20.3.2011 | 09:43
Forseti hafði tillögu um þjóðstjórn að engu!
Á þeim tíma sem minnihlutastjórn Samfylkingar og VG var sett á laggirnar, var möguleiki að koma á þjóðstjórn. Nú þegar frá líður má öllum vera ljóst að ákvörðun Forseta Íslands var afglöp. Við skulum skoða hvað AMX skrifaði um málið.
Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að forseti Íslands hafi haft að engu tillögu Geir H. Haarde að mynduð yrði þjóðstjórn og tryggja þannig þingræðislega stjórn. Björn telur að forseti hafi gengið gegn þingræðisreglu sem gerir ráð fyrir að ríkisstjórn styðjist við meirihluta á Alþingi.
Þetta kemur fram á pistli sem Björn Bjarnason skrifaði á heimasíðu Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Þar gagnrýnir hann hvernig staðið hafi verið að myndun minnihlutastjórnar án þess að láta reyna á hvort hægt væri að tryggja meirihluta á Alþingi. Vinnubrögðin renni stoðum undir þá kenningu, að það hafi um nokkurt skeið verið samantekin ráð vinstri flokkanna að koma Sjálfstæðisflokknum út úr ríkisstjórn. Björn segir að ætla mætti af aðferð og framvindu viðræðna um vinstri minnihlutastjórnina, að þetta hafi verið gert í samráði við Ólaf Ragnar Grímsson.
Björn segir frá því að þegar Geir H. Haarde hafi beðist lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt hafi hann lagt til við forseta að mynda ætti þjóðstjórn:
Ólafur Ragnar hafði þessa tillögu að engu og fól fyrir hádegi þriðjudags 27. janúar Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formanni Samfylkingarinnar, umboð til að hafa forystu í viðræðum við vinstri-græna um myndun minnihlutastjórnar í ljósi yfirlýsinga Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, og með tilliti til þeirra sjónarmiða, sem Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður frjálslyndra, hafði kynnt í samtali við Ólaf Ragnar. Jafnframt sagði Ólafur Ragnar við þetta tækifæri, að fram hefði komið það sjónarmið að taka til skoðunar að einn eða fleiri virtir einstaklingar, sérfræðingar utan þings, tækju kannski sæti í slíkri ríkisstjórn. Gaf Ólafur Ragnar til kynna, að þar sem slík ríkisstjórn nyti stuðnings eða samvinnu við a. m. k. fjóra flokka á alþingi og hefði slíka tilvísun út í samfélagið væri kannski á vissan hátt í anda þeirrar þjóðstjórnarhugmyndar sem að margir hafa sett fram að undanförnu.
Hin tilvitnuðu orð eru af blaðamannafundi, sem Ólafur Ragnar hélt með þeim Ingibjörgu Sólrúnu og Steingrími J. Sigfússyni, formanni vinstri-grænna, á Bessastöðum rétt fyrir hádegi þriðjudaginn 27. janúar. Engin þeirra röksemda, sem Ólafur Ragnar nefnir leysti hann undan þingræðisreglunni og þeirri skyldu að veita stjórnmálamanni fyrst umboð til að reyna myndun ríkisstjórnar, sem nyti óskoraðs stuðnings meirihluta á alþingi.
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Athugasemdir
Mjög áhugaverð færsla og upprifjun á sögunni. Hef sjálfur ekki haft mikla trú á þjóðstjórnum. Hef talað fyrir því að minnihlutastjórn gæti verið heppilegt módel í okkar stöðu. Sá það sem leið til að vinna á grundvelli málefna í stað flokkshagsmuna sem hætta er á að annars væru ráðandi.
Jón Atli Kristjánsson, 20.3.2011 kl. 10:20
Það hefur verið sagt, að hér sé í raun minnihlutastjórn, þrátt fyrir að núverandi þingmannafjöldi að baki stjórnarflokkanna bendi til annars. Oft er reyndar það mikill munur á stefnu stjórnarflokkanna, að ráðherrar og þingmenn annars stjórnarflokksins, gerast stjórnarandstæðingar í sumum málum sem ráðherrar hins flokksins taka upp.
Kristinn Karl Brynjarsson, 20.3.2011 kl. 11:47
Göran Persson fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, ráðlagði okkur eftir reynslu Svía að fara ekki í almennar kosningar stuttu eftir hrun. Ef einhver efaðist um ráðgjöf hans, ætti þeim að skiljast það nú. Ég er nokkuð sannfærður um að tímabundin þjóðstjórn hefði getað skilað miklu, eða utanþingstjórn. Allt annað en ,,lengst til vinstri stjórn". Forsetinn gerði herfileg mistök.
Sigurður Þorsteinsson, 20.3.2011 kl. 18:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.