Næsti formaður Samfylkingarinnar?

Allir flokkar eru nú komnir í startholurnar að ganga til kosningar. Ríkisstjórninni er gefið líf í 2-4 mánuði og þá verði sett upp bráðabirgðastjórn fram að kosningum. Vegna þessa er kominn pirringur í flokkana, þar sem margir kandídatar eru komnir með formanninn í magann. Vandamálið er að aðeins einn formaður verður valinn og hinir verða þá að lifa í voninni að ,,þeirra tími muni koma".

Ég fékk sérfræðinga í flokkunum til þess að spá í spilin. Listaðir voru þeir sem helst kæmu til greina og þá helst litið til Alþingis og sveitarstjórna, en einnig leitað til atvinnulífsins.

Talað hefur verið um að Samfylkingin sé í miklum forystuvanda, þegar listinn er skoðaður eiga þeir talsvert af góðu fólki. Vandinn er helst sá að þeir sem koma helst til greina skortir heldur meiri reynslu. 

Þrjú röðuðu sér á toppinn.

1-3 Guðbjartur Hannesson hefur komið afar öflugur inn sem félagsmálaráðherra. Nýtur traust og virðingar með framgöngu sinni. Gæti komið Samfylkingunni í aftur í ríkisstjórn með öfgalausri framkomu. 

1-3 Bryndís Hlöðversdóttir nýráðin rektor á Bifröst. Nýtur virðingar bæði á vinnustað og einnig á Alþingi. Hvíld frá Alþingi talin hafa styrkt hana frekar en hitt. Mjög frambærileg. 

1-3 Kristrún Heimisdóttir fyrrum aðstoðarmaður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur . Skelegg, beitt og kemur sínum málstað fram á skýran hátt. Hún hefur veika stöðu að koma sér á framfæri.

4 Gunnar Svavarsson fyrrum formaður fjárlaganefndar. Naut traust langt út fyrir sinn stjórnmálaflokk. Vel liðin og glöggur. Með mikla reynslu. 

5-6 Dagir B. Eggertsson  varaformaður Samfylkingarinnar og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Mörgum finnst hann hafa misst flugið. Notar of oft, of mörg orð án þess að koma innihaldi til skila. Fylgistap í síðustu sveitarstjórnarkosningum hafa einnig hafa reytt margar fjaðrir af honum. 

6 Lúðvík Geirsson fyrrum bæjarstjóri í Hafnarfirði. Með mikla reynslu og nýtur virðingar.

7. Össur Skarphéðinsson kemur í sjöunda sætið,  þrátt fyrir að hann vilji alls ekki verða formaður. Sennilega er það rétt hjá honum að hann sé ekki rétti maðurinn, en Össur hefur mikið vald í flokknum og mun eflaust hafa talsvert um það að segja hver verður valinn. Er með skemmtilegri og öflugri mönnum þegar hann vill það við hafa. 

8-9 Ragnheiður Hergeirsdóttir fyrrum bæjarstjóri Árborgar. Röggsöm og áhugaverður stjórnmálamaður. 

 8-9 Magnús Orri Schram. Mjög efnilegur þingmaður. Helsta von þeirra sem vilja toga flokkinn örlítið til hægri. Hefur komið vel út á sínu fyrsta þingi. 

10-13 Árni Páll Árnason, var talinn eiga góða möguleika í formannsslag, en tekist of oft illa upp sem félagsmálaráðherra. Kemur vel fyrir, en dettur síðan niður á samskiptaplan sem hæfir ekki formanni í stjórnmálaflokki.

10-13 Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra hefur oft komið vel út, en síðan hverfur hún á milli. Þykir ekki nógu afgerandi. 

10-13 Kristján Möller fyrrum samgönguráðherra. Á ágæta kafla, en vantar nokkuð á að verða formaður. 

14. Björgvin G. Sigurðsson verður ekki formaður, en  á góða punkta. 

Líklegasta niðurstaðan er að Guðbjartur Hannesson verði valinn formaður eins og staðan er í dag. Það styrkir stöðu hans að það er talið stutt í að kosið verði. Í dag er hann nærtækastur, en hann er er líka valkostur sem fylkingar innan Samfylkingarinnar eru líklegar til þess að sættast á. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Það finnast margir lakari kandidatar til formennsku í Samfylkingunni en Guðbjartur Hannesson!

Flosi Kristjánsson, 17.1.2011 kl. 09:56

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Flosi það er sannarlega rétt.

Í ljós kom að einn kandidat datt út af listanum sem átti að vera í 10-14 sæti en það er Þórunn Sveinbjarnardóttir. 

Sigurður Þorsteinsson, 17.1.2011 kl. 23:24

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er sammála um Guðbjart ég veit líka að hann er vinsæll hér fyrir vestan.

En mér finnst vanta Ólínu Þorvarðardóttur, hún er að marka sín spor með fiskveiðistjórnunarkerfinu.  Það brennur á landsbyggðinni.  Ólína er líka ákveðin ung kona sem kann að koma fram, tjá sig og vön fjölmiðlum.  Ég myndi því segja að ef menn virkilega vildu fá leiðtoga sem kveður að, ættu þau að setja hana í formanninn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.1.2011 kl. 08:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband