15.1.2011 | 19:03
Oddvitaraunir
Margir sem bjóða sig fram til sveitarstjórar hafa harla litla hugmynd um hvað bíður þeirra. Stundum er fyrst farið út í prófkjör eða raðað er niður á lista, en sjaldgæft er að um persónukjör, en þá hafa engir listar boðið fram. Hvort sem fram fer prófkjör eða raðað er á lista, þarf að velja oddvita hafi fleiri en einn komist í sveitarstjórn. Það getur verið efsti maður á lista, sem oftast er, en getur líka verið einstaklingur valinn af stofnunum viðkomandi flokks eða bæjar eða sveitarstjórnarfulltrúunum.
Mjög útbreiddur misskilningur er hvað fellst í því að vera oddviti. Margir halda að oddviti sé einhvers konar einræðisherra sem eigi að taka allar ákvarðanir fyrir fulltrúana. Ástæða þessa misskilnings er eflaust sá að oft velst reynslumesti einstaklingurinn í hverjum sveitarstjórnarflokki sem oddviti. Sá hefur reynslu og þekkingu, sem oft gerir honum auðveldara að taka ákvarðanir. Önnur skýring er að í öfgahópum lengst til hægri og því miður lengst til vinstri og langt inn að miðju stjórnmálanna er lýðræðishefðin afskaplega lítil og vilji til alræðislegra stjórnarhátta mikill.
Staðreyndin er sú að í oddvitahlutverkinu fellst afar lítið vald, nema fulltrúarnir í sveitarstjórn ákveða annað. Hver og einn fulltrúi í sveitarstjórn er kjörinn og ber að fara eftir eigin sannfæringu. Ef einstaklingur í sveitarstjórn ákveður að yfirgefa flokk sem hann er kjörinn fyrir, þarf hann ekki að hætta í sveitarstjórn heldur getur haldið áfram, annað hvort sem utan flokka eða gengið í annan flokk.
Ef tveir fulltrúar eða fleiri eru fyrir sama stjórnmálaflokk ræða þeir oftast saman um afgreiðslu þeirra mála sem fyrir liggja í sveitarstjórn. Þeir geta komist að sameiginlegri niðurstöðu, en þeir geta líka verið með misjafnar áherslur og t.d. komið með breytingartillögu eða tillögur. Þegar fulltrúar stjórnmálaflokks í sveitarstjórn eða á Alþingi eru alltaf sammála um allar tillögur til lengri tíma, er mjög líklegt að skoðanakúgun ríki innan hópsins og skiptir þá litlu hvort einn fulltrú sé til staðar, eða fleiri. Þetta er veikleikamerki sem oft kemur ekki fram nema á löngum tíma. Kemur oft fram í því að þeir sem taka við af oddvita, algjörlega ónothæfir enda aldir upp þar sem hlýðnin er aðaleinkenni.
Oddvitar sem uppgötva að þeir hafi ekki verið kosnir einræðisherrar, fyllast oft vanmáttarkennd. Slíkt getur farið á sálina á fólki, og skapað margvísleg vandamál, háan blóðþrýsting, skapsveiflur, svefnleysi og kyndeyfð. Þetta getur orðið vítahringur, sem erfitt getur verið að komast út úr nema með meðferð og fræðslu. Fræðslu um lýðræði og lýðræðislegar venjur og hefðir. Þá getur ráðgjöf í sjálfstyrkingu komið að gagni. Stjórnmálamenn verða að læra að vinna með lýðræðið og nota það, slíkir stjórnmálamenn flokkast þá undir að vera leiðtogar, en því ná afar fáir stjórnmálamenn.
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Athugasemdir
Frábær skrif Sigurður. Eg ´datt´ inní hreppsjórn í litlu sveitarfélagi fyrir langa löngu. Þeir vildu gera mig að sveitarstjóra. Eg sagði sem var, að ég hefði enga reynslu eða menntun til starfsins. Þá vildi næsta sveitarfélag, reyndar miklu stærra, krækja í mig og buðu mér stöðu sveitarstjóra. Starf sem var tiltölulega nýtt á þeim tíma. Eg sótti ekki um , af sömu ástæðum. Mig skorti þekkingu.
Eg bý nú í stærra þjóðfélagi þar sem sanna þarf menntun þína og hæfileika til starfa, hvort sem er strætóbilstjóri eða oddviti. Því miður gildir þetta ekki um æðsta embættið þ.e. forsetaembættið. Í þessu happasæla bæjarfelagi, sem er a stærð við Reykjavik er kosin bæjarstjórn, sem svo kys sér oddvita, sem nefnist þá borgarsrjóri. Næsta skrefið í stjórnun borgarinnar er að auglýsa eftir framkvæmdastjórna bæjarins. Sá sem hæfstur er fær starfið.
Það er full þórf á að menntun sé tekin til greina í umsókn um opinber stjórnunarstórf, en ekki bara pólitísk skoðun, hvort sem sú skoðun er grín eða ekki.
Sem dæmi um alvarlegan skort á menntun og reynslu er ríkisstjóra embættið í Kaliforníu. Þekkt kraftatröll og leikari hefur gert eitt öflugasta fylki USA gjaldþrota. Vonum bara að ´ríkið í ríkinu ´ Reykjavik fari ekki sömu leið.
Björn Emilsson, 15.1.2011 kl. 22:38
Sæll Björn það er stundum sagt við göngum í gegnum fjögur stig.
1. Veit ekki að ég veit ekki. Þetta er mjög hættulegt stig og því miður fullt af fólki í sveitarstjórnum sem hefur enga þekkingu til þess að koma nokkru góðu til leiðar. Það leitar ekki þekkingar eða reynslu til annarra því að það heldur að það hafi þekkinguna sjálft.
2. Veit að ég veit ekki. Þetta sig er í raun mjög gott stig. Flestir sem hafa lokið framhaldsnámi veit þá hvað það veit lítið. Þetta fólk leitar eftir upplýsingum og virðir reynslu. (hér ákvaðst þú að hafna sveitarstjórastöðu, en þú hefur örugglega verið betri en mjög margir sem taka þetta starf að sér . Þegar önnur sveitarfélög ræða einnig við þig hefur þú örugglega haft margt fram að færa)
3. Veit að ég veit. Þá er komin mikil og góð reynsla af því að nýta þá þekkingu sem aflað hefur verið .
4. Ómeðvituð vitund. Þá kemur einstaklingurinn oft sjálfum sér á óvart með lausnum á verkefnum sem hann hefur aldrei áður komið að. Lausnir sem oft þegar nánar er skoðað koma sem afleiðing af fyrri verkum. (Sumir kalla stundum stökkbreyttar lausnir) Þessar lausnir koma áreynslulítið.
Sigurður Þorsteinsson, 16.1.2011 kl. 08:56
Björn, smáviðbót. Nú hef ég ekki skoðað verk núverandi borgarstjóra. Reynsla hans af hans störfum gætu komið að gagni. Næsta hálfa árið gæti verið góður prófsteinn á hvað hann hefur fram að færa.
Sigurður Þorsteinsson, 16.1.2011 kl. 09:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.