Það er alveg ljóst að Jóni Ásgeiri, Björgúlfi Thor og Sigurði Einarssyni ásamt mörgum öðrum hafa sínar skoðanir um Icesave. Hvort þær skoðanir eru með Icesave eða ekki, þá eru það skoðanir sem ættu að fara hægt og hljótt. Meginþorri landsmanna lítur þessa menn ásamt fleiri útrásarvíkinga sem þjóðníðinga og láir þeim hver sem vill. Flestar fjölskyldur í landinu búa við verri kjör, margir hafa tapað öllu sínu, lífeyrir skertur og spariféð uppurið. Allt vegna siðblindu nokkurra einstaklinga. Það er því með ólíkindum að einn þessara manna skuli voga sér að standa að útgáfu meginþorra fjölmiðla á Íslandi og komast upp með það. Þessum aðilum er mismunað. Björgúlfur Thor ætlaði að stuðla að atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum. Gott og vel, virðingarvert. Þingmenn Samfylkingar og VG komu í veg fyrir eignarhlut Björgúlfs,af siðferðisástæðum!!! Jón Ásgeir og fjölskylda reka Stöð 2, Fréttablaðið og fleiri snepla. Það er ekki tiltölumál fyrir VG og Samfylkinguna. Það eignarhald er þeim að skapi, af einhverjum ástæðum. Hvar er siðferðiskenndin nú?
Dekur við útrástarvíkingana er í boði Samfylkingarinnar og VG.
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Athugasemdir
Baugssneplarnir hafa talað fyrir samþykkt Icesave, alveg frá þeim degi sem félagi Svavar sparkaði Versalasamningunum úr efsta sæti yfir verstu samninga allra tíma. þeir hljóta að fá einhver prik fyrir svo dygga þjónustu.
Kristinn Karl Brynjarsson, 15.3.2011 kl. 18:17
Frábært hjá þér að komast í gegn um þessa færslu án þess að nefna hinn hlutlausa Mogga og hinn saklausa Sjálfstæðisflokk. Seigur ertu!
Björn Birgisson, 15.3.2011 kl. 18:56
Það kemur nú ekki á óvart að sá fyrsti til þess að reina að beina spjótinu frá útrásarvíkinginum sé samfylkingarsnúðurinn úr Grindavík. Sennilega hefur Jóhanna Sigurðardóttir rekist inn á bloggið hjá mér, lyft annarri kinninni og gefið frá sér smá vindkviðu. Þá getur maður verið viss að Björn er sá fyrsti sem finnur og áframsendir.
Sigurður Þorsteinsson, 15.3.2011 kl. 19:19
Sigurður, þakka þér þetta málefnalega svar. Algjörlega í þínum fátæklega anda! Kom ég við viðkvæma kviku? Má ekki nefna Moggann eða Sjálfstæðisflokkinn? Sérðu ekki hvað þú ert hlægilegur? Nei, líklega ekki.
PS. Ekki miklar líkur á að Jóhanna lesi bloggið þitt og þaðan af síður mitt.
Björn Birgisson, 15.3.2011 kl. 19:36
Björn, fyrirspurnin var nú ekki í neinum málefnalegum búningi, þannig að fyrirspurnin mótaði svarið. Varðandi Sjálfstæðisflokkinn þá er afstaða þingmanna misjöfn hluti þingmanna virðist ætla að greiða atkvæði með núverandi Icesave og en meirihluti þingmanna með núverandi samningi. Haustið 2008 ákvað Alþingi að reyna samningaleiðina í þessu máli, og meirihluta þingmanna hefur verið því sammála. Fyrir því liggja sterk rök. Samningur númer tvö, var réttilega harðlega gangrýndur m.a. af tveimur af merkari stjórnmálaleiðtogum síðustu aldar, þeim Davíð Oddsyni og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Þeirra rök höfðu m.a. áhrif á viðhorf þjóðarinnar þegar 98% kolfelldu Icesavesamning númer 2 í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Ég þekki vel skoðanir Davíðs Oddsonar á málinu, og mér finnst hann beita sér harkalega í dæminu. Mér finnst framganga hans óviðeigandi, þar sem hægt er að segja að hann hafi komið að þessu dæmi. Mér finnst kjánalegt að tala um skoðanir Morgunblaðsins eða skoðanir Fréttablaðsins. Davíð Oddson eða Ólafur Þ. Stephensen geta haft persónulegar skoðanir.
Það er vítavert að þeir útrásarvíkingar sem lengst gengu í að skaða þetta þjóðfélag skuli hafa leyfi til þess að hafa áhrif á fréttaflutning enn árið 2011. Ég vil sjá þessa menn bak við lás og slá, eins og hverja aðra afbrotamenn. Það mætti gjarnan hækka refsiramman í 99 ár.
Margir þeirra sem ætla að fella þennan samning vilja fella ríkisstjórnina. Mér finnst þetta ekki snúast um þessa vonlausu ríkistjórn. Heldur mat á því hvor valkosturinn muni skaða þjóðina meira.
Sigurður Þorsteinsson, 15.3.2011 kl. 20:06
Sigurður, ekki það að mörgum orðum sé á þig eyðandi, en vil samt leggja fyrir þig eina spurningu, ágæti drengur. Þú segir:
"Það kemur nú ekki á óvart að sá fyrsti til þess að reyna að beina spjótinu frá útrásarvíkingum sé Samfylkingarsnúðurinn úr Grindavík."
Hvar finnur þú þessum orðum þínum stað í innleggi mínu #2? Ertu alveg búinn að gleyma dekri Moggans og Sjálfstæðisflokksins við útrásarvíkingana, sem og forsetans?
Það er ekki gott að vera gleyminn í pólitík!
PS. Tók mér það bessaleyfi að leiðrétta setninguna, sem ég setti hér innan gæsalappa. Tók allar þrjár villurnar út.
PSS. Ég er í Besta flokknum.
Björn Birgisson, 15.3.2011 kl. 20:13
Sigurður, var ekki búinn að sjá #5 þegar ég setti #6 inn. Breytir svo sem ekki miklu.
Björn Birgisson, 15.3.2011 kl. 20:17
Björn, þú segir í kynningu um þig að þú sért óflokksbundinn. Það hefur Magnús Björgvinsson úr Kópavogi einnig gert svo og fleiri. Þið tveir eruð hins vegar alltaf fyrstir til þess að verja hvaða vitleysu sem þessi auma ríkisstjórn gerir. Ef gagnrýni kemur innan ríkisstjórnarinnar, sem reyndar er einungis frá VG geta bloggarar verið vissir hver ykkar skoðun er.
Það má vel vera að Icesave sé undantekning í þínu tilfelli, en það skiptir litlu máli. Gagnrýni er ekki að spyrja hver skoðun forystumanna einhvers stjórnmálaflokks er og móta gagnrýnina í því ljósi, heldur að gagnrýna án tilltis til slíkra staðreyda.
Mér þykir t.d. mjög vænt um Jóhönnu Sigurðardóttur og hef átt mjög gott samstarf við hana. Hins vegar geri ég mér grein fyrir að hún er ekki leiðtogi og að hún veldur ekki því hlutverki sem hún hefur tekið að sér. Ég gagnrýni því verk hana en þykir mjög vænt um hana sem manneskju og virði hugsjónir hennar.
Varðandi stafsetningarvillur, þá vill svo til að ég er illa lesblindur, hef reyndar svarað þér því áður. Ástæða þess að ég er hér á blogginu, er að brjóta niður tregðu mín til þess að tjá mig skriflega vegna þessa erfðagalla.
Sigurður Þorsteinsson, 15.3.2011 kl. 21:36
Það er með hálfum hug að ég blanda mér í þessi skrif ykkar þig eruð svo reiðir ! Stendur ekki einhversstaðar, með lögum skal land byggja. Svo var sagt, ef við virðum ekki lögin rjúfum við friðinn. Er þetta að gerast ? Minni á að einu lög sem Jón Ágeir hefur brotið eru " bókhaldslög " Við verðum að láta dómstóla um sekt eða sakleysi. Á meðan eigum við að snúa okkur að jákvæðari samskiptum í þessu góða landi okkar.
Jón Atli Kristjánsson, 15.3.2011 kl. 21:37
Jón, það er nú svo að hægra munnvikið hjá mér leitar stöðugt uppávið og því afskaplega lítil reiði. Eftir lestur rannsóknarskýrslunnar og það mat sem ég hef lagt á dæmið líður mér eins og horfandi á knattspyrnuleik og staðan er 11-1 og 10 mínútur til leiksloka. Ég dreg ályktun, en veit að lokaflautið er enn eftir. Samkvæmt rannsóknarskýrslunni bera þessir útrásarvíkingar höfuðábyrgð á hruninu. Voru skýrsluhöfundar líka of fljótir á sér eins og ég. Það verður þá svo að vera. Ábendingu frá einum fremsta bloggara landsins, mun ég hins vegar taka fullt tillit til.
Sigurður Þorsteinsson, 15.3.2011 kl. 21:51
Björn forsetinn er gamall alþýðuflokkssnefill og flestir hans gömlu flokksfélagar eru í Vinstri Grænum og Samfylkingunni.
Aldrei nokkurn tímann kannast ég við dekur sjálfstæðisflokksins á útrásarvíkingum. Réttara sagt minnist ég þess að Björgúlfur Guðmunds hafi verið gerður gjaldþrota í Hafskipsmálinu einmitt vegna óbeitar stjórnvalda á honum.
Davíð Oddsson reyndi svo á eftirminnanlegan hátt að koma í veg fyrir eignarhald Jóns Ásgeirs á öllum fjölmiðlum landsins.
Hvar sérðu dekrið ? Jú menn tala um það að sala bankanna hafi verið rosalegt dekur við útrásarvíkingana. Því þeir hafi fengið bankana á gjafaverði. Fyrst þá ber að halda því til haga að verð bankana var á bönkunum sem fyrirtæki en ekki m.v. að innistæður landsmanna væri eign bankanna líkt og útrásarvíkingar hafa gengið út frá síðan þeir eignuðust bankana.
Öðru ber svo einnig að halda til haga að í upprunalegu frumvarpi um einkavæðingu bankana þar sem Davíð Oddsson var einn flutningsmaður var gert ráð fyrir hámarki 5% eignaraðild hvers aðila.
Það var fyrir tilstilli Ingibjargar Sólrúnar og annara innan Samfylkingarinnar að frá þessari 5% reglu var vikið og fór sem fór.
Villtu núna benda mér á dekrið eða ætlarðu að halda áfram að tala með óæðri endanum eins og önnur flokksystkin þín ?
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 16.3.2011 kl. 07:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.