Nýr formaður eða ekki formaður - Hreyfingin eða Borgarahreyfingin.

Borgarahreyfingin bauð sig fram í Alþingiskosningunum eftir hrun og náði inn fjórum mönnum. Margréti Tryggvadóttur, Þór Saari, Birgittu Jónsdóttur og Þráni Bertelssyni. Þetta var vissulega áhugavert framboð en það var margt sem var ástæða til þess að óttast varðandi framhaldið. Lýðræðislegar venjur og hefðir eru ekki orðnar til af ástæðulausu, heldur til þess að hlutir virki verður að halda þeim til haga.  Þetta var ekki gert í Borgarahreyfingunni og þess vegna fóru þingmennirnir úr Borgarahreyfingunni sem stóð að framboðinu og fór yfir í Hreyfinguna sem er afar óljós hreyfing. Síðar sendi Margrét Tryggvadóttir tölvupóst um Þráinn Bertelsson og þá voru eftir þrír. Það er enginn formaður, allir jafnir. Margrét hefur nánast horfið, Birgitta komin í Wikileaks og þá er eftir einn Þór Saari.  Hann hefur tekið spretti og getur verið hress, en það stendur ekki til að hafa formann. Niðurstaðan kannski án tillits til formannsins, að Hreyfingin er á  útleið úr íslenskri pólitík. Það verður þó ekki sagt að þau hafi skilið eftir sig spor, því það hafa þingmenn Hreyfingarinnar sannarlega gert. Stundum hrist upp í stöðnuðu kerfi. Í næstu kosningum er komið að kveðjustund.

Borgarahreyfingin er týnd, og það er ekki líklegt að þau finni jafn gott fólk sem gætu komist inn á þing en þau fjögur sem inn fóru.  Endir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér finnst þau hafa staðið sig vel þessi þrjú og gert það sem þau lofuðu, að setja glugga inn á alþingi. þá kom í ljós sú ormagryfja sem hefur opnast fyrir okkur almenningi eða á maður að segja sandkassi.  'Eg er þeim þakklát fyrir það.  Ég held samt að þau séu ekki á útleið, ég hef þá tilfiinningu að þau eigi eftir að styrkja sig og komast vel frá næstu kosningum, tala nú ekki um ef þau fara í framboð með Frjálslynda flokknum og jafnvel fleiri nýjum framboðum sem hafa vel ígrundaða stefnu og hafa sýnt að það sem þau segja stendur.  Ég ber þá von í brjósti allaveg.  Því nú er virkilega þörf á að minnka veldi fjórflokksins og fá inn nýja hugsun nýtt fólk og nýtt Ísland.  Oft var þörf en nú er nauðsyn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.1.2011 kl. 22:23

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ásthildur þú gætir hér haft lög að mæla. Við sjáum þau fjórmenninga hins vegar ekki fyrir Hreyfinguna eða Borgarahreyfinguna. Það verða hræringar fram að kosningum.  Það er bara spurning hverjir nýta sér það tómarúm sem til staðar er.

Sigurður Þorsteinsson, 19.1.2011 kl. 22:32

3 identicon

Ég held að hver einasta hræða í Borgarahreyfingunni sé betri en hann Þráinn Bertelsson.  Maður sem hafði manna hæðst um að það ætti sko ekki að ábyrgjast gjöðir geðvillinga og kaus svo með Icesave lögunum.

Annars held ég að þetta sé nú bara nokkuð rétt hjá þér Siggi minn.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband