þar sem hann hætti ekki,benti ég honum á að hann hefði lagt sínum bíl á undan mér,en ég lagt nákvæmlega eins og ætti að gera(sýndi honum soldið stríðin). Vá!!þá fékk ég dembuna yfir mig með orðbragði,sem rónar hefðu skammast sín fyrir. Það getur legið reglulega illa á fínu köllunum. Ég lét hann ekkert eiga hjá mér. Var eftir allt ekkert betri en ég var ekki að þjónusta skarfinn,þótt hann gæfi mer nú starfsheitið gála.
Helga Kristjánsdóttir, 23.12.2010 kl. 03:33
Það er ósanngjarnt að skella skuldinni á konur um sextugt. Ókurteisi spyr ekki um aldur. Nú er bara að vera kurteisin uppmáluð fram að jólum, sýna tillitsemi og þá kemur þetta allt til baka til okkar.
Sigurður Þorsteinsson, 23.12.2010 kl. 11:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.