23.12.2010 | 10:34
Maður ársins 2010
Nú þegar líða tekur að áramótum er ekki úr vegi að finna mann ársins 2010. Marinó Njálsson kemur strax upp í hugann hjá mér. Baráttumaður í Hagsmunasamtökum heimilanna, sem reyndi eftir mætti að fara með mál án æsings og uppþota. Hagsmunasamtök heimilanna áunnu sér virðingu með þessari leið, stjórnvöld voru einfaldlega í vondum málum.
Þegar líða fór á árið kom útspil austurblokkar velferðarstjórnarinnar og tveir fjölmiðar svöruðu kallinu. Persónuleg fjármál Marinós voru gerð tortryggileg og hann dró sig í hlé frá stjórnarstörfum hjá Hagsmunasamtökum heimilanna. Þöggunaráætlun stjórnvalda náði þó ekki tilætluðum árangri því fjölmargir komu fram og lýstu fyrir stuðning við Marinó. Hér á blogginu heldur hann áfram og það segir mér svo hugur að stjórnvöld muni gjalda fyrir ofbeldi sitt þegar í upphafi næsta árs.
Lýðræði er oft metið eftir því hversu auðveldlega fólk getur sett fram gagnrýni og nýjar áherslur í skoðunum án þess að vera refsað fyrir í einhverju formi. Slíkt refsingarferli er kallað þöggun. Svo verðum við að meta hvert og eitt hvort slíkt þekkist í okkar þjóðfélagi.
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Athugasemdir
Sammála, Marinó Njálsson kemur fyrst upp í hugann þegar minnst er á hver er maður ársins 2010.
Birgir Viðar Halldórsson, 23.12.2010 kl. 10:48
Ekki forsetinn?
Björn Birgisson, 23.12.2010 kl. 12:19
Þú segir nokkuð Björn. Ólafur neitaði að skrifa undir lögin um Icesave og gaf þjóðinni tækifæri á að kolfella samninginn. Tek undir með þér Ólafur er líka mjög verðugur fulltrúi.
Sigurður Þorsteinsson, 23.12.2010 kl. 13:50
En ofuramman í Sandgerði? Hún fékk með sér þvílíka bylgju samúðar og réttlætis!
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 23.12.2010 kl. 20:16
Ég er sammála Birni af þrem ástæðum:
Aldrei hef ég kosið Ólaf en ætla að gera það nú og kjósa hann mann ársins og þar með þakka honum fyrir hans þátt í þessu Icesave máli.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 23.12.2010 kl. 23:00
Ofuramman verður að fá sérstaka heiðursviðurkenningu, maður ársins er of lítil viðurkenning.
Sigurður Þorsteinsson, 24.12.2010 kl. 02:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.