18.1.2011 | 23:39
Næsti formaður Framsóknar
Eftir hrun var það Framsóknarflokkurinn sem var fyrstur til þess að taka til í eigin flokki. Í Framsókn var í raun allt í rjúkandi rúst og síðasta von gömlu valdhafanna var að stilla Páli Magnússyni sem formannsefni, en mögum á óvart kolféll hann í kjöri. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vann óvænt formannsslaginn við Höskuld Þorhallsson. Sigmundur spilaði óvænt út spili þegar ríkistjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar riðaði til falls og bauðst til þess verja minnihlutastjórn Samfylkingar og VG gegn vantrausti, gegn skilyrðum. Forystumönnum Samfylkingar og VG fannst tilvaldið að gjalda Sigmundi þessa spilamennsku með því að stinga hann í bakið og vonast þannig með að rústa Framsóknarflokknum. Eftir kosningar þurfti Jóhanna og Steingrímur ekki lengur á Framsókn að halda. Sigmundur kom með afar merkilegt útspil, eftir vinnu með utanaðkomandi hagfræðingum 20% niðurfærsla skulda. Ríkisstjórnin hafnaði að skoða tillöguna, og þá kom útspil hins unga formanns Framsóknar, að fara út til Noregs og leita eftir samstarfi við þá varðandi efnahagsuppbygginguna. Aftur var hugmyndum vísað á bug af ríkisstjórninni. Sigmundur Davíð virkaði eins og Þorsteinn Pálsson eftir niðurlæginguna fram þeim Jón Baldvin og Steingrími Hermannssyni þegar ríkisstjórninni var slitið í beinni.
Nú man enginn eftir stuðningnum við minnihlutastjórn Samfylkingar og VG, og enginn eftir snautlegri ferð til Noregs. Sigmundur man hins vegar eftir vinnubrögðum Samfylkingar og VG, sem ekki geta búist við samstarfi við Framsókn í náinni framtíð. Sigmundur hefur valið að styrkja vinnu í þingflokkum sem er einn þéttasti á þingi. Niðurstaðan er:
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verður áfram formaður Framsóknarflokksins eftir næstu kosningar og kemur reynslunni ríkari.
Þrír þingmenn koma næstir:
2-5 Birkir Jón Jónsson sem kom ungur inn á þing og er að skólast vel.
2-5 Eygló Harðardóttir sem hefur vakið athygli fyrir vandaðan málflutning
2-5 Höskuldur Þórhallsson sem tapaði kosningaslag við Sigmund Davíð, og er afar rökfastur. Vaxandi þingmaður.
6 Guðmundur Steingrímsson átti erfitt uppdráttar sem Framsóknarmaður í erfiðu kjördæmi. Hann hefur hins vegar mjög áhugaverða takta sem gæti skilað honum langt. Ný vídd í Framsókn.
7-9Sigurður Ingi Jóhannsson er vaxandi þingmaður svo og
7-9 Gunnar Bragi Sveinsson
7-9 Vigdís Hauksdóttir sem stundum minnir mann á keppanda í Morfískeppni, sem alls ekki passar inn í pólitíkina í dag, Hins vegar á hún áhugaverða og málefnalega spretti.
10 Sif Friðleifsdóttir er á útleið í pólitíkinni og á val að enda pólitíkina með einhverri reisn, eða ganga til samstarfs við ríkisstjórnina.
11 Páll Magnússon fékk eitt atkvæði, en erfitt er að sjá hvaða erindi hann hefur að nýju í pólitíkina.
Framsókn er í miklu uppbyggingarstarfi. Koma verður í ljós hverju það skilar. Það verða ekki formannskipti í Framsókn á næstunni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er að koma sterkur upp eftir að hafa fengið á sig brotsjó í byrjun ferilsins. Hann er þegar byrjaður að hlægja, sem sá síðasti, og hann hlær nú best.
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Athugasemdir
Ég get ekki beðið eftir pistli frá þér um næsta formann Sjálfstæðisflokksins..Þar höfum við heldur betur mannauðinn.. Þorgerður, Guðlaugur, Pétur B..
hilmar jónsson, 18.1.2011 kl. 23:50
Sammála þér að mestu leyti.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 19.1.2011 kl. 01:42
Hef alltaf gaman af palladómum. Bíð eins og Hilmar spenntur eftir Sjálfstæðisflokknum. Veit að hann verður síðastur, til að halda spennu.
Jón Atli Kristjánsson, 19.1.2011 kl. 10:31
Jón Sjálfstæðisflokkurinn kemur næstur. Sérfræðiteymið er víst tilbúið með palladómana. Það sem kemur okkur á óvart er hversu marga góða stjórnmálamenn við eigum, í öllum flokkum. Vandamálið virðist vera einhverskonar þöggun, sem gerir það að verkum að fólk tjáir sig ekki. Hundseðlið.
Hilmar hafði Karl Max í sínum blogghaus. Hann nálgast því málin út frá alræðinu sem draumalandi. Hans nálgun verður tekin í því ljósi. Við erum að skoða styrkleika og veikleika út frá lýðræðishugmyndum.
Guðrún ábendingar innan Framsóknar eru vel þegnar. Því meira sem við fórum yfir störf Sigmundar Davíðs, þeim mun meiri viðrðingu bárum við fyrir því sem hann var að gera. Okkur virðist Sigmundur vera að leggja meira upp úr teymisvinnu.
Sigurður Þorsteinsson, 19.1.2011 kl. 12:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.