Inntakið í umræðunum.

Skot flugu á milli þeirra Sigmundar Davíðs og Jóhönnu Sigurðardóttur úr ræðupúlti í dag. Sigmundur hefði getað verið hvassari, en ákvað sennilega að gera það ekki. Átök þeirra á milli og vantraust, má rekja til þess þegar Sigmundur, að margra áliti blautur á bak við eyrun, ákvað að verja minnihlutastjórn þeirra  Jóhönnu og Steingríms, með skilyrðum. Sigmundur fékk rýtinga í bakið frá bæði Steingrími og Jóhönnu og mörgum flokksmönnum þeirra hjúa var skemmt. Höggi var komið á nýjan formann Framsóknar og einnig flokkinn. Með þessum refshætti náðu þau síðan hreinum meirihluta og Sigmundur var síðan æði valtur hjá Framsókn. Sigmundur hefur síðan náð vopnum sínum, og naut sín til hins ýtrasta í nýliðnum Icesavekosningum.

Refsháttur þeirra Steingríms og Jóhönnu nær ekki bara til samskipta við Sigmund, heldur einnig til annarra stjórnarandstæðinga og síðan þeirra eigin þingmanna og ráðherra. Þingmenn hreyfingarinnar vildu því einhverjir fá þau hjú frá, en ekki endilega flokkana úr ríkisstjórn.

Frá og með kvöldinu í kvöld, verður Ásmundi Einari Daðasyni vart vært í þingflokki VG. Það eru stór tíðindi því Ásmundur er sannarlega eitt mesta efni sem fram hefur komið á vinstri væng stjórnmálanna. Nýliði sem hefur þorað að vera hann sjálfur á þingi og fylgt sannfæringu sinni i mörgum erfiðum málum. Ef hann hefði verið þægur þingmaður út kjörtímabilið hefði hann eflaust orðið ráðherraefni VG eftir næstu kosningar. Það segir mér þó svo hugur að hann muni leiða lista VG í Norðvesturkjördæmi í næstu kosningum.

Það sama verður ekki sagt um Guðmund Steingrímsson fyrir Framsóknarflokkinn. Hann hefur valdið mörgum vonbrigðum. Hvort sem hann verður í Framsókn eða Samfylkingunni, á ég von á að hans tími sé liðinn.

Siv Friðleifsdóttir gerði á afar skemmtilegan hátt upp daður við Þór Saari og sagði Hreyfinguna best setta í stjórnarandstöðu með Sjálfstæðisflokknum. Líklegt er talið að með þessu sé Siv að innsala sendiherrastöðu áður en kjörtímabilinu er lokið.

Niðurstaðan er krafa um að foringjaræðinu á Alþingi verði aflétt og Steingrímur og Jóhanna fái að setjast í helgan stein.  


mbl.is Snögg sinnaskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Talandi um samsæriskenningar, jiii

hilmar jónsson, 13.4.2011 kl. 23:57

2 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Sigmundur Davíð var slappur því hann sagðist ekki styðja gjaldeyrishöft en greiddi atkvæði með framlengingu þeirra í júní síðastliðnum til 31. ágúst 2011.

Hann sagði líka að þau hefðu verið framlengd til 2015 en hann veit sjálfur að Alþingi á eftir að afgreiða það áður með lögum.

.. kannski veit hann ekki betur.

Lúðvík Júlíusson, 14.4.2011 kl. 00:22

3 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Grímu-Gosi virðist eitthvað svekktur yfir því að Ásgrímur snérist gegn honum á meðann hann var að snúa niður kosningu í flokknum til að koma Guðfríði aftur að.

Þetta er kallað að falla á egin bragði

Óskar Guðmundsson, 14.4.2011 kl. 01:02

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Sigmundur Davíð er á vinsældalista mínum, því mun ég leita eftir svari frá honum,varðandi þessa atkvæðagreiðslu hans með framlengingu                 gjaldeyrishafta. Hann rökstyður ávallt allt sem hann gerir,því þykist ég vita að hann hafi gert grein fyrir atkvæði sínu. Ég kaupi ekki svona fullyrðingu gal tóma.

Helga Kristjánsdóttir, 14.4.2011 kl. 04:59

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Verð að segja að Guðmundur kom mér leiðinlega á óvart í gær. Mér fannst hann nú höggva nærri sér þegar hann fór að tuða út í fortíð Sjálfstæðisflokksins og langa stjórnarsetu. Var ekki pabbi hans lengst af viðloðandi það sjórnarstarf. Ég hefði nú reynt að finna einhverja afsökun til að sitja hjá, sem mér finnst alltaf rosalega hallærislegt. Stundum þarf að taka stöðu með eða móti þó maður sé ekki einhliða á umræddri skoðun. Vega og meta þar á að vera þeirra vinna. Þegar menn geta út yfirlýsingu að þeir taki ekki þátt í "svona" þá ættu þeir að fara að vinna eitthvað annað. 

Það var áhugavert að sjá hverjir þora ekki í kosningar en vilja komast að kjötkötlunum.

Hreyfingin var að klikka þar enda misstu þeir frá sér sinn flokk á fyrsta sprettinum á þingi. Þingmenn án stuðnings ? nei þeir vilja auðvitað ekki kosningar nú.

Kolbrún Stefánsdóttir, 14.4.2011 kl. 08:34

6 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Helga,

endilega gerðu það.  Leitaðu svara hjá honum og segðu mér svo hverju hann svaraði þér.

Lúðvík Júlíusson, 14.4.2011 kl. 08:59

7 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Guðmundur Steingrímsson tók afstöðu í gær. Með hjásetu gaf hann ríkistjórninni sitt atkvæði.

Hann þarf því að gera upp við sig hvort hann vilji fylgja flokknum að málum. Það er ljóst að Framsónarmenn kæra sig ekkert um hans starfskrafta, nema hann sættist við þá stefnu sem tekin var á flokksþinginu um síðustu helgi.

Gunnar Heiðarsson, 14.4.2011 kl. 11:05

8 Smámynd: Sveinn Egill Úlfarsson

Það er þetta með eplið og eikina, Guðmundur Steingrímsson er greinilega í stjórnmálum af því að pabbi og afi voru í stjórnmálum. Hann tekur afstöðu ekki eftir málefnum heldur eftir því hver ber fram málið. Steingrímur gamli hefði varla getað gert það betur.

"Ég verða að segja það.." sagði pabbi Guðmundar gjarnan þegar hann var spurður einhvers og var slíkur pólitískur vingull að stundum vissi hann ekki sjálfur hvort að hann var að koma eða fara í stjórnmálum.

Sveinn Egill Úlfarsson, 14.4.2011 kl. 13:22

9 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Guðmundur Steingrímsson getur verið með skemmtilegri mönnum, og það hefði verið áhugavert að hann hefði beitt sér á þingi. Að er alllangt síðan að maður gerði sér grein fyrir að hann ætlaði að stoppa stutt í þessu starfi.

Sigurður Þorsteinsson, 14.4.2011 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband