24.3.2011 | 21:28
Pólitíkus biðst afsökunar!
Þau undur og stórmerki gerðust á síðasta bæjarstjórnarfundi í Kópavogi að einn bæjarfulltrúi Guðný Dóra Gestdóttir, baðst afsökunar á fyrirspurn sinni til Gunnars Birgissonar um ferðir hans erlendis bæði á vegum Kópavogsbæjar og eins þáðar boðsferðir. Mörgum þótti þessi fyrirspurn illkvittin, en öðrum þótti hún sanngjörn og réttmæt. Tími væri kominn til þess að upplýsa sukkið. Í svari Gunnars kom fram að hann hafi farið í þrjár utanlandsferðir á vegum Kópavogsbæjar og ekki þegið dagpeninga í þeim, þá hafi hann ekki þegið neinar boðsferðir á vegum annarra aðila. Talsvert upphlaup varð í bæjarstjórnarmeirihlutanum vegna svars Gunnars og Hjálmar Hjálmarsson tók að sér að spyrja Gunnar hvar hann hafi verið á tilteknum degi og tíma. Einmitt þá hafði staðið yfir leikur West Ham í London, en boðsbréf til Gunnars, hafði fundist eftir mikla leit í skjalageymslum Kópavogsbæjar. Svarið kallaði á enn meiri gremju því Gunnar gat upplýst að hann hafi verið í boðsferð þá á vegum bæjarins með þremur öðrum bæjarfulltrúum í Kína, þar á meðal Hafsteini Karlssyni frá samfylkingunni.
Guðný Dóra Gestdóttir stóð upp á síðasta fundi og baðst afsökunar á fyrirspurn sinni og sagði ástæðu fyrirspurnarinnar vera ósannar sögur. Viðstaddir sögðu Guðríði Arnardóttur hafa verðir með óvenju rjóðar kynnar í framhaldinu. Nef Guðríðar sem á til að lengjast ótæpilega oft á tíðum, skapp nú saman eins og tippi gera stundum í frosthörkum. Guðný Dóra sem var ómaklega sagt upp störfum á sínum tíma hjá Mosfellsbæ, af pólitískum ástæðum, hefur áunnið sér virðingu fyrst sem málefnalegur formaður skipulagsnefndar hjá Kópavogsbæ og nú að biðjast afsökunar á mistökum opinberlega. Hún sýnir manndóm, sem menn virða óháð stjórnmálaskoðunum.
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10
Athugasemdir
Sæll Sigurður. Einhvernvegin hefur þessi opinbera yfirlýsing farið fram hjá þér og ég þakka þér fyrir að vekja athygli á þessu. Sammála þér að það er manndómur að biðjast afsökunar ef menn hlaupa á sig en hvað er annars að því að spyrja um þetta. Virðist hafa verið Gunnari til góðs að geta kveðið brot af slúðursögum í kútinn .
Kveðja Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 25.3.2011 kl. 10:39
Sæl Kolla. Yfirlýsingin kom á síðasta bæjarstjórnarfundi og Guný Dóra stimplar sig vel inn sem alvöru pólitíkus. Guðríður hefur á undanförnum árum gengið mjög hart í því að gagnrýna Gunnar, og það hefur ekki skipt hana nokkru máli hvort rétt er með farið eða ekki. Í ljósi heildarframgöngu hennar eru um að ræða sjúklega aðdáun og ást, sem ekki hefur fengist endurgoldin. Ástfangin kona getur gengið mjög langt.
, mjög mjög langt.
Sigurður Þorsteinsson, 25.3.2011 kl. 19:43
Já segðu þekki það reyndar en af hverjum ætti hún að vera ástfangin ? Varla Gunnari? kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 26.3.2011 kl. 00:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.