Þöggunin!

Þöggunin var eitt af einkennum 2007 ástandsins. Ástæðan var sú að siðleysi einkenndi forsprakkana og aðgerðir þoldu ekki lýðræðislega umræðu eða dagsljósið. Fjölmiðlarnir voru ósparn notaðir, enda í eigu þessa liðs, til þess að dásama sukkið. Lýðræðislegar venjur og hefðir t.d. varðandi stjórnarstörf eða fundarsköp voru þverbrotnar eftir hentugleikum. Þeir sem halda að slík siðblinda eins og var 2007 sé liðin tíð, eru á villigötum.

Í bönkunum, í stjórnkerfinu, í fjölmiðlum í mörgum félögum, er sama siðblindan ráðandi rétt eins og á árunum fyrir hrun. Við virðumst ekkert hafa lært. Sömu sýktu einstaklingarnir við völd. 

Við í Kópavoginum áttum mann á lista yfir þá stjórnmálamenn sem höfðu fengið hvað mest lánað frá bankakerfinu, Ármann Ólafsson. Allri gagnrýni tók Ármann afar illa upp og skýringar hans á þessari fyrirgreiðslu þóttu mörgum mjög léttar undir tönn, en þungmeltar. Dæmi er um að Ármann hafi tekið gagnrýni með hrottafengnum níðingskap. Ármann komst í forystusætið í Kópavogi, með umdeildum aðferðum, sem þó þekkjast í pólitík. Eftir döpur kosningaúrslit hefði það átt að vera hlutverk forystumannsins að leiða teymið saman og sætta fylkingar, en til þess hefur Ármann enga kunnáttu eða getu. Þöggunin er eina þekkta leið hans. Uppgjörið er eftir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Gott hjá þér Sigurður að gagnrýna þína menn..

Sannir Sjálfstæðismenn eins og þú sem og aðrir baráttu- og hugsjónamenn úr öðrum flokkum eiga ekki að þola neitt annað en hreinskiptið og heiðarlegt og opið uppgjör forustunnar og þeirra sem leiða.

Annars er hætta á að allt fari fljótlega í sama farið aftur og lýðræðið tapar en óheilbrigt flokksræðið  og klíkuskapurinn vinnur aftur.

Þjóðin hefur ekki efni á því.

Takk fyrir góð og málefnaleg skrif á bloggi þín þó ekki sé ég þér alltaf sammála.

Gunnlaugur I., 3.3.2011 kl. 16:33

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæll Gunnlaugur

Siðblinda var helsta einkenni útrásarvíkinganna, en slíkir einstaklingar koma sér  fyrir auk fyrirtækja, m.a. í stjórnmálunum, fjölmiðlum og í félagasamtökum. Ef slíkir einstaklingar komast til valda, geta þeir valdið gífurlegu tjóni. Þeir hugsa oftast fyrst og fremst um eigin hag, eru lygalaupar, plottarar og eru athyglissjúkir.  Til þess að rifja upp, þá sáu  útrásarvíkingarnir ekki að þeir hafi gert nokkuð af sér, eftir fall bankanna. Voru bara borubrattir. 

Leiðin uppávið er virkt lýðræði, og gagnrýni. Það á við um hvern sem er. Hvar í flokki sem er.  Það er ekki hægt að gera góðum leiðtoga meiri gagn en að hann fái málefnalega gagnrýni. Það má ekki skilja orð mín svo að ég telji Ármann vera leiðtoga, það er hann ekki. 

Sigurður Þorsteinsson, 4.3.2011 kl. 00:05

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sjálfstæðismenn þurfa að hreinsa til í sínum röðum til að fólk haldi trausti sínu á honum. Ég trúi að hann haldi áfram að vera stærsti flokkurinn. Það þarf eiginlega að reka menn opinberlega úr stjórn flokkanna þegar vitað er að þeir hafi verið í svona vafasömum viðskiptum.

Þetta með "silent treatment" aðferðina, þá er hún að sjálfsögðu þekkt í öllum samskiptum milli fólks. Virkilega leiðinleg aðferð sem aðallega fólk sem hættir til að vorkenna sjálfum sér of mikið, notar á allt og allar. Aðalðferðin er að það þegir, stendur upp og fer út úr herberginu, staðnum, leggur á síman eða eitthvað í þeim dúr. Sú aðferð hefur ekkert með siðleysi að gera. Frekar með samskiptahæfni á tilfinningaplani að gera.

Þeir som nota "silent treatment" í pólitík eru oftast durgar sem hafa króniskt rétt fyrir sér, vilja ekki umræðu eða snúa út úr á barnalegan máta. Eiginlega er hægt að sjá hæfni þeirra einmitt út frá þessari hegðun.

Síðan þetta með þetta fræga "siðblindu" hugtak. Ofnotað og lýsir litlu sem engu á íslensku. Alveg eins gott að nota gamla orðið óheiðarlegur. Varanlega óheiðarlegur, krónískt óheiðarlegur og allt þar fram efter götunum.

"ConArtist" er meira réttnefni og þeir sækjast í völd, stöður, peninga og stjórnsýslu. "ConGamer" finnur maður á Wallstreet að selja ónýt lán, á Íslandi með sín kúlulán, Ponzi var ConGamer og eiginlega er það persónulegur eiginleiki sem menn hafa valið að nota óheiðarlega sjálfum sér til framdráttar. Þeir eru tilfinningalega truflaður, finna til engrar samúðar með einum eða neinum.

ConArtist á ekkert erindi í pólitík og þingið er fullt af þessu fólki. Þetta þarf að laga. Það er auðvelt að þekkja þá úr og það þarf ekki að experimenta með milljarða áður enn upp um þá kemst sem gerir alltaf. Annars kann ég ekki að skýra þetta almennilega út á íslensku. Íslenska er ekki með þann orðaforða sem þarf.

Óskar Arnórsson, 4.3.2011 kl. 09:26

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Ekki þekki ég Ármann,ekki þekki ég þig Sigurður,nema sem þjálfara og vin Guðmundar. Gætirðu sagt hér og nú hvaða hrottaskap Ármann beytti,annars trúi ég því ekki.  Hvaða umdeildar aðferðir notaði Ármann til að komast í forystusæti. Mér er meinilla við svona hálfkák,eg er Kópavogsbúi eins og þú,tel mig eiga rétt á því að þú segir það umbúðalaust. Hvað er að því að fá lán,má ég spyrja,er ekki til þess ætlast að menn inni greiðslur af hendi.  Þú hengir þig í smáatriði nokkuð sem þú kæmist ekki hjá að hendi þig,en þú ert óbreyttur og getur sparkað af vild,þú hefur engu að tapa. Svaraðu.

Helga Kristjánsdóttir, 5.3.2011 kl. 05:33

5 Smámynd: Matthías Björnsson

Sæll Sigurður

Áhugavert að sjá þig fjalla um siðblindu. Ákveðnir einstaklingar tóku sig saman og birtu níðauglýsingu um Ármann í DV fyrir síðasta prófkjör sjálfstæðismanna í Kópavogi. Manndómur þessara manna var ekki meira en svo, að þeir greiddu lögmanni til að vera í forsvari þannig að ekki væri hægt að rekja hana til þeirra.

Þessir aðilar voru nú ekki gáfaðri en svo að þeir greiddu ekki fyrir greiðann til lögmannsins né DV.

Þú manst kannski eftir þessu?

Matthías Björnsson, 5.3.2011 kl. 10:25

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Helga, það eru þekkt dæmi hérlendis þar sem stjórnmálamenn hérlendis hafa  skrifað níðskrif um þá sem mótmæla þeim og sent í fjöldasendingum með tölvupósti.  Það er eitt af því sem Ármann hefur beitt úr verkfærakistu sinni. Össur Skarphéðinsson átti til að skrifa undir áhrifum áfengis, en hafði manndóm til þess að biðjast afsökunar síðar meir. Það hefur Ármann ekki haft manndóm til og situr upp með sóðaskapinn.

Lánamál Ármanns urðu umdeild. Ármann kom með skýringar, sem ég tók góðar og gildar, var svo sem ekki að velta þeim mikið fyrir mér. Síðar komu fram önnur ástæða fyrir gagnrýni. Ármann hafði verið aðstoðarmaður fjármálaráðherra, hann hafði verið þingmaður og hann hafði verið bæjarfulltrúi í Kópavogi. Þá var bennt á að ef hann hefði komið að fjárfestingum í heilbrigðisverkefnum gæti það orkað mjög tímælis. Stjórnmálamaður þarf að geta sett öll slík mál á borðið. 

Sæll Matthías. Nafnlaus níðskrif réttlæti ég alls ekki. DV les ég hins vegar aldrei, og því veit ég ekki hvað verið er að tala um.  Slíkar birtingar réttlæta hins vegar heldur ekki það sé ég kalla hrottalegt níðingsverk Ármanns Ólafssonar. Í Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi hefur það tíðkast að menn geti skipts á skoðunum og verið ósammála um málefni. Til þess að taka þátt í slíkri rökræðu þarf manndóm, og þroska. Slíkt er t.d. ekki þolað hvorki í Samfylkingunni og VG, þar eiga allir að vera hlýðnir hundar. Það er því ekki af ástæðulausu að Ármann er ítrekað sagður í  innlimunarferli með Samfylkingunni. Oddviti Samfylkingarinnar tekur Ármanni opnum örmum. 

Þú kemur upplýsingum um siðblinduna til viðskiptafélaga þinna, þú getur alltaf fengið nánari upplýsingar þeir þeirra sem vilja gera bragarbót. 

Sigurður Þorsteinsson, 5.3.2011 kl. 14:00

7 Smámynd: Matthías Björnsson

Sæll Sigurður

Ekki þekki ég til þess að Ármann hafi skrifað nafnlaust níð. Dylgjur eins og þær sem þú setur fram um tengingu Ármanns við Samfylkinguna endurspegla fyrst og fremst þitt eigið siðferði.

Ég þigg einnig boð þitt um nánari upplýsingar enda stutt fyrir þig að leita þeirra. Þú deildir jú skrifstofuhúsnæði með lögfræðingnum sem þurfti að láta skrifa fyrir áðurnefndri DV auglýsingu þegar hún var birt. Þú getur kannski spurt hann hver hafði ekki manndóm í sér til að koma fram undir nafni og upplýst mig um það?

Matthías Björnsson, 5.3.2011 kl. 19:56

8 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæll Matthías, þú skalt spyrja samstarfsmann þinn og viðskiptafélaga um níðskrif undir fullu nafni. Um samstarf Ármanns við Samfylkinguna met ég þau fyrst og fremst í ljósi verka sem öllum eru ljós.

Í sama húsi og ég er með skrifstofu eru nokkur fyrirtæki og einyrkjar, meðal þeirra er einn lögfræðingur. Ég ræði aldrei við hann að hvaða málum hann vinnur, eða hvaða viðskiptavini hann hefur. Heilsa honum hins vegar þegar ég hitti hann, eins og öðrum sem í húsinu vinna. Ef þessir aðilar sem að auglýsingu stóðu borguðu ekki hvorki lögmanninum, né DV, þá getur lögmanninum ekki vera mjög vel til þeirra. Hann getur þá staðfest það við þig að þar kom ég hvergi nærri. Ef ég þarf að gagnrýna menn þá geri ég það í eign persónu, eða opinberlega undir nafni.

Nú veit ég ekki hversu vel þessi lögmaður er í fræðunum um siðblindu. Pantaðu bara tíma hjá honum, leitaðu svara og síðan getur þú pantað tíma hjá mér varðandi fræðslu um persónuleikaröskunina siðblindu.

Sigurður Þorsteinsson, 5.3.2011 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband