5.3.2011 | 15:18
Hvað telst framhjáhald og hefur staðsetningin áhrif á alvarleikann?
Fór í ræktina í fyrir nokkru, sem ekki er í frásögur færandi. Í upphitunni hlustaði ég á Dr. Phil, ræða við hjón um samskipti, m.a. framhjáhald. Eiginmaðurinn hafði verið staðinn að því vera hálfliggjandi i faðmlögum með kvenmanni í sófa á skemmtistað, í sjóðheitum kossaleik. Eiginmaðurinn taldi þetta ekki hafa verið framhjáhald, því þau hefðu ekki haft samfarir, að þessu sinni. Ég viðurkenni að ég hafði ekki velt því fyrir mér áður hvað nákvæmlega telst til framhjáhals, hvar mörkin eru. Er ,,saklaust" daður t.d. framhjáhald? Eru þessi mörk mismunandi milli landa?
Var eitt sinn á framhaldsfundi um mál. Ungur maður, sem hafði verið á fundum deginum áður var nú ekki mættur. Fundarstjórinn sagði okkur að ungi maðurinn, sem var giftur, hefði verið rekinn fyrir að vera með kynferðislega áreitni á skemmtistað kvöldið áður. Það skipti engu máli, þó að áreitnin væri með samþykki konunnar, og að atvikið átti sér stað utan vinnutíma. Slík framkoma stangaðist á við stefnumótun fyrirtækisins. Þar var einnig sagt t.d. að kaup á vændi væri brottrekstarsök.
Eru slíkar reglur æskilegar í fyrirtækjum hérlendis, eins og t.d. fyrir starfsmenn fjölmiðla og hvað með fólk í ábyrgðarstöðum stjórnmálaflokkanna?
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Athugasemdir
Það hefst í höfðinu og leiðir síðan með ógnar hraða,jari,jarí,jarí.það rifjaðist upp atriði úr ,,Heilsubælinu,, það er Edda Björgvins hin óviðjafnanlega,sem leikur djarflega klædda konu hjá lækni í heilsubælinu. Á ekkert endilega við um framhjáhald,en ýkt ,spaugilegt atriði,þar sem Laddi túlkar ,,veika,, kynið.
Helga Kristjánsdóttir, 5.3.2011 kl. 15:53
Þakka þér fyrir að taka upp góðar spurningar sem skipta máli. Stjórnmálamenn eru einstaklingar sem kosningar hafa verið, oft úr hópi margra, til að vera fulltrúar stefnu og stjórnmálaflokka. Við þetta kjör verða þeir opinberar persónur, persónur sem litið er upp til og eru fulltrúar t.d. stjórnmálaflokks. Frá kjöri sínu eru þeir ekki lengur einstaklingar, heldur fulltrúar þar sem gerða er ákveðin krafa upp góðrar háttsemi, litið er upp til þessa fólks, þeir verða fyrirmyndir. Þeir sem bregðast þessu trausti skaða ekki bara sig heldur, stóran hóp sem þeir tilheyra. Er virðing Alþingis og sveitarstjórna mögulega á þeim stað, sem hún er, vegna þess að þetta fólk stendur sig ekki ?
Jón Atli Kristjánsson, 5.3.2011 kl. 17:39
Það er kannski gamaldags- en mer finnst sem aðila sem þarf að horfa uppá fólk haga ser svona á almannafæri eg skynja algjört siðleysi hjá viðkomandi- algjört tillitsleysi við maka- og aðra sem þurfa að horfa á einhverskonar- athafnir framan í öllum.
Það þarf að huga að að ekki hugnast öllum að horfa á svona háttsemi- hvernig sem hun er túlkuð !
Erla Magna Alexandersdóttir, 5.3.2011 kl. 17:58
Bezta leiðin fyrir íslenzka karlmenn er að sneiða algjörlega hjá kvenfólki.
Vendetta, 5.3.2011 kl. 18:50
Helga ég veit ekki hvaða líffæri stjórnar ferðinni við þessar aðstæður. Er þér sammála Edda Björgvins og Laddi fara á kostum í Heilsubælinu.
Jón Atli, held að umræðan sé tímabær. Fékk skýringu á svona athöfn fyrir skömmu, en þá sagðist karlmaðurinn hafa haldið að konan hafi verið með tyggjó og hann ekki staðist freistinguna að stela tyggjóinu. Athæfið kallaði á grátur eiginkonu og samstarfskvenna. Þeir sem til þekkja telja að þessi tyggjóárátta mannsins nálgist fíkn .
Erla Magna, framhjáhald þar sem enginn sér til, nema gerendur er slæmt. Framhjáhald til sýnis er siðblinda. Það viðhorf er ekkert gamaldags. Þetta er uppeldisatriði.
Vendetta, það gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir mannfjölda á Íslandi, a.m.k. til lengri tíma.
Sigurður Þorsteinsson, 5.3.2011 kl. 21:04
Alveg er það merkilegt að þegar talað er um framhjáhald er alltaf fjallað um kynlíf. En framhjáhald getur verið af ýmsum toga. Ef annað hjónanna gerir eitthvað sem hinn aðilinn má ekki frétta af eins og t.d. spilafíkn er það framhjáhald. Svo ég taki bara eitt lítið dæmi.
Sigurður I B Guðmundsson, 5.3.2011 kl. 22:02
Örlítil saga um mismunandi siðferði.Í Danmörku var forstjóri opinbers fyrirtækis staðinn að því að halda við ritara sinn.Manngreyið þurfti í framhaldinu að segja af sér,en það var ekki vegna framhjáhaldsins sem slíks heldur hafði hann notað íbúð í eigu sveitarfélagsins til athafnanna,og það þótti Dönum ekki boðlegt.
Þórður Einarsson, 5.3.2011 kl. 23:10
Nafni ég viðurkenni að ég skilgreini hugtakið framhjáhald þröngt, en þó svo að það þarf ekki kynlíf til. Gott innlegg.
Þórður, nú veit ég ekki hvaða tyggjó var notað, og hvort fleirum var heimill aðgangur að sama eintakinu.
Tók dæmi um ungan mann sem var sagt upp störfum. Við fengum nánari skýringu í móttöku um kvöldið. Mannauðsstjóri fyrirtækisins hafði komið upp skýrum siðferðisreglum, sem ungi maðurinn braut. Sýniþörf á framhjáhaldi eða kynferðislegri áreitni bentu til persónuleikaröskunar einstaklinga sem settu persónulegan hag ofar en hag fyrirtækisins. Mat á frammistöðu slíkra einstaklinga, væri að oftast sköðuðu þeir fyrirtækið meira með starfi sínu, en skiluðu því ábata. Þessum einstaklingum væri umsvifalaust sagt upp, og þeir yrðu að fjarlægja persónulega muni úr fyrirtækinu undir ströngu eftirliti.
Sigurður Þorsteinsson, 5.3.2011 kl. 23:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.