Útskriftin í meistaranáminu í pípulögn.

Ungur pípulagningarmaður var að útskrifast úr meistaranámi í greininni. Til hafði staðið að byggja við sumarhús fjölskyldunnar og var hann boðaður á samráðsfund upp í bústað. Þegar þangað var komið voru dregnar upp teikningar að viðbyggingunni sem átti að vera með gólfhita, og svölum sem einnig áttu að vera upphitaðar. Það runnu tvær grímur á pípulagningarmeistarann þegar hann sá hvernig lagnir voru teiknaðar og gerði hann strax athugasemdir. Þegar athugasemdir hans fengu ekki neinar undirtektir fauk í hann, og hann öskraði á liði.

,, Hvers konar bjánar eru þið. Það fer allt til andskotans í þessu húsi, ef þið leggið þetta svona. Ég er sá eini sem hef einhverja þekkingu á málinu. Væri ekki nær að ég teiknaði og kæmi með tillögurnar og þið kæmuð síðan með athugasemdir."

,,Hvaða æsingur er þetta, sagði hagfræðingurinn bróðir hans. Þér fannst ekkert atriði að Lilja Mósesdóttir kæmi að fjárlagafrumvarpinu, hún er þó sú eina innan VG sem hefur faglega þekkingu á málinu". 

,,Ég nenni þessari vitleysu ekki. Í menntun er verið að taka saman reynslu og þekkingu áratuga. Þið segið með framkomu ykkar að það skipti engu máli", sagði pípulagningameistarinn ungi og rauk á stað út.

Þá lyftu ættingjarnir upp bjórnum og sögðu: ,, Til hamingju með útskriftina, nú ertu orðinn sannur meistari". 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þetta er góður boðskapur Sigurður, hvort sem sagan er sönn eður ei.

En hún segir ansi mikið.

Jón Ríkharðsson, 28.12.2010 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband