Lekavandamál

Okkur finnst eðlilegt og rétt að trúnaður ríki um ákveðin mál. Við viljum t.d. ekki að upplýsingar leki úr bankakerfinu um fjármál okkar. Þær eiga að vera okkar einkamál. Við viljum heldur ekki að upplýsingar um heilsufar okkar séu á glámbekk, og við viljum heldur ekki að tölvupóstar sem við sendum á milli okkar t.d. innan fjölskyldu séu öllum opnir. Það er einnig æskilegt að ýmsar opinberar upplýsingar sé haldið innan ákveðna aðila.

Við viljum  felst að leynd á ákveðnum sviðum ríki. Af þessum sökum hafa verið sett lög um vernd upplýsinga. Á þesu máli eins og öllum öðrum eru fleiri fletir. Alltaf eru til einhverjir aðilar sem misnota slík lög og skýla óhæfuverkum með lögunum um leyndina. Dæmi um þetta eru óhæfuverk t.d. innan bandaríska hersins sem sýndar hafa verið í fjölmiðlum fyrir tilstuðlan Wikileaks. 

Það réttlætir það ekki að Wikileaks eða aðrir setji inn búnað til njósna, hvorki á Alþingi, Stjórnarráði eða annars staðar. Ef Bandaríkjamenn hefðu sett slíkan búnað upp á Alþingi, hefðu tveir þingmenn sleppt sér á þingi og eflaust krafist endurskoðunar á stjórnmálasambandi milli þjóðanna. Þau Álfheiður Ingadóttir og Mörður Árnadóttir. Að sjálfsögðu eru það þau sem missa sig á Alþingi nú, þar sem grunur fellur strax á Wikileaks varðandi þetta mál, þá er það árás á Wikileaks og Hreyfinguna. Ef njósnavél finnst í herbergi sem stjórnmálaflokkur hefur til afnota, væru þingmenn þess flokks yfirheiðir ef ekki hnepptir í gæsluvarðhald. Nei, þau Álfheiður og Mörður eru með  hina sanntrúuðu kommúnisku  trúarvitund, þar sem sumir eru jafnari en aðrir.

Forsprakki Wikileaks Julians Assange, var víst fastagestur á þeirri hæð sem njósnabúnaðurinn fannst á svipuðum tíma til þess að heimsækja þingmenn Hreyfinguna. Margrét Tryggvadóttir segir að Assange hafi ekki verið staddur hjá henni, þann dag sem það átti sér stað. Getur verið að Wikileaks hafi mannskap til slíkra verka starfandi hérlendis?

Það er á borði Ögmundar Jónassonar að sjá til þess að opinber rannsókn fari fram á njósnamálinu. 

 


mbl.is Einfalt að tengja tölvur við net Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Já, hann labbaði inná Alþingi með ferðavél og skellti henni í samband við innra net alþingis ... halló Hafnafjörður, þetta er eitthvað annað og grunar mig óopinbera leynilögreglu / Sám frænda Íslands

Sævar Einarsson, 23.1.2011 kl. 10:02

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Já, já Sævar, þessi ríkisstjórn hefur sína hugmyndafræði frá gamla Austur Þýskalandi.  Þar vorum við nokkra ,,úrvals nemendur" á sínum tíma. Stazi var ein af grunneiningunum. Sennilega möguleg tilgáta. Það er þá Wikileaks og Birgitta annars vegar og hins íslenska Stazi sveit ríkistjórnarflokkana sem liggja nú undir grun.

Sigurður Þorsteinsson, 23.1.2011 kl. 10:56

3 Smámynd: Arnór Valdimarsson

Nú, en ekki Sjálfstæðisflokkurinn sem var þarna til húsa?

Ekki FLOKKURINN sem hefur verið duglegastur allra flokka að njósna um menn og málefni?

Hann er mikklu grunsamlegri en Wikileaks.

Af hverju voru ekki 16 þingmenn Sjálfstæðisflokks og sérstaklega 16 varaþingmenn þeirra sem höfðu aðgang að herberginu, yfirheirðir?

Eða allavega spurðir hvort þeir hefðu tínt tölvu?

Enn eitt klúðrið hjá Helga Bernódussyni og öriggisstarfsfólki hans.

Vill ekki einhver minna mig á annars, hvaða flokkur kom Helga í Jobbið?

Arnór Valdimarsson, 23.1.2011 kl. 12:52

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Arnór, að sjálfsögðu hefðu allir þingmenn sem aðgang höfðu að þessari aðstöðu átt að vera yfirheyrðir.

Þá þarf að rannsaka af hverju forseti Alþingis lét bara Jóhönnu vita og af hverju Jóhanna ákvað að þagga málið niður með því halda því hjá sér. 

Sigurður Þorsteinsson, 23.1.2011 kl. 16:48

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er ýmislegt sem þarf að upplýsa þarna, ég er fyrir mína parta viss um að þarna voru hvorki Vikileaks eða Hreyfingin sökudólgar, hef miklu sterkara á tilfinningunni að þarna hafi verð um að ræða Sjálfstæðismenn, annað hvort að vinna fyrir vini sína Bandaríkjamenn að njósna um Birgittu eða eða þá að reyna að fylgjast með henni fyrir sjálfa sig með allan skítinn í skúmaskotum síðast liðin 20 ár eða svo.  Þú fyrirgefur vinur en ég kaus á sínum tíma þennan flokk í alltof mörg ár þangað til ég áttaði mig á því hverslags þjóðfélagsmein hann var orðinn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.1.2011 kl. 20:32

6 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Alveg er það yndislegt þegar menn "taka tjakkinn" á málin. Fyrir þá sem ekki kannst við þessa vísun skal það  eitt sagt að hún kemur úr brandara um mann sem lenti í því að það sprakk á bílnum hans úti í sveit. Hér eru komnar fimm athugasemdir, kraumandi af reiði og vandlætingu manna út af því sem málið gæti hugsanlega snúist um en er ekki vitað

Flosi Kristjánsson, 23.1.2011 kl. 21:37

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Flosi minn hvernig eigum við svo að vita eitthvað um málið.  Það er ekki eins og upplýsingarnar liggi á lausu... eða hvað? Það að fólk viti ekki neitt um málið kallar á allskonar vangaveltur um hvað gerðist.  Svörin eru enginn og meðan svo er þá heldur svona áfram.  Það þarf því engan Flosa til að gera sig breiðan, heldur þarf fólkið í landinu að fá svör.  Ertu ekki sammála því?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.1.2011 kl. 21:59

8 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Nú hef ég ekki lokið rannsókn málsins um tölvubúnaðinn, og ekki einu sinni hafið hann. Búnaðurinn fannst og það er mjög ámælisvert hvernig upplýsingum um fundinn er komið á framfæri. Þau vinnubrögð skrifast á forseta Alþings og forsætisráðherra.

Hver kom tölvunni fyrir á ég ekki von á að upplýsist miðað við þær yfirlýsingar sem fram hafa komið. Tengsl Birgittu við Wikileaks, samtök þar sem baráttan snýst um að birta leynilegar upplýsingar, dregur athyglinni að Birgittu og Wikileaks. Ef ég man rétt var forsvarsmaður þessara samtaka tölvuharkari á einhverjum tíma. 

Sumir telja meiri líkur á að af því að Sjálfstæðisflokkurinn var á hæðinni ásamt Hreyfingunni, þá séu þeir sökudólgurinn. Því trúa færri. 

 Þriðja tilgátan snýst um það að félagar í Samfylkingunni hafi komið búnaðinum fyrir. Bæði forseti Alþingis og forsætisráðherra vissu um að búnaðurinn fannst og héldu því leyndu fyrir öðrum flokkum. 

Fjórði möguleikinn er að búnaðinum hafi verið komið fyrir af óháðum þriðja aðila.

 Það verður að teljast afar ólíklegt að þetta mál upplýsist nema þá í sakamálasögu sem kæmi út fyrir næstu jól. Sú gæti slegið í gegn. 

Sigurður Þorsteinsson, 23.1.2011 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband