Næsti formaður VG

Það verður að teljast líklegt að þegar stjórnin fari frá, hætti Steingrímur Sigfússon sem formaður. Að öðrum kosti er  líklegt að VG endi eins og Frjálslyndi flokkurinn í höndunum á Guðjóni Arnari. VG vann ótrúlegan kosningasigur síðast, en búast má við talsverðu fylgistapi næst. Ástæðurnar eru margar. Sú fyrsta er að Steingrímur Sigfússon reyndi að knýja Icesavesamninginn í gegn. Umburðarlyndi VG við umsókninni í ESB og síðan aðgerðarleysið í uppbyggingu atvinnulífsins að nýju.

Þinglið VG skiptist í tvennt. Fjórir sterkir einstaklingar  sem ráðherrar. Steingrímur, Katrín, Svandís og Ögmundur. Órólega deildin Atli, Lilja, Ásmundur og Guðfríður og svo einhverjir sem enginn man eftir að séu á þingi.

Af sveitarstjórnarmönnum  koma þrír upp á borð.

Listinn er eftirfarandi. 

 

1-3 sæti Katrín Jakobsdóttir kom ung inn í varaformannsembættið. Hún er vel liðin og gæti leitt VG inn í nýja tíma. Komin með reynslu og gæti náð sáttum innan flokksins, sem er algjör nauðsyn. 

1-3 sæti Ögmundur Jónasson, hefur  meiri tilfinningu fyrir grasrótinni en flokksforystan hefur. Hefur skapað sér  stöðu innan VG sem enginn þorir lengur að hrófla við. Gagnrýninn en þykir jafnframt refur í pólitík. 

1-3 sæti Lilja Mósesdóttir einn vinsælasti þingmaðurinn í dag. Ef flokkurinn nær ekki sáttum við Lilju, er líklegt að hún stofni sinn eigin flokk og sá gæti orðið stærri en VG. Hún hefur virðingu langt  útfyrir VG. Fagleg kunnátta í efnahagsmálum meiri en allir þingmenn og ráðherrar VG hafa til samans.

4. Svanhvít Svavarsdóttir. Eiturbeittur stjórnmálamaður og  þrælmælsk. Hún hefur þurft að hafa hægt um sig, eftir að faðir  hennar ákvað að nenna ekki lengur  að hangsa með Icesave. Gæti náð vopnum sínum að nýju, en getur ekki beitt sér nú. 

5. Ásmundur Einar Daðason. Formaður Heimsýnar. Öflugur baráttumaður sem fer eftir eigin sannfæringu.  Ásmundur er efni í topppólitíkus. Hann hefur spilað vel úr sínum spilum í vetur og nýtur virðingar langt út fyrir raðir VG. 

6-7 Atli Gíslason  fer ótoðnar slóðir og hefur skapað sér sess. Hefur reynslu og staðfestu. 

6-7 Guðfríður Lilja Grétarsdóttir mjög óvenjuleg og greindur þingmaður. Getur verið óútreiknanleg en góð teymismanneskja.

8 Þorgrímur Guðbjartsson fyrrum oddviti í Dalabyggð. Vann stærsta sigur VG í sveitarstjórnarkosningum. Mjög hugmyndaríkur hugsjónarmaður, skarpgreindur og  kunnáttumaður  til verka. 

9. Karl Tómasson sveitarstjórnarmaður í Mosfellsbæ. Hefur  þótt fara óvenjulegar leiðir til þess að ná árangri og þannig náð mörgum góðum málum fram. 

10. Árni Þór Árnason þingflokksformaður VG og fyrrum borgarstjórnarfulltrúi úr Reykjavík. Við hann voru bundnar talsverðar vonir, en hann haldið illa á möguleikum til að ná sáttum innan VG. Gæti verið á útleið.  

11. Ólafur Þór Gunnarsson bæjarstjórnarmaður úr Kópavogi. Fékk eitt  atkvæði, með umsögninni. Hann er læknir og því hlýtur eitthvað að vera í hann spunnið. Önnur umsögn. Minnir á rakka sem hefur verið laminn ílla sem hvolpur, ofurhlýðinn. Gæti haft hæfileika til þess að lyfta sér úr  þessari aumkunarverðu stöðu. 

Langlíklegast er að Steingrímur stigi til hliðar og Katrín Jakobsdóttir taki við. Til þess að halda VG saman verður að taka Lilju inn í flokksforystuna. Kjósi Katrín ekki að fara í formanninn er Ögmundur mjög heitur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ingi Kristinsson

Þegar SJS hefur náð ásættanlegum eftirlaunakvóta hættir hann. Þetta er bara reikisdæmi sem enginn hefur nennt að reikna. Sjá Davíð,Steingrím...

Guðmundur Ingi Kristinsson, 18.1.2011 kl. 01:03

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Hlýtur að vera hræðileg tilfinning að skelfa svona af hræðslu og vanmætti.

Aumingja náhirðin...

hilmar jónsson, 18.1.2011 kl. 01:41

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er ekki sammála með Katrínu Jakobsdóttur, hún hefur sýnt að hún hefur ekki bein í nefinu þegar á þarf að halda, lætur stjórna sér af hagsmunaaðilum.  Hún var byrjuð að dala í vinsældum áður en ljóst var að hún var að hætta vegna barnsburðar, enda ólíklegt að hún taki slaginn með ungabarn, þetta er meira en að segja að taka við svona brotnum flokki.

Ef grasrótin fær að ráða, sýnist mér á öllu að órólega deildin yrði þar algjörlega ofaná.  Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason og Ásmundur Daði, Guðfríður Lilja hefur svolítið komist út úr umræðunni vegna leyfisins, enda ólíklegt að hún fari í forystu með lítið barn.  Svandís held ég að líði fyrir glappaskot föður síns og mér svona heyrist á grasrótinni að þar séu menn orðnir þreyttir á fyrirfólkinu og klíkunni í VG þar er innanborðs Bæði Svandís, Katrín og Álfheiður Ingadóttir ásamt Steingrími J. Það eru mörg ár síðan einn ágætur fylgismaður sagði mér að hann hefði ákveðið að hætta í flokknum eftir að Steingrímur var búin að hrúga kring um sig tómum konum, feministum svo orðaði hann þetta ekki ég, Sóley var reynda dropinn sem fyllti mælinn hjá honum.  Karl Tómasson er eðalmaður hreinskiptur og góður.  En hann er ekki mikið í frontinu.  Ef til vill þurfa menn að fara að breyta um áherslur og þora að hleypa fleirum að með ferskar hugmyndir og nýjar áherslur þetta á við um alla flokka.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.1.2011 kl. 08:17

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Annars verð ég að segja að Guðjón Arnar hefur ekki Frjálslynda flokkinn í gíslingu, hann hefur unnið mikið og gott starf og alltaf verið tilbúin til að stíga til hliðar.  Það hafa verið flokksbræður hans einkanlega fyrir vestan sem hafa beðið hann um að standa í forystu.  Nú hefur hann stigið til hliðar og annað gott fólk komið í staðinn, enda er verið að vinna á fullu við framtíðina hjá flokknum.  Sigurjón og Ásta og þeir sem þar standa næstir eru gott og harðduglegt fólk sem hefur unnið mikið í grasrótinni með þjóðinni í mótmælum undanfarið. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.1.2011 kl. 08:20

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ásthildur sérfræðihópurinn var nokkuð sammála að það hefði verið sterkari leikur strax í upphafi að Margrét Sverrisdóttir hefði tekið við í stað Guðjóns Arnar. Hún hefði náð til breiðari hóps. Það er skiljanlegt þegar Vestfirðingar vilja hafa flokksformann í sínu kjördæmi, en það þarf ekki að vera gott fyrir flokkinn. Það efast enginn um heilindi Guðjóns, en hann var síðan of lengi og það skaðaði flokkinn. Sigurjón hefði getað tekið við, eða  Kolbrún Stefánsdóttir. Guðjón væri sennilega enn inn á þingi ef hann hefði þekkt sinn vitjunartíma.

Varðandi Katrínu Jakobsdóttur þá er hún líklegust  að ná flokknum saman ef Steingrímsarmur VG er sterkari en órólega deildin  um það vorum við  hins vegar ekki sammála. 

Sigurður Þorsteinsson, 18.1.2011 kl. 08:34

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Margrét átti mikla möguleika að sigra á þessum fundi Sigurður, það voru margir sem ætluðu að veita henni atkvæði sitt til varaformanns, en ræðan hennar varð til þess að margir hættur við.  Maður getur pissað í skóinn sinn, því miður þá kom allt önnur manneskja í ljós undir það síðasta.  Það má segja að friðarvilji Guðjóns hafi verið hans mestu mistök að taka ekki strax á órólega fólkinu, leyfa því að skemma svona mikið fyrir áður en það hætti.  Þá er ég ekki að tala um Margréti heldur hina sem komu þarna inn til að reyna að breyta flokknum í eitthvað allt annað, vonabe þingmenn að stytta sér leið.  Þar réði mestu góðmennska hans og friðarvilji. 

En það er allt að baki núna og nýtt fólk við stjórnvölin, svo það þarf ekki að velta sér upp úr fortíðinni. Hún er liðin og nýjir tímar teknir við hjá FF. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.1.2011 kl. 08:52

7 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Katrín Jakobsdóttir hefur hætt í stjórnmálum. Barneignarleyfið verður ansi langt. Vel má vera að hún segi sig líka úr VG til að losna við allt kvabb. Ögmundur getur ekki stjórnað. Atli verður varla endurkjörinn þingmaður VG á Suðurlandi. Hans agenda er of þröngt enda besti vinur Péturs Blöndal. Þolir ekki Steingrím og það hlýtur að vera gagnkvæmt þó Steingrímur beri það betur en Atli.

Ef Steingrímur nýtur ekki trausts hjá VG mun enginn geta tekið við af honum sem sameinar flokkinn í stjórnarsamstarfi. Annað er upp á teningnum í stjórnarandstöðu. Þá eru meir möguleikar í stöðunni. - Persónulega tel ég að detti VG úr stjórninni mun það verða þeim til vandræða í kosningum. Framsóknarflokkurinn mundi græða mest á því og Samfylkingin. Óánægjufylgið mun ekki færast yfir á Sjálfstæðisflokkinn þegar að kjörðborðinu kemur. Flokkurinn hefur í með því að bera kápuna á báðum öxlum í öllum málum nema ESB verða að sýna sitt rétta eðli og þá þora menn ekki að treysta þeim aftur.

Gísli Ingvarsson, 18.1.2011 kl. 11:15

8 Smámynd: Billi bilaði

Mér fannst Ásmundur pissa ansi mikið í skóinn sinn með lyftuummælunum. Lilja sagði þó skýrt þá að hún myndi ekki tjá sig þann daginn. Ásmundur þurfti að taka „Jón Bjarnason“ á þetta, og það var ekki til fyrirmyndar.

Billi bilaði, 18.1.2011 kl. 13:03

9 Smámynd: Einar Solheim

Ertu ekki að djóka með Ásmund Einar?  Hvað hefur hann gert annað en að standa sig sem formaður Heimssýnar?  Vissulega eru margir ánægðir með varðstöðu hans gegn ESB, en hvað er það sem gerir að hann njóti virðingar langt út fyrir raðir VG?

Að mæra drenginn bara fyrir að deila skoðunum þínum varðandi ESB er óþarfi - nema þú getir þá nefnt hvað annað hann hefur gert af viti á þessu kjörtímabili.

Einar Solheim, 18.1.2011 kl. 14:25

10 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sennilega á Ögmundur mesta möguleika, falli Steingrímur J. Ef nálgast kosningar, þá gæti skapast mikill þrýsingur innan VG á formannsskipti, því sterkar líkur eru á umtalsverðu fylgistapi. Öruggt með áframhaldandi sömu forystu. En, ný foryst gæti náð til einhverra þeirra, sem annars myndu fara annað.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 18.1.2011 kl. 17:12

11 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Einar VG voru sigurvegar síðustu kosninga og Steingrímur Sigfússon hafði virðingu. Síðan kom Icesave og ESB, atvinnumálin, Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn og velferðarmálin. Steingrími tókst ekki að sannfæra ferskasta liðinu í VG í sínu liði. Þá er ekkert annað fyrir hann en að þakka fyrir sig og kveðja. Mesta hættan sem steðjar að VG er klofningur, og það verður í höndum næsta formanns hvort VG verður lítill örflokkur eftir næstu kosningar.

Sigurður Þorsteinsson, 18.1.2011 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband