11.4.2011 | 10:52
Þríeikið Davíð, Jón Ásgeir og Gulli.
Frá því að Bjarni Benediktsson var kosinn formaður Sjálfstæðisflokksins hafa þrír menn verið friðlausir. Davíð Oddson, Jón Ásgeir Jóhannesson og Guðlaugur Þór Þórðarson.
Davíð virðist sakna stöðu forstæðisráðherra, og fyrri valdastöðu sinnar. Frammistaða Davíðs var lengi vel einstök og verður hans án vafa getið sem eins merkasta stjórnmálamanns okkar á síðustu öld. Menn þurfa líka að kunna önnur hlutverk og hagsmunir einstaklinga eiga ekki að vega þyngra en hagsmunir flokka og heildarinnar.
Jón Ásgeir Jóhannesson var valdamikill á Íslandi fyrir hrun og beitti viðskiptaveldi sínu og fjölmiðlum til hins ýtrasta. Fjölskylda hans heldur enn völdum í fjölmiðlunum og þar eru skósveinar hans duglegir að viðhalda stefnu hans. Ein af þeim leiðum sem Jón Ásgeir notaði til þess að ná völdum, var að hafa áhrif í gegnum skósveina sína innan flokkana. Jón Ásgeir er guðfaðir þessarar ríkisstjórnar.
Í Sjálfstæðisflokknum fann Jón Ásgeir fljótt sinn mann, Guðlaug Þór Þórðarson. Sá átti að verða formaður, en hann var peningalítill og úr því gat Jón Ásgeir bætt. Eftir hrun vildu menn ekki Guðlaug Þór, en hann vildi samt verða formaður og spilaði biðleik til þess að fá Kristján Júlíusson til þess að bjóða sig fram sem formann Sjálfstæðisflokksins. Það gekk ekki en Gulla og Baugsgengið töldu sig hafa verið sigurvegara með því að koma fram með mótframboð. Næst dró þetta lið Pétur Blöndal fram, en það gekk enn síður.
Nú að loknu Icesave má velta fyrir sér hvort þetta þríeyki Davíð, Jón Ásgeir og Gulli taki sig saman og reyni aftur. Það verða þó vart þessir þrír sem koma til greina í formanninn. Þeir gætu hins vegar notað fjölmiðlana til þess að taka Bjarna niður, og reynt að koma aðila sér handgengnum að.
Sjálfsagt vilja einhverjir að Reynir Traustason væri í þessum hópi, en ég flokka hann undir Jóni Ásgeiri.
Fylgdu ekki Bjarna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.