9.1.2011 | 22:33
Mótmælti Birgitta þá?
Birgitta Jónsdóttir sat í þingmannanefnd Alþingis til þess að fjalla um rannsóknarskýrslu Alþingis. Niðurstaða þeirrar nefndar var að
Rannsóknarnefnd Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í skýrslu sinni að þrír ráðherrar hefðu sýnt af sér vanrækslu í starfi með vítaverðu gáleysi. Voru tölvupóstar Geirs m.a. skoðaðir. Finna þarf á hvaða vettvangi Birgitta Jónsdóttir mótmælti þessari aðför. Það hlýtur hún að hafa gert oft og hressilega.
Sjónarmiðum komið á framfæri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Athugasemdir
Birgitta Jónsdóttir er bara léleg "portkona" íslenskra stjórnmála. Krefst þess að aðrar reglur skuli gilda um sig en annað fólk. Þannig er það nú ekki í frjálsa og opna samfélaginu. Þeim reglum verður hún að una, en er greinilega ósátt við það. Hún krefst forréttinda fyrir sig. Þau geta bara ekki verið í boði, eða hvað?
Gústaf Níelsson, 9.1.2011 kl. 23:38
Birgitta vann sína vinnu í umboði Alþingis íslands. Verið var að meta hvort ásakanir á hendur Geir um lögbrot væru líklegar til sakfellingar eða ekki. Á grundvelli hvaða ásakana á hendur Birgittu er verið að skoða tölvupósta hennar Sigurður? Hver hefur ásakað hana um lögbrot?
Svanur Gísli Þorkelsson, 10.1.2011 kl. 01:29
Hvað er " portkona " Gústaf ?
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 10.1.2011 kl. 02:11
Svanur, ég held að mjög mörgum hafi verið brugðið að það hafi verið farið inn á tölvupósta ráðherra. Þeir væru einkamál viðkomandi.
Wikileaks gerir út á það að upplýsa það sem á að vera trúnaður. Varðandi t.d. bandaríska herinn er það örugglega álitið alvarlegt lögbrot. Birgitta hefur opinberlega gefið út að hún vinni með samtökunum og er því örugglega álitin vinna að, hvetja til eða taka þátt í lögbrotum í Bandaríkjunum. Í ljósi þess er farið fram á að fara inn á tölvupósta hennar.
Sigurður Þorsteinsson, 10.1.2011 kl. 06:33
Þetta er eins og að bera saman epli og appelsínur Sigurður. Eitt er innanríkismál, annað utanríkismál.
Eitt fjallar um rannsókn á glæp sem Alþingi hefur ákveðið að lögsækja viðkomandi fyrir, Birgitta hefur ekki verið ásökuð fyrir neinn glæp, hvorki formlega eða óformlega.
Eitt varðar upplýsingar aldrei voru gerðar opinberar, Wikileaks upplýsingarnar eru um leynimakk þjóða og fyrirtækja og yfirhylmingu þeirra á málum sem varða hagsmuni almennings og sem vissulega hafa verið gerðar opinberar, eða verða það á næstunni.
Í einu er lögsagan og umboðið til rannsókana skýrt, varðandi Birgittu og Wikileaks er hún það ekki, o.s.f.r.
Svanur Gísli Þorkelsson, 10.1.2011 kl. 09:03
Svanur ef Birgitta er grunuð um refsivert athæfi í Bandaríkjunum, þá verður hún að svara fyrir það hvort sem okkur líkar betur eða verr. Okkur finnst það vera algjörlega ósæmandi að rannsóknaraðilar í Bandaríkjunum fari inn á tölvupósta íslenskra þingmanna og ráðherra. Hins vegar getur verið að þeirra löggjöf heimili þeim slíkan gjörning ef grunur er um að sérstök lög séu brotin. Mér fannst það óhæfa þegar farið var inn á tölvupósta Geirs Haarde og fleiri ráðherra, og teldi það líka óhæfa ef farið yrði inn á tölvupósta annarra íslendinga. .... nema þá, um mjög alvarleg brot séu að ræða
Umræðan um þetta mál fjallar víst um vondu Bandaríkjamennina , og góðu ..... Svo fara menn inn í moskurnar sínar í hádeginu með rauðu flöggin sín og umla um lýðræði, jafnrétti og bræðralag. Þar sem sumir eru löngu orðnir jafnari en aðrir.
Sigurður Þorsteinsson, 10.1.2011 kl. 10:54
Ekki vil ég tjá mig mikið um þetta Birgittu mál, en bendi þó á að þeir sem telja að öllum meðulum megi beyta í nafni gagnsærrar umræðu og réttlætis, verða að vera tilbúnir til að leggja allt sitt á borðið sjálfir.
Þetta á við um Birgittu, ef hún vill geta notað og beytt öllum þeim upplýsingum sem hún kemst yfir, í þágu réttlætis, verður hún að vera tilbúin að hennar eigin gögn séu skoðuð.
Þetta á einnig við um Bandaríkin, ef þau telja að þau eigi að hafa öll sín gögn í friði og enginn megi sjá þau, ættu þau að láta gögn annara í friði!!
Ég er persónulega mjög hlyntur gagnsæji, en þó er ekki hægt að beyta hverjum þeim brögðum sem menn vilja.
Gunnar Heiðarsson, 10.1.2011 kl. 13:50
Minni á mjög skynsamleg ummæli Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins, sem ekki tekur þátt í öllum upphrópunum um þetta mál. Segir efnislega, látum rykið setjast, og fáum fram staðreyndir málsins. Skynsamur maður Bjarni.
Jón Atli Kristjánsson, 10.1.2011 kl. 18:03
Já, það er ekki óskynsamlegt að láta þetta mál róast aðeins. Hvað ef stjórnvöld héldu að hér hafi verið brotin lög við með einhverjum gjörningum. Einn af þeim grunuðu að hafi komið nálægt málinu væri bandarískur þingmaður. Gæti verið að einhverjir sem nú tjá sig hvað hæst, gerðu það einnig nema að þeir vildu draga bandaríska þingmanninn fyrir dóm.
Nú þarf að skoða hvort einhverjar reglur séu um þingmenn eins og Birgittu, og þá þarf að tryggja að hún fái réttláta meðhöndlun. Íslensk stjórnvöld þurfa að tryggja slíkt.
Sigurður Þorsteinsson, 10.1.2011 kl. 18:45
Sigurður reit: "Svanur ef Birgitta er grunuð um refsivert athæfi í Bandaríkjunum, þá verður hún að svara fyrir það hvort sem okkur líkar betur eða verr. "
Hver segir að hún sé grunuð um glæpi í Bandaríkjunum. Hvar hefur það komið fram Sigurður?
Svanur Gísli Þorkelsson, 10.1.2011 kl. 19:13
Svanur, ef hún liggur ekki undir grun, af hverju ættu þá Bandaríkjamenn að óska eftir aðgangi að tölvupósti hennar. Til þess að fá leyndardómunum að uppbyggingu Borgarahreyfingarinnar?
Sigurður Þorsteinsson, 10.1.2011 kl. 22:01
Nákvæmlega Sigurður, hvers vegna? Banaríkjamenn gefa engar skýringar, en vaða inn í einkamál hennar eins og ekkert sé sjálfsagðara, bara af því hún hefur ákveðnar skoðanir. Hún hefur ekkert til saka unnið, það vita allir sem þekkja hana og er ekki grunuð um neitt sem saknæmt getur talist. Hvers á hún að gjalda?
Svanur Gísli Þorkelsson, 11.1.2011 kl. 01:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.