Pólitíkus biðst afsökunar!

Þau undur og stórmerki gerðust á síðasta bæjarstjórnarfundi í Kópavogi að einn bæjarfulltrúi Guðný Dóra Gestdóttir, baðst  afsökunar á fyrirspurn sinni til Gunnars Birgissonar um ferðir hans erlendis bæði á vegum Kópavogsbæjar og eins þáðar boðsferðir. Mörgum þótti þessi fyrirspurn illkvittin, en öðrum þótti hún sanngjörn og réttmæt. Tími væri kominn til þess að upplýsa sukkið. Í svari Gunnars kom fram að hann hafi farið í þrjár utanlandsferðir á vegum Kópavogsbæjar og ekki þegið dagpeninga í þeim, þá hafi hann ekki þegið neinar boðsferðir á vegum annarra aðila. Talsvert upphlaup varð í bæjarstjórnarmeirihlutanum vegna svars Gunnars og Hjálmar Hjálmarsson tók að sér að spyrja Gunnar hvar hann hafi verið á tilteknum degi og tíma. Einmitt þá hafði staðið yfir leikur West Ham í London, en boðsbréf til Gunnars, hafði fundist eftir mikla leit í skjalageymslum Kópavogsbæjar.  Svarið kallaði á enn meiri gremju því Gunnar gat upplýst að hann hafi verið í boðsferð þá á vegum bæjarins með þremur öðrum bæjarfulltrúum í Kína, þar á meðal Hafsteini Karlssyni frá samfylkingunni.

Guðný Dóra Gestdóttir stóð upp á síðasta fundi og baðst afsökunar á fyrirspurn sinni og sagði ástæðu fyrirspurnarinnar  vera ósannar sögur. Viðstaddir sögðu Guðríði Arnardóttur hafa verðir með óvenju rjóðar kynnar í framhaldinu. Nef Guðríðar sem á til að lengjast ótæpilega oft á tíðum, skapp nú saman eins og tippi gera stundum í frosthörkum. Guðný Dóra sem var ómaklega sagt upp störfum á sínum tíma hjá Mosfellsbæ, af pólitískum ástæðum,  hefur áunnið sér virðingu fyrst sem málefnalegur formaður skipulagsnefndar hjá Kópavogsbæ og nú að biðjast afsökunar á mistökum opinberlega. Hún sýnir  manndóm, sem menn virða óháð stjórnmálaskoðunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Sigurður. Einhvernvegin hefur þessi opinbera yfirlýsing farið fram hjá þér og ég þakka þér fyrir að vekja athygli á þessu. Sammála þér að það er manndómur að biðjast afsökunar ef menn hlaupa á sig en hvað er annars að því að spyrja um þetta. Virðist hafa verið Gunnari til góðs að geta kveðið brot af slúðursögum í kútinn .  Kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 25.3.2011 kl. 10:39

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæl Kolla. Yfirlýsingin kom á síðasta bæjarstjórnarfundi og Guný Dóra stimplar sig vel inn sem alvöru pólitíkus. Guðríður hefur á undanförnum árum gengið mjög hart í því að gagnrýna Gunnar, og það hefur ekki skipt hana nokkru máli hvort rétt er með farið eða ekki. Í ljósi heildarframgöngu hennar eru um að ræða sjúklega aðdáun og ást, sem ekki hefur fengist endurgoldin. Ástfangin kona getur gengið mjög langt. , mjög mjög langt.

Sigurður Þorsteinsson, 25.3.2011 kl. 19:43

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Já segðu þekki það reyndar en af hverjum ætti hún að vera ástfangin ? Varla Gunnari? kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 26.3.2011 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband