Icesave þarf að afgreiða með rökum!

Einföld mál eins og að kaupa mjólk, kaffi eða brauð, er hrein afgreiðsla og þarf skjótra ákvörðunar. Flókin mál eins og Icesavesamnigurinn þarfnast að fá sem flesta fleti málsins á borðið og síðan taka vandlega íhugaða ákvörðun.

Því miður er flokkur skjóthuganna kominn fram og hefur hátt. Bæði með og á móti Icesave. Hundarnir í Samfylkingunni eru eins og alltaf sammála, samþykkja Icesave. Það gerðu þeir líka við mat á Svavarssamningum og því væri heppilegast að þetta lið hefði sig hægt. Hinn hópurinn er sá sem segir ,,við borgum ekki skuldir óreiðumanna" og síðan enginn rökstuðningur. 

Í gær fór ég á elliheimili og hitti þjá vistmenn. Þeir voru allir á móti Icesave. Við viljum ekki borga, ekki láta þennan bagga á börnin og barnabörnin okkar. Ég spurði hvort þau hefðu skoðað málið, en svo var ekki. 

Við þurfum að fá sem besta kynningu á Icesave. Hvort sem við samþykkjum eða höfnum hefur það í för með sér áhættu. Í því ljósi þarf að skoða málið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Kynning stjórnvalda er öll sniðin að þeirra óskum um lyktir þessa máls. Nægir að nefna ákvæði Ragnars Hall,sem svo er nefnt,er tekið út. Það þýðir að Bretar og Hollendingar,geta gengið að eignum þjóðarinnar,ef þessi samningur verður samþykktur og við getum ekki borgað. ESB. ástríða Samfylkingarinnar,er búin að eyðileggja rólegheita lúkningu þessa máls,en henni liggur á að ryðja veginn,til Brussel.  

Helga Kristjánsdóttir, 28.2.2011 kl. 12:36

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Vá hvað ég er sammála þér Sigurður. Það þarf að kynna þetta og gera fólki grein fyrir því hvað getur gerst hvað getur ekki gerst og svo framvegis. Personulega fannst mér L. Blöndal í Silfrinu fínn og koma með hluti í umræðuna sem að ekki koma alltaf upp á yfirborðið. Einnig heyrði í í Guðmundi Steingrímssyni á Rás 2 um daginn og fannst hann fínn.

Því miður virðist það vera orðið að lensku hér á landi að tala í upphrópunarmerkjum en ekki koma með rökstuðning fyrir máli sínu eða reyna að fá fólk til að hlusta heldur er menn í sífellu kastandi hinu og þessu fram án þess að gefa upp neina útskýringu fyrir einu né neinu. Það er stundum eins og við höfum ekkert lært. Við virðumst missa alla umræðu út í þetta Icesave, ESB og þar fram eftir götunum. Hvenær ætla menn að setjast yfir ESB og ræða það með kostum og göllum ekki upphrópunarmerkjum?

Menn vilja ekki borga skuldir óreiðumanna, sem er vel skiljanlegt en samt er fólk að taka á sig byrðar eftir þessa menn og konur hægri vinstri án þess að svo mikið sem hiksta. Mest gaman hef ég þó af þeim sem blóta Jóni Ásgeiri og frú út í eitt en eru svo samt með allar stöðr 365 miðla og dæla í þau peningum.

...en að öðru Sigurður nú styttist í tuðrusparkið. Allt fyrir neðan 4 sæti hjá mínum mönnum yrði skandall. 

Gísli Foster Hjartarson, 28.2.2011 kl. 18:20

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæl Helga mín, þetta er erfitt mál. Það gæti verið að það versta sem gæti gerst í þessu máli, væri innan nei pakkans. Ef við hefðum ekki ætlað að semja hefðum við átt að setja það skýrt strax. Hins vegar ætla ég að leyfa mér að taka ákvörðun þegar ég hef metið öll rök, bæði með og á móti.

Gísli við þurfum á skynsemi að halda núna, ekki hjarðhugsun. Helga Kristjáns bloggari er móðir Sigurjóns Kristjánssonar sem var einn af skemmtilegri knattspyrnumönnum sem við höfum átt. Spilaði með Breiðablik og síðar Val. Ég sé engin rök fyrir því að þið lendið ekki meðal fjögurra efstu. Heyri ég rétt eruð þið að fá Bjarna Hólm til viðbótar, og hann er betri en enginn. 

Sigurður Þorsteinsson, 28.2.2011 kl. 19:48

4 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Sæll Sigurður,

Þínar skoðanir met ég mikils. Yfirleitt erum við sammála en í Icesave III ekki. Ef mér ber að greiða þessa skuld einkabanka með hærri sköttum, þá þætti mér vænt um að fá upp á borðið óhlutdrægar upplýsingar. Á þeim er vöntun. Hver er nákvæmlega munurinn á Icesave II og III? Höfuðstóll er sá sami en vextirnir lægri. Hvað annað? Hvað gerist ef mál sem eru nú fyrir dómstólum varðandi forgangskröfur í þrotabúi Landsbankans gamla fara á versta veg? Hvað gerist ef viðsemjendur fara í mál, ef samningar nást ekki, í verstu og bestu sviðsmynd? Hefur EFTA dómstólinn lögsögu í málinu eða ekki? Eða þurfum við að lúta honum vegna þess að annars verður EES samningnum sagt upp? Var aðstoð AGS skilyrt við að samið yrði um Icesave? O.s.frv. En þegar öllu er á botninn hvolft skiptir þá ekki máli að standa á rétti sínum til að skapa fordæmi fyrir framtíðina?

Jón Baldur Lorange, 1.3.2011 kl. 09:22

5 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Sigurjóni man ég vel eftir - sprækur piltur og vel liðtækur.

Varðandi vin minn Bjarna Hólm, einn af þessum piltum sem ég dró hingað á sínum tíma þegar ég var í ráðinu, þá hef ég heyrt þessu fleygt en veit ekki hvað skal segja. Hann er reyndar með stúlku héðan en ég er ekki viss um að hann snúi "heim" fyrst að það gerðist ekki í haust ...en vissulega yrði fengur af honum, í mínum huga er hann vanmetinn spilari.

Varðandi Icesave þá þarf skynsemi og gott upplýsingaflæði. Við þurfum líka jafnframt að fara að komast af stað betur en nú er orðið. Þjóðin var á miklu flugi og mér heyrsit á sumum að þeir haldi að það flug sé bara handan við hornið en ég er hærddur um að því flugi náum við ekki bara ein og óstutt. Við erum partur af samfélagi þjóðanna en mér finnst við stundum gleyma því.

Mun lausn Icesave leysa hér mörg vandamál? ....eða ekki?   Þetta verður alltaf tilfinningamál hjá fólki og því setur fólk þetta oft upp bara frá sínum forsendum og umræðan verður þá á þeim nótum..  ......svona svipað og þegar menn halda með ÍBV fram í rauðan dauðan og allt annað er rugl og við erum öðrum betri þó við séum neðstir og búið að benda okkur á ýmislegt því til stuðnings.

Gísli Foster Hjartarson, 2.3.2011 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband