10.1.2011 | 23:09
Lekinn!
Trúnaður er mikilvægur. Oft er sagt að alþjóð veit er þrír vita. Það á ekki alltaf við. Leynd skiptir miklu máli t.d í heilsugeiranum. Við og ættingjar okkar veikjumst og leitum til heilsugæslunnar vitandi að mikill trúnaður ríkir þar. Ekki algjör, en mjög mikill. Við leitum til bankans okkar og yfirleitt er ríkir þar trúnaður um viðskipti, þó alls ekki alltaf. Í stjórnkerfinu þarf oft að ríkja trúnaður, en við þekkjum það að það gerir það ekki. Þrátt fyrir þetta er trúnaður sannarlega mikilvægur á mörgum stöðum til þess að samfélagið virki.
Svo kemur að því að þessi trúnaður er misnotaður. Aðilar aðhafast eitthvað, sem setur þeirra hagsmuni ofar almannahagsmunum og slíkt er ekki upplýst, vegna trúnaðar. Við slíkar aðstæður getur brot á trúnaði, leki, verið mikilvægur til þess að þurrka upp spillingu.
Einn frægasti leki allra tími, er falinn í uppljóstrun Washington Post. Spillingin í pólitíkinni sem leiddi til þess að Nixon Bandaríkjaforseti varð að segja af sér. Leki er hins vegar vandmeðfarinn. Hvernig fyndist okkur að leki þýddi að upplýsingar um heilsufarsupplýsingar kæmust í fjölmiðla. 18 ára fór hann í sprautu vegna kynsjúkdóma, og árinu síðar fór núverandi kona hans í samskonar meðhöndlun. Vildum við slíkar upplýsingar til fjölmiðla, sem einhver teldi réttmæt að þangað kæmust?
Ekki efast ég um að margir telja Wikileaks gera góða hluti með að koma fram með slíkan leka. Að hluta til er ég ánægður, en hvar eru mörkin. Í Bandaríkjunum eru brot á slíkum lega, brot á lögum. Slík lekabrot eru oft refsiverð, og ein alvarlegust brotin eru talin vera brot á leynd í hernum.
Síðustu atburðir varðandi Wikileaks kalla á endurmat.
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Athugasemdir
Það er rétt Siggi allir vissu að Jón Jóns værimeð þvagleka. Gengur ekki.
Helga Kristjánsdóttir, 11.1.2011 kl. 00:20
Þörf umræða og góð, en það verða að vera einhver mörk á öllu. Það er hinsvegar mikið aðhald sem fæst með hinu opna samfélagi. Aðhald sem hefur vantað, gagnvart þeim sem hafa eða taka sér völd. Umræða um, Guantanamo, pyntingar, og fangaflug var sannarlega ekki rós í hnappagat bandarískra stjórnvalda.
Jón Atli Kristjánsson, 11.1.2011 kl. 10:04
Það er hárrétt hjá þér Jón að aðhald er nauðsynlegt. Við þurfum ekki nema að skoða okkar sveitarfélag til þess að sjá brýna þörf til þess að veita bæjarfulltrúunum aðhald. Nú á miklum samdráttartímum leyfa bæjarfulltrúar sér að taka upp á því að borga gsm síma fyrir bæjarfulltrúa, koma á fót framkvæmdaráði sem virðist hafa það eina hlutverk að hækka laun þriggja bæjarfulltrúa, og gefa forseta bæjarstjórnar titil sem kitlar hégómagrind hennar, en er tilefni aðhláturs þeirra sem til þekkja. Síðasta útspilið er að leggja til að Kópavogsbær borgi lögfræðikostnað í einkamáli nokkurra bæjarfulltrúa.
Leyndin á vissulega rétt á sér við sérstakar aðstæður. Hvað myndum við Íslendingar t.d. segja ef erlendir þingmenn væru að stuðla að leka um störf Landhelgisgæslunnar, og gera henni þannig erfiðara að verja landhelgina.
Misnotkun reglna um leynd, er stórt vandamál og ég er sannfærður um að Birgitta Jónsdóttir tekur þátt í starfi Wikileaks af hugsjónum einum.
Sigurður Þorsteinsson, 11.1.2011 kl. 10:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.