Lýsing flytur viðskiptavini sína bankaflutningi.

Í síðustu viku fengu viðskiptavinir Lýsingar sem gert höfðu upp gengislán sín bréf þar sem þeim var tilkynnt að bankinn hefði stofnað bankareikning í KB banka í nafni viðskiptavinarins og inn á hann yrði greiðslan send. Einn úr fjölskyldu minni var ósáttur við að stofnaður yrði reikningur í KB banka og óskaði eftir því að fá greiðsluna senda inn á hlaupareikning sinn í sínum banka en fékk synjun. Ég fékk erindið inn á mitt borð og hringdi í Lýsingu. Fékk umsjónarkonu þessara endurgreiðslna í símann. Jú, þau höfðu ákveðið þessa tilhögun til þess að spara tíma og vinnu.

Ég benti starfstúlkunni á að það að stofna bankareikning væri samningur milli tveggja lögaðila og þriðji aðili hefði ekkert um það að segja. Þetta virtist ekki hreyfa henni hið minnsta. Hún sagði mér að ef reikningseigandinn væri óánægður, þá gæti hann tekið út af reikningnum og eyðilagt reikninginn.  Þá spurði ég starfstúlkuna um nafn, sem ég fékk. Sagði henni að ég ætti frænda sem væri ógiftur og ég hygðist nú fara til sýslumanns og fá þau gefin saman. Ef hún yrði óánægð með hjónabandið, gætu þau bara skilið! Það var aðeins vandræðaleg viðbrögð í framhaldinu, en hún ætlaði að skoða málið. Auk þess hefði KB banki sagt að þetta væri í lagi, þeir hlytu að vita þetta. 

Sjálfsagt hef ég verið þreytandi, því hún sagðist ætla að skoða málið. Rétt áður en við kvöddumst,  sagði hún mér að flestir viðskiptavinr tækju þessu vel, aðeins örfáir væru með ,,vesen".  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þetta hefur verið þekkt um nokkra hríð. Ég vann hjá fyrirtæki sem ekki hafði sama viðskiptabanka og ég. Þá varð ég að sætta mig við það að orlofsfé mitt var lagt inn á reikning í mínu nafni hjá viðskiptabanka fyrirtækisins. Auðvitað var þetta fé sem ég sannarlega átti, enda reikningurinn á mínu nafni. Ekki gat ég þó tekið þetta fé og flutt í minn banka, þar sem það var bundið fram að orlofstíma.

Þegar ég fór að athuga með þetta hjá bankanium var mér bennt á fyrirtækið. Þar fékk ég þau svör að þetta væri gert til einföldunar. Ég benti á að laun mín færu þó í minn banka og því sæi ég ekki einföldunina.

Væntanlega hefur þetta þó gert fyrirtækið að betri viðskiptavini hjá bankanum, það eru nokkuð stórar upphæðir að ræða hjá fyrirtæki sem er með margt fólk í vinnu, upphæðir sem bankinn getur leikið sér með!

Þetta fyrirkomulag er náttúrulega út í hött, eigandi fjárins hlýtur að vera sá aðili sem ákveður hver passar peningana hans.

Gunnar Heiðarsson, 27.2.2011 kl. 02:23

2 Smámynd: Björn Jónsson

Þetta kallast í dag hrein og tær VINSTRI-stefna. Allt uppi á borðum, öllum sýnilegt, semsagt, heiðarleikinn uppmálaður.

Þér er uppálagt að hafa skoðun, SVO framalega, að hún sé eins og þeirra er stjórna!!!!!!

Björn Jónsson, 27.2.2011 kl. 18:36

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Gunnar, ef launin þín voru sett inn á reikning í þínum viðskiptabaka, af hverju þá ekki orlofið? Mikið rétt, fyrirtækið notaði þitt orlof til þess að bæta sína viðskiptavild í sínum banka. Þegar kvartað er mætum við sægrænum augum.

Björn, þetta lyktar af vinstri stefnu. 

Sigurður Þorsteinsson, 28.2.2011 kl. 06:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband