8.3.2011 | 07:12
Hlunnindi stjórnmálamannanna og vina þeirra!
Unga fólkið fær okkur með spurningum sínum, til þess að ,,taka upp" mál sem við löngu erum búin að sætta okkur við í rekstri sveitarfélaganna.
Er leitast við að velja ,,besta" fólkið í sveitarstjórn?
Víða í minni sveitarfélögum er verið að leita að öflugu fólki, og þá gefur gott fólk oft kost á sér af samfélagslegri skyldurækni. Þannig hef ég kynnst afburða fólki, sem síðan hefur áhrif á aðra í sveitarstjórn. Þegar þessir aðilar hætta, gefa þeir stundum kost á sér í ráðgjafastörf eða í nefndir til þess að magna þekkingu innan sveitarstjórnanna.
Dæmi um hið gagnstæða er líka algengt. Fólk gefur kost á sér af metnaðinum einum saman, eða það lítur á sveitarstjórnarstörf sem leið til þess að komast í launað starf.
Víða líta stjórnmálamenn á nefndarsetu sem hlunnindamál. Vinir og vandamenn eru settir í nefndir án allar þekkingar á því málefni sem nefndirnar snúast um. Oftast eru einhver þóknun fyrir nefndarstörf, og þó litlar séu er þetta eini möguleikinn til þess að ná sér í viðbótar tekjur. Fyrir þessa hæfileika eru þessir smáaurar, auðæfi.
þegar svara þarf fyrir nefndarsetu hvers og eins, verða svörin oft mjög slæm fyrir stjórnmálin. Þessi var nú alltaf svo duglegur í prófkjörunum. Annar hefur alltaf verið í þessari nefnd og sá þriðji er ,,mín hægri hönd". Oft á tíðum með enga þekkingu á viðkomandi málefni. Þetta eru hlunnindamolar stjórnmálamannanna.
Í mínu sveitarfélagi ræddi ég við nefndarmann í íþrótta og tómstundanefnd, sem ég taldi vera að gera góða hluti. Viðkomandi tengdist íþróttum af því að nefndarmaðurinn átti son í íþróttum, 11 ára, sem að vísu var ,,ekkert góður". Ég spurði um stefnumótun, sem að sjálfsögðu var til að sögn nefndarmannsins, sem síðar kom í ljós að hafði ekki grænan grun um hvað stefnumótun var. Annar í sömu nefnd hafði verið þar lengi. Sá hefði mikla reynslu að sjá um búninga meistaraflokks í einni íþróttagrein, jú og rista brauð fyrir leiki. Þar með var það upptalið.
Ein nefndin er þó í sérfokki. Hún er kölluð ráð. Þá er sennilega hægt að borga meira fyrir hana. Framkvæmdaráð. Um þetta fyrirbrigði hef ég áður bloggað. Ráðið er verkefnalaust, og virðist hafa þann eina tilgang að auka tekjur ráðsmanna. Í ráðinu eru bæjarstjórnarmennirnir Guðríður Arnardóttir, Ármann Ólafsson og Guðný Dóra Gestdóttir. Skattastefna ríkistjórnarinnar hefur leikið þetta fólk grátt og því verða þau að koma sér upp bitlingum. Þeir sem eru aflögu færir, ættu að taka sig til og færa þessu fólki mat. Ekki geta þau farið í röðina hjá Fjölskylduhjálpinni. Sjómenn gætu komið með fisk. Þeir sem tengjast landbúnaðinum kjöt, egg og mjólk. Allt telur. Meira að segja restin af hafragrautnum á morgnana, gæti verið efni í velling fyrir ráðsmennina okkar, ef einhver kemur með skyr.
Það er full ástæða til þess að láta taka þetta fyrirkomulag út hjá mörgum sveitarfélaganna.
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.