Ákvörðun Ólafs varðandi Icesave

Ég var sannfærður um ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, að hann mun vísa málinu til þjóðarinnar. Fyrir því eru margar ástæður.

1. Ólafur er þá sjálfum sér samkvæmur varðandi það að ef um stórmál sé að ræða, og einhverjar líkur eru á að almenningur sé á annarri skoðun en Alþingismenn. Þá fari málið til þjóðarinnar. 

2. Í fjölmiðlum erlendis hefur Ólafur lýst því yfir að í stórum málum, fái almenningur að tjá sig með atkvæðagreiðslu. 

3. Í skoððanakönnunum hefur komið fram að meirihluti þjóðarinnar  að þjóðin vill að þetta mál fari í þjóðaratkvæði. 

4. Síðasta þjóðaratkvæðagreiðsla varð til þess að Ólafur náði vopnum sínum að nýju, það að þjóðin fengi ekki að kjósa væri stílbrot. 

5. Þrátt fyrir að meiri líkur séu á að niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu séu að þjóðin vilji að samningurinn verði samþykktur, gefur það lýðræðisímynd Íslands aukinn styrk. 

6. Ólafur mun auka vinsældir sínar með því að vísa málinu fyrir þjóðaratkvæði, flestir munu sættast á þá lausn. 

Fram hefur komið hjá nokkrum þingmönnum að mál eins og Icesave sé alls ekki gott fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Síðasta afgreiðsla sýndi hins vegar að afgreiðsla á Icesave var of stórt mál fyrir Alþingi, en þjóðin afgreiddi það af fagmennsku. Vanmáttarkennd Alþingismanna og politísk hrossakaup hefur enga getu, í samanburði við skynsamt mat þjóðarinnar.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

70% þingmanna samþykkti frumvarpið um Icesave.  Þeir sem safna undirskriftum og vilja Þjóðaratkvæðagreiðslu eru flestir á móti samningum vilja ekkert borga. Svo er hópurinn sem vill ríkisstjórnina burt.

Það er áhugaverð pæling, hvað staða er uppi, ef af Þjóðaratkvæðagreiðslu verður, og málið verður fellt.

  • Klárt vantraust á sitjandi þing  ( ríkisstjórn )
  • Nýjar kosningar alveg klárlega eini kosturinn,
  • Staða núverandi stjórnmálaflokka í miklu uppnámi. Allavega 3ja flokka.

Harkaleg viðbrögð innan Sjálfstæðisflokksins hafa komið mér mjög á óvart.

Jón Atli Kristjánsson, 17.2.2011 kl. 10:05

2 identicon

Jón Atli, 11 af þeim 44 sem samþykktu frumvarpið samþykktu einnig þá tillögu að frumvarpið færi fyrst til þjóðaratkvæðagreiðsu.

Þar af leiðandi er eiginlegur stuðningur við frumvarpið samþykkt án atkvæðagreiðslu aðeins 33 þingmenn.

En það er ljóst að vantraust á ríkisstjórnina er greinilegt.

En Siggi hversvegna telurðu líkur á því að þjóðin samþykkji Icesave samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu ?

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 12:42

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Skoðanakönnun sýndi að um 60% vildu að þessu máli yrði vísað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það eru aðeins stjórnarflokkarnir eða stuðningsmenn þeirra, (nema Lilja Mósesdóttir og Ásmundur Gíslason) sem vilja það ekki, segja að málið sé of flókið fyrir þjóðina. Sá sami hópur samþykkti fyrra samkomulag við Icesave. Hins vegar tel ég að stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar og stærsti hluti Sjálfstæðisflokksins muni vilja samþykkja samkomulagið. Á Alþingi voru það 44 sem vildu samþykkja samninginn en 19 fella hann sem er um 70% þingmanna. Stjórnarflokkarnir eru að missa fylgi, þannig að ég teldi ekki ólíklegt að 55-60% þjóðarinnar telji að samþykkja eigi samninginn.

Sigurður Þorsteinsson, 17.2.2011 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband