Óvinveitt yfirtaka í frjálsum félögum.

Óvinveitt yfirtaka er ţekkt í viđskiptaheiminum og ţykir fremur ósmekklegt fyrirbrigđi en óvinveitt yfirtaka í frjálsum félögum er heimskuleg. Virkni í frjálsum félögum er mismikil og yfirleitt eru tiltölulega litill hópur sem mćtir á ađalfundi. Mikilvćgt er ađ stjórn félags endurspegli vilja félaganna og samanstandi eđa virđi ţau sjónarmiđ sem í félögunum eru. Ef félög hafa nefndir og ráđ, er leitast viđ ađ virkja einstaklinga sem eru öflugir og eins túlki mismunandi sjónarmiđ. Óvinveitt yfirtaka á yfirleitt sér stađ á ţann hátt ađ á ađalfund sem tiltölulega lítill hluti félaganna mćtir, smalar hópur saman félögum oft sem ađ öllu jöfnu eru lítiđ virkir og fella ríkjandi stjórn. Ţetta er yfirleitt gert ţannig ađ ađeins yfirtökuliđiđ veit af ađförinni. Vandamáliđ viđ slíka yfirtöku í frjálsum félögum ađ eftir yfirtökuna kemur nýr dagur og traust sem var milli manna er horfiđ.

Ţessi vinnubrögđ hafa veriđ ţekkt í ungliđahreyfingum  stjórnmálaflokkanna í áratugi og skilur eftir sig gjá milli manna oft ćvilangt. Ţegar ţetta er gert af fullorđnu fólki er oft um ađ rćđa félagslega vankunnáttu á háu stigi eđa ađ yfirtökunni standa oft siđblindir einstaklingar, eđa blanda af ţessu tvennu. Vinnubrögđin er nánast undantekningarlaus ţau sömu. Ný stjórn er eingöngu skipuđ fólki ţóknanlegt yfirtökuliđinu, ađrir eru felldir. Eftir yfirtökuna kemur nefnilega nýr dagur ţar sem fólk ţarf ađ vinna sama, en ţá er traust ekki lengur á milli manna. Niđurstađan virđist koma fólki alltaf jafn mikiđ á óvart. Nýr formađur hvort sem hann er í forystu fyrir byltingunni eđa ekki, hćttir mjög oft fljótlega. Hann getur einangrast og hverfur mjög oft út úr félaginu varanlega. Forsprakkarnir verđa oft glađhlakkalegir í upphafi, og gorta sig oft af vinnubrögđunum. Ţeir bera sjálfa sig og hrökklast oft úr félögunum. Í framhaldinu kemur oft nýtt fólk til starfa í bland viđ fyrri kjarna. 

Óvinveitt yfirtaka kallar oft á tímabundin óţćgindi, en ţađ jafnar sig furđu fljótt. Međ aflúsun sem oftast kemur í kjölfariđ verđur oft til sterkari félög. Kjarninn í frjálsum félögum er ađ ţekkja siđblinda einstaklinga innan ţeirra. Siđblindir félagar hafa einmitt einstaklega gaman af alls kyns plotti og ósannindum, og skortir oft tilfinningu fyrir ţví ţegar ţeir skađa ađra félagsmenn međ uppákomum sínum. Er í raun slétt sama. 

Eins og fjölmörg dćmi sanna, er ţađ nánast regla ađ  óvinveitt yfirtaka í frjálsum félögum mistekst.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guđrún María Óskarsdóttir.

Sammála ţér Sigurđur, góđur pistill.

kv.Guđrún María.

Guđrún María Óskarsdóttir., 17.4.2011 kl. 01:56

2 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Mjög verđugt viđfangsefni. Mađur međ ţína reynslu í félagsmáđum veit hvađ hann talar um í ţessum efnum. Ég geri ţann greinarmun, ađ ef ţetta er gert af " annarlegum " hvötum er niđurstađan eins og ţú lýsir. Stundum eru félög stöđnuđ og hálfdauđ en menn sitja sem fastast. Ţar ţarf oft róttćk ráđ.  Máltćkiđ nýir vendir sópa best á oft vel viđ.  Ţađ stendur hinsvegar óhaggađ ađ groddaleg vinnubrögđ og óheiđarlega fćla fólk frá félagsstarfi, sem er samstarf margra ađila í sátt og samlyndi.

Jón Atli Kristjánsson, 17.4.2011 kl. 10:49

3 Smámynd: Sigurđur Ţorsteinsson

Jón Atli

Var ađ svara tölvupósti hvađ ţetta varđar ţremur spurningum sem  hljóđađi svona. 

1. Einstaklingur hefur yfirtekiđ félag og haldiđ ţví i gíslingu í 15 ár. Hann notar félagiđ fyrst og fremst til ţess ađ ţjóna eigin ţörfum, en hundsar tilgang félagsins. Ţađ eru margir hrćddir viđ hann. Ađeins fámenn hjörđ í hann virk. (Nánari lýsing fylgdi)

sv:  Miđađ viđ lýsingu ţína er ađ öllum líkindum um siđblindan einstakling í forystu og lýsingin er alţekkt. Í svona tilfellum ţýđir fátt annađ en ađ fá saman fjölmennan hóp og yfirtaka félagiđ. Passa samt upp á ţađ hafa breiđan hóp og huga vel ađ ţví ađ koma starfi félagsins ađ tilgangi ţess. Nota lýđrćđisleg vinnubrögđ strax í framhaldi. 

2. Hvađ ber ađ gera ţegar um hálfdautt félag er ađ rćđa og formađur er til stađar međ laskađa stjórn. Á sama tíma er til fólk sem vill starfa en kemst ekki ađ. 

sv. Aftur mjög ţekkt, ţví ef félagiđ hefur enn tilgang ţá er yfirleitt hćgt ađ fólk til ţess ađ starfa, ef félagiđ hefur ekki tilgang á ađ leggja ţađ niđur. Ađ kunna ađ virkja fólk til starfa er hluti af lýđrćđislegu starfi. Mjög oft ţarf ekki annađ en hópur fólks komi tímalega og tilkynni ađ ţađ hafi hug á ţví ađ gefa kost á sér til stjórnarstarfa. Ţegar best tekst til starfa fyrri stjórn og formađur međ. Til ţess ađ slíkt gerist ţarf ađ sýna fyrri stjórn og störfum ţeirra virđingu. 

3. Ef tvćr fylkingar eru í stjórnmálastarfi, er ţá nokkuđ óeđlilegt viđ ţađ ađ annar armurinn taki félag yfir. 

sv. Já ţađ er mjög óeđlilegt. Ţađ er ekkert óeđlilegt viđ ţađ ađ bjóđa fram fólk. Í félögum eins og stjórnmálafélögum er mikilvćgt ađ  í stjórn sitji ekki einsleitur hópur. Ţegar kosiđ er sem ćskilegast vćri ađ gert vćri á hverju ári, er mikilvćgt ađ frambođ séu tilkynnt međ einhverjum fyrirvara ţannig ađ allir keppi á jafnréttisgrundvelli. Óvinveitt yfirtaka í stjórnmálafélagi er sérlega slćm og hefur oft meiri áhrif en víđa annars stađar, ţar sem slíkt hefur jafnfram áhrif á val á kjörnum fulltrúum annađ hvort til sveitarstjórna eđa landstjórna. Óvinveitt yfirtaka í stjórnmálafélagi er stundum nefnd ,,holrćsarottuvinnubrögđ" sem lýsa alvarleika málsins. 

Sigurđur Ţorsteinsson, 17.4.2011 kl. 11:38

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband