Aumyrkjavæðing

Það er þekkt að þegar atvinnuleysi er mikið fjölgar öryrkjum. Ein ástæðan er að niðurlægingin að vera atvinnulaus er svo mikil fyrir marga að þeir velja fremur að verða öryrkjar en atvinnulausir. Önnur ástæða er að ástand atvinnulausra hrekur fólk í þunglyndi og aðra alvarlega sjúkdóma.

Arni Páll Árnason fyrrverandi félagsmálaráðherra stóð sig vel í því að beita sér fyrir átaki fyrir ungt atvinnulaust fólk. Atvinnuleysi má ekki verða að lífstíl. 

Það er full ástæða að taka upp umræðu um vinnuskildu, eða framlagskildu atvinnulausra. Næg eru verkefnin. Allt of oft heyrist frá atvinnurekendum að starfsfólk fáist ekki í hin eða þessi verkefnin. Bæturnar mega aldrei verða til þess að draga úr viljanum til þess að leggja hönd á plóg, fyrir land og þjóð. 

Þeir öryrkjar sem hægt er að koma til verka að nýju, þarf að hjálpa til slíks. Þegar ástandið batnar þá verður aftur skortur á vinnuafli. Þá er hætta á að þeir sem eru orðnir öryrkjar eða aumyrkjar komist ekki aftur á stað. 

Ég geri greinarmun á öryrkjum og aumyrkjum. Þeir sem sannarlega eru öryrkjar eiga skilið að fá mannsæmandi stuðning. Aumyrkjunum þarf að koma á fætur á ný. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Það væri ágætt að fá að vita hvernig þú skilgreinir aumyrkja.

Vendetta, 23.12.2010 kl. 09:39

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Öryrkjar eru einstaklingar sem vegna veikinda, fötlunar eða meiðsla ekki geta tekið þátt í vinnu, að fullu eða hluta. Flestir vilja stuðla að fjárhagslegu öryggi þessa hóps og veita þeim aðstoð til þess að geta lifað mannsæmandi lífi. Svo er hópur sem ekki uppfylla skilgreiningu um öryrkja en lauma sér inn í öryrkjahópinn, til þess að fá fjárhagslegan ávinning og öryggi. Það skerðir réttindi öryrkja og veikir vilja samfélagsins til að aðstoða þá sem aðstoðar eru þurfi. Margir aumyrkja geta unnið en margir þeirra koma sér hjá vinnu þótt hún bjóðist. Aumyrkjahuguanrhátturinn hefur tekið yfir.

Sigurður Þorsteinsson, 23.12.2010 kl. 10:03

3 Smámynd: Vendetta

Hvernig getur hópur sem ekki uppfyllir skilgreiningu um öryrkja laumazt inn í öryrkjahópinn? Eftir því sem ég veit bezt, þá er gert örorkumat á hverjum og einum. Þeir sem ekki standast það mat, fá ekki örorkubætur. Svo vil ég benda á að það er varla hægt að lifa af örorkubótum, svo að það fer enginn af ástæðulausu á örorku.

Vendetta, 23.12.2010 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband