16.4.2011 | 23:29
Óvinveitt yfirtaka í frjálsum félögum.
Óvinveitt yfirtaka er þekkt í viðskiptaheiminum og þykir fremur ósmekklegt fyrirbrigði en óvinveitt yfirtaka í frjálsum félögum er heimskuleg. Virkni í frjálsum félögum er mismikil og yfirleitt eru tiltölulega litill hópur sem mætir á aðalfundi. Mikilvægt er að stjórn félags endurspegli vilja félaganna og samanstandi eða virði þau sjónarmið sem í félögunum eru. Ef félög hafa nefndir og ráð, er leitast við að virkja einstaklinga sem eru öflugir og eins túlki mismunandi sjónarmið. Óvinveitt yfirtaka á yfirleitt sér stað á þann hátt að á aðalfund sem tiltölulega lítill hluti félaganna mætir, smalar hópur saman félögum oft sem að öllu jöfnu eru lítið virkir og fella ríkjandi stjórn. Þetta er yfirleitt gert þannig að aðeins yfirtökuliðið veit af aðförinni. Vandamálið við slíka yfirtöku í frjálsum félögum að eftir yfirtökuna kemur nýr dagur og traust sem var milli manna er horfið.
Þessi vinnubrögð hafa verið þekkt í ungliðahreyfingum stjórnmálaflokkanna í áratugi og skilur eftir sig gjá milli manna oft ævilangt. Þegar þetta er gert af fullorðnu fólki er oft um að ræða félagslega vankunnáttu á háu stigi eða að yfirtökunni standa oft siðblindir einstaklingar, eða blanda af þessu tvennu. Vinnubrögðin er nánast undantekningarlaus þau sömu. Ný stjórn er eingöngu skipuð fólki þóknanlegt yfirtökuliðinu, aðrir eru felldir. Eftir yfirtökuna kemur nefnilega nýr dagur þar sem fólk þarf að vinna sama, en þá er traust ekki lengur á milli manna. Niðurstaðan virðist koma fólki alltaf jafn mikið á óvart. Nýr formaður hvort sem hann er í forystu fyrir byltingunni eða ekki, hættir mjög oft fljótlega. Hann getur einangrast og hverfur mjög oft út úr félaginu varanlega. Forsprakkarnir verða oft glaðhlakkalegir í upphafi, og gorta sig oft af vinnubrögðunum. Þeir bera sjálfa sig og hrökklast oft úr félögunum. Í framhaldinu kemur oft nýtt fólk til starfa í bland við fyrri kjarna.
Óvinveitt yfirtaka kallar oft á tímabundin óþægindi, en það jafnar sig furðu fljótt. Með aflúsun sem oftast kemur í kjölfarið verður oft til sterkari félög. Kjarninn í frjálsum félögum er að þekkja siðblinda einstaklinga innan þeirra. Siðblindir félagar hafa einmitt einstaklega gaman af alls kyns plotti og ósannindum, og skortir oft tilfinningu fyrir því þegar þeir skaða aðra félagsmenn með uppákomum sínum. Er í raun slétt sama.
Eins og fjölmörg dæmi sanna, er það nánast regla að óvinveitt yfirtaka í frjálsum félögum mistekst.
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Athugasemdir
Sammála þér Sigurður, góður pistill.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 17.4.2011 kl. 01:56
Mjög verðugt viðfangsefni. Maður með þína reynslu í félagsmáðum veit hvað hann talar um í þessum efnum. Ég geri þann greinarmun, að ef þetta er gert af " annarlegum " hvötum er niðurstaðan eins og þú lýsir. Stundum eru félög stöðnuð og hálfdauð en menn sitja sem fastast. Þar þarf oft róttæk ráð. Máltækið nýir vendir sópa best á oft vel við. Það stendur hinsvegar óhaggað að groddaleg vinnubrögð og óheiðarlega fæla fólk frá félagsstarfi, sem er samstarf margra aðila í sátt og samlyndi.
Jón Atli Kristjánsson, 17.4.2011 kl. 10:49
Jón Atli
Var að svara tölvupósti hvað þetta varðar þremur spurningum sem hljóðaði svona.
1. Einstaklingur hefur yfirtekið félag og haldið því i gíslingu í 15 ár. Hann notar félagið fyrst og fremst til þess að þjóna eigin þörfum, en hundsar tilgang félagsins. Það eru margir hræddir við hann. Aðeins fámenn hjörð í hann virk. (Nánari lýsing fylgdi)
sv: Miðað við lýsingu þína er að öllum líkindum um siðblindan einstakling í forystu og lýsingin er alþekkt. Í svona tilfellum þýðir fátt annað en að fá saman fjölmennan hóp og yfirtaka félagið. Passa samt upp á það hafa breiðan hóp og huga vel að því að koma starfi félagsins að tilgangi þess. Nota lýðræðisleg vinnubrögð strax í framhaldi.
2. Hvað ber að gera þegar um hálfdautt félag er að ræða og formaður er til staðar með laskaða stjórn. Á sama tíma er til fólk sem vill starfa en kemst ekki að.
sv. Aftur mjög þekkt, því ef félagið hefur enn tilgang þá er yfirleitt hægt að fólk til þess að starfa, ef félagið hefur ekki tilgang á að leggja það niður. Að kunna að virkja fólk til starfa er hluti af lýðræðislegu starfi. Mjög oft þarf ekki annað en hópur fólks komi tímalega og tilkynni að það hafi hug á því að gefa kost á sér til stjórnarstarfa. Þegar best tekst til starfa fyrri stjórn og formaður með. Til þess að slíkt gerist þarf að sýna fyrri stjórn og störfum þeirra virðingu.
3. Ef tvær fylkingar eru í stjórnmálastarfi, er þá nokkuð óeðlilegt við það að annar armurinn taki félag yfir.
sv. Já það er mjög óeðlilegt. Það er ekkert óeðlilegt við það að bjóða fram fólk. Í félögum eins og stjórnmálafélögum er mikilvægt að í stjórn sitji ekki einsleitur hópur. Þegar kosið er sem æskilegast væri að gert væri á hverju ári, er mikilvægt að framboð séu tilkynnt með einhverjum fyrirvara þannig að allir keppi á jafnréttisgrundvelli. Óvinveitt yfirtaka í stjórnmálafélagi er sérlega slæm og hefur oft meiri áhrif en víða annars staðar, þar sem slíkt hefur jafnfram áhrif á val á kjörnum fulltrúum annað hvort til sveitarstjórna eða landstjórna. Óvinveitt yfirtaka í stjórnmálafélagi er stundum nefnd ,,holræsarottuvinnubrögð" sem lýsa alvarleika málsins.
Sigurður Þorsteinsson, 17.4.2011 kl. 11:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.