31.12.2010 | 09:36
Ofurjafnaðarmennska í Kópavogi.
Á góðæristímum er tilhneigingin að slaki verði í rekstri sveitarfélaganna. Lúxus hér og gæluverkefni þar. Fólk er ráðið í verk, sem engin sérstök ástæða er að sinna, ef einhver peningur er til er honum eytt. Í samanburði við skóla í nágrannalöndum okkar er hér mikil ofmönnun t.d. í skólum og leikskólum. Í fjárhagsáætlun Kópavogs fyrir 2010 hefði þurft að hafa manndóm til þess að skera niður. Það höfðu bæjarfulltrúarnir ekki og til þess að ná jafnvægi í rekstri bæjarins settu þeir 1 milljarð í sölu lóða. Nokkuð sem allir hugsandi menn teldu fjarstæðu. Niðurstaðan er 700 milljóna innskil lóða umfram sölu. Hér var því um hreina fölsun að ræða. Guðríður Arnardóttir tók þátt í fjárhagsáætlanavinnunni og vildi fá fram eitthvað sem tæki í, og náði fram að láta eldri borara greiða í sund. Eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu.
Ný fjárhagsáætlun hefur enn meiri Guðríðaráhrif, það er að níðast á þeim sem erfitt eiga að bera hönd fyrir höfuð sér. Nú er ráðist að ungum barnafjölskyldum og er hækkun fyrir þær fjölskyldur sem eiga eitt barn í leikskóla og annað í grunnskóla og nota dagvistun um 150 þúsund á ári.
Við skulum skoða hvort bæjarfulltrúarnir skera niður hjá sjálfum sér. Nei, aldeilis ekki:
1. Í góðærinu var ekki talin ástæða til þess að bæjarfélagið borgaði síma bæjarfulltrúana, nú skal það gert.
2. Stofnað er sérstakt Framkvæmdaráð, á tímum sem engar framkvæmdir eru. Eina sjáanlegi tilgangurinn er að hækka laun bæjarfulltrúana Guðríðar Arnardóttur, Ármanns Ólafssonar og Guðnýjar Dóru Gestdóttur. Um er að ræða fordæmislaust dæmi í sögu sveitarfélaganna. Hefði ekki verið nærað ef bæjarfulltrúarnir eru aðþrengdir að þeir færu í röðina hjá Fjölskylduhjálp Íslands eins og aðir
3. Til þess að toppa siðleysið fara þau Hafsteinn Karlsson, Guðríður Arnardóttir frá Samfylkingu og Ólafur Gunnarsson frá VG að sveitarfélagið borgi fyrir þau lögfræðikostað þeirra í einkamáli.
,,Í áliti frá Lagastofnun Háskóla segir m.a. Þótt ýmislegt sé óljóst um heimildir sveitarfélaga til að greiða slíkan kostnað umfram skyldu má ætla að dómstólar myndu játa þeim slíka heimild ef á reyndi. Beiting slíkrar heimildar skapar hins vegar örðug álitamál í ljósi jafnræðisreglna og skapar fordæmi sem leitt gætu til þess að játa yrði öðrum en kjörnum fulltrúum sambærilega aðstoð".
Þetta þýðir að ef Kópavogbær greiðir lögfræðikostnað fyrir bæjarfulltrúana er vel mögulegt að sveitarfélagið verði skikkað að borga lögfræðikostnað í einkadómsmálum allra bæjarbúa, af jafnræðisástæðum!
Í Kópavogi hefur meirihlutinn innleitt nýtt siðferði, ,, að sumir séu jafnari en aðrir".
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Athugasemdir
Það mætti reka helminginn af yfirmönnum í Félagsþjónustu Kópavogs, enda er valdníðslan gífurleg.
Vendetta, 31.12.2010 kl. 21:04
Þau áttu þá erindið í bæjarráðið!!!!
Helga Kristjánsdóttir, 1.1.2011 kl. 21:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.