Nýr formaður Sjálfstæðisflokksins?

Það hefur mótað Sjálfstæðisflokkinn undanfarin ár að hafa haft Davíð Oddsson sem formann og lengst af sem forsætisráðherra frá 1991 til 2005. Davíð var afkastamikill stjórnandi og mikill leiðtogi a.m.k. framan af. Þegar leiðtogar hafa verið lengi við völd, er hraðinn á ákvarðanatöku orðinn það mikill að fáir eru til þess að koma með nauðsynlega gagnrýni, og jáfólk safnast um hann. Arftakar eru þá oft einstaklingar sem hafa ekki færni til þess að taka við og standast engan samanburð  við sterka stjórnandann. Geir Haarde tók við og hann stóðst ekki samanburð við  Davíð, auk þess sem hann var forsætisráðherra í hruninu. 

Bjarni Benediktsson tók við af Geir eftir kosningabaráttu við Kristján Júlíusson. Davíð var maður kappræðunnar og stóðst honum fáir eða engir snúning. Bjarni notar ekki þá tækni og kýs frekar rökræðu án átaka. Davíð lenti því oftar í átökum, sem Bjarni er ekki að taka að óþörfu.

Röð sérfræðihópsins er: 

bjarniben_1055186.jpg

 

 

1. Bjarni Benediktsson, er þrátt fyrir enga  ráðherrareynslu er orðinn nokkuð sjóaður stjórnmálamaður. Hann er glöggur og nýtur virðingar meðal samherja og mótherja. Þetta er styrkur í því ástandi þar sem stjórnmálamenn njóta ekki trausts. Bjarni var gagnrýndur framan af fyrir að vera óöruggur framan af formannsferli sínum, en það hefur breyst í seinni tíð til batnaðar. Bjarni fær dóma að vera heilsteyptur. Ábarandi besti kosturinn í spilum.

 

 

 

2-3. Hanna Birna Kristjánsdóttir fyrrverandi Borgarstjóri, þótti standa sig afar vel í því starfi, við afar erfiðar aðstæður. Hún er afar beitt en getur einnig unnið í friði og spekt. Hún var orðuð við formannskjörið þegar Bjarni fór fram, en þá var hún ekki réttur frambjóðandi  á réttum tíma og stað. Úrslit síðustu Borgarstjórnarkosninga veiktu Hönnu Birnu talsvert, þó að hún sé í dag óumdeilanlega öflugasti borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna. Það gæti komið að þeim tíma að Hanna Birna tæki við formennsku í Sjálfstæðisflokknum, sá tími er ekki kominn alveg á næstunni. Öflugur stjórnmálamaður. 

2-3. Illugi Gunnarsson  er afar vel máli farinn og skynsamur stjórnmálamaður Hann kemur af landsbyggðinni sem er styrkleiki fyrir hann og hann er kominn með talsverða reynslu. Hann tók að sér stjórnarsetu í Sjóð 9 fyrir Íslandsbanka fyrir hrun og er sjóðurinn í rannsókn. Í ljós verður að koma hvernig  þáttur Illuga kemur út úr þeirri rannsókn. 

4. Ólöf Norðdal varaflormaður er tiltölulega nýkomin inn í forystusveitina. Hún er ágætlega máli farin, rökföst og skynsöm. Hún hefur komið mjög vaxandi upp sem stjórnmálamaður og á örugglega eftir að láta vel til sín taka. 

5. Halldór Halldórsson fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði. Halldór er vel liðinn sem formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hann hefur mikla reynslu og hefur verið farsæll í starfi. 

 6-8. Ragnheiður Elín Árnadóttir hefur komið vaxandi upp sem stjórnmálamaður. Hún hefur vakið athygli fyrir frumvarp um staðgöngumæður. Hún er komin með talsverða reynslu. 

 6-8 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var talinn líklegur kandídat til formennsku í Sjálfstæðisflokknum fyrir hrun. Hún er öflug, og reynslumikil, en erfið mál eins og Harpan, sem og þensla í menntakerfinu í stjórnartíð Þorgerðar eru talin standast illa dóm sögunnar. Þá eru mál eiginmanns Þorgerðar í Kaupþingi henni erfið. Hún gæti átt í erfiðleikum með að halda þingsæti í næstu Alþingiskosningum. 

6-8 Guðlaugur Þór Þórðarson ætlaði sér í slaginn um formannssætið, en þá var ekki rétti tíminn. Sá tími er heldur ekki að nálgast, heldur að fjarlægast. Guðlaugur var afar skeleggur heilbrigðisráðherra. Hann barðist til valda af hörku, en það gæti hafa orðið honum dýrkeypt þegar fjær er skoðað. Guðlaugur verður ekki formaður Sjálfstæðisflokksins og eins og Þorgerður þá verður það hans hlutskipti að berjast fyrir að halda þingsæti í næstu kosningum. 

9. Kristján Þór Júlíusson fór í  formannsslaginn þegar Bjarni Benediktsson fór fram síðast. Kristján hefur orðið mikla reynslu sem sveitarstjórnarmaður og nú sem alþingismaður. Kristján nýtur virðingar, en er ekki talinn hafa nægan stuðning til formanns. 

10. Davíð Oddson skemmtileg tilhugsun fyrir marga, en ekki líklegt til árangurs. 

11. Þorsteinn Pálsson, hefur öðlast reynslu og þroska sem hann skorti þegar hann var ungur formaður Sjálfstæðisflokksins. Fyrir utan að slík endurkoma er ekki líkleg til árangurs, er Þorsteinn einlægur stuðningsmaður inngöngu í ESB, sem mikill meirihluti sjálfstæðismanna kaupir ekki.

12. Jón Gunnarsson. Þingmaður sem tekur á málum og fylgir þeim í höfn. Jón var áður gagnrýndur fyrir að einbeita sér að málum eins og hvalveiðum og álversframkvæmdum. Hann hefur beitt sér að atvinnuuppbyggingu og orðið vel ágegnt. 

13. Pétur Blöndal. Mjög áhugaverður þingmaður sem hefur farið sínar eigin leiðir. Leiðtogahlutver er hins vegar ekki líklegt að fari honum vel. 

 

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að auka við fylgi sitt að síðustu vikum, en það þykir veikja flokksforystuna að Valhöll fylgir ekki á eftir og er beinlínis til trafala. Forystan verður því að gefa í ef hún ætlar sér einhverja hluti í næstu kosningum. 

Það verður ekki komist hjá því að nefna að ritstjóri veikasta dagblaðsins, hefur eins og ákveðið að taka núverandi formann Sjálfstæðisflokksins ,,niður", eins og ritsjórinn kallar það. Enginn tekur undir þennan málflutning opinberlega, en áróðurinn kemur reglulega í blaðinu. Undir þetta taka margir andstæðingar Bjarna, en þegar þeir eru spurðir um rökstuðning kemur, það hefur verið skrifað um hann ...., en enginn eigin sannfæring. Við vorum sammála um að ritstjórinn ætti að gera upp eigin þátt í hruninu, þó við gerum okkur grein fyrir að það verði aldrei gert í einni blaðagrein, heldur fremur bók. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Þú af öllum mönnum minnist ekki á fótboltahæfileika Bjarna, djók.

Helga Kristjánsdóttir, 21.1.2011 kl. 23:39

2 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Góð samantekt og niðurstaðan kemur ekki á óvart.  Bjarni er formaðurinn og ekki kemur til greina að skipta. Ólöf er varaformaður. Hvernig forystusveit flokksins er annars skipuð er erfitt að ráða í.  Mér finnst að Einar Guðfinnsson ætti að vera á þínum lista. Maður með mikla reynslu, traustur og með vammlausan feril.

Jón Atli Kristjánsson, 22.1.2011 kl. 12:06

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hanna Birna er eiginlega sjálfgefinn formaður flokksins. Hún er ekki aðeins sá hæfasti heldur er hún líka algjörlega óskemmd af landsstjórnartöktunum.

Illugi væri fullsæmdur sem varaformaður. Seta hans í sjóði 9 var ekki í eiginhagsmunaskyni.

Þessi tvö í flokksforystu XD er góð byrjun ef flokkurinn ætlar sér eitthvað hlutverk í þjóðmálum framtíðarinnar.

Kolbrún Hilmars, 22.1.2011 kl. 19:00

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Helga góð íþróttaleg hugsun, kemur sér vel í pólitíkina.

Jón, listinn var lengri og Einar var nefndur. 

Kolbrún, Hanna Birna og Illugi voru ekki í 2-3 sæti fyrir ekki neitt.Það er mat margra að það veiki Hönnu Birnu að hafa ekki verið á Alþingi. Hún er hins vegar ekki á neinum endapunkti í pólitíkinni.  

Sigurður Þorsteinsson, 22.1.2011 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband