17.4.2011 | 22:43
Hver borgar viðbótarlaun Egils Helgasonar?
ð hefur ekki farið fram hjá neinum hvernig Egill Helgason notar þátt sinn Silfur Egils til þess að koma fram áróðri. Viðmælendur hans verða gjarnan að vera á vinstri væng Samfylkingarinnar eða hlýðnir Vinstri Grænir. Síðan eru stundum lætt inn óánægðum Sjálfstæðismönnum eða Framsóknarmönnum. Aukastarf Egils Helgasonar er síðan að skrifa í flokksmiðil Samfylkingarinnar Eyjuna. Ekki hefur fengist upp gefið hver er stuðningsaðili Egils þar, en böndin berast æ oftar að Jóni Ásgeiri Jóhannessyni. Sé það rétt hefur hann ekki aðeins áhrif innan Stöðvar 2, Fréttablaðsins, Mannlífs og DV, heldur einnig í Eyjunni og í Silfri Egils.
Þetta skýrir mjög vel hvernig Egill Helgason spilar út spilum sínum í Silfri Egils.
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Athugasemdir
Þú hittir naglann á höfuðið.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 18.4.2011 kl. 06:02
Ég er ánægð með þá breiðu umfjöllun sem Egill Helgason stendur fyrir í Silfrinu, og horfi alltaf á þættina.
Hann hefur sem betur fer dregið upp ótrúlegustu sannindi í sínum þáttum og fær þakkir frá mér fyrir það. Ekki gleyma að hann fékk Evu Joly hingað og undarlegt að sumir hreinlega börðust gegn því að hún kæmi inn í þá nauðsynlegu rannsóknarvinnu?
Metum það sem vel er gert og lítum fram hjá smávægilegum brestum fólks. Enginn er fullkominn, hvorki til hægri né vinstri.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.4.2011 kl. 08:04
Það er ágætur þáttur á Rás 1 á sunnudagsmorgnum, nýlega var fjallað um fjölmiðla og fagleg vinnubrögð, m.a. hlutleysi. Ef rétt er að Egill Helgason fái greitt sérstaklega frá Jóni Ásgeiri fyrir aukaverkefni þá skiptir það máli og þá ætti hann ekki að vera með þátt í Ríkissjónvarpinu. Ef þetta er angi af ESB pestinni þá er ástæða til þess að kanna möguleika á meðferðarúrræðum.
Sigurður Þorsteinsson, 18.4.2011 kl. 09:59
Anna, Eva Joly kom til þess að friða þá sem börðust fyrir því að hrunið yrði rannsakað og hún fór því að enginn hlustaði á hana.
Ergo Egill áorkaði engu. Hann velur einungis þá sem eru sammála honum til þess að ræða ýmis málefni. einu skiptin sem hann fær fólk sem er ekki pólítísk samdauna honum þá er það sama fólk ekki í "venjulega" settinu hjá honum heldur situr hann einn andspænis því og "grillar" fólk með leiðandi spurningum og gefur fólki varla færi til að svara fyrir sig. Það er ekki hlutlaus, málefnaleg eða eðlileg umræða og ekki það sæmir ekki RÚV að vera með pólítískan áróður í boði (rusla)haugsmiðla.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 18.4.2011 kl. 11:13
Ég tek undir með Sigurði það er oft áberandi hjá honum hvað hann er hlutlægur, og hunsar stundum það sem honum þykir ekki passa fyrir sig, og honum tekst oft að leyna því, ég er hættur að horfa á þættina hans að mestu, vegna þessa!. (Áður mátti maður helst ekki missa úr þátt).
Eyjólfur G Svavarsson, 18.4.2011 kl. 15:34
Hafi Eva Joly ekki fengið áheyrn er það ekki Agli Helgasyni að kenna. Annars sammála um að RUV er ónothæfur þjóðarfjölmiðill. Fréttatíminn á kvöldin er bara 15 mínútur um ESB-ágæti. Það er auðvitað ólíðandi, og ætti að breyta nafninu úr kvöldfréttir í ESB-áróður.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.4.2011 kl. 21:17
Ég hef lengi velt því fyrir mér hvernig kaffihúsaspekingurinn Egill Helgason getur klofriðið RÚV. Kappinn gerir út tvo sjónvarpsþætti í útvarpsformi, Kiljuna og Silfrið. Í Kiljunni sér gríski hálguðinn um bókmenntaumfjöllun og gagnrýni, sem ætti að kalla á menntun í bókmenntafræðum. Í Silfrinu fjallar EH um stjórnmál og þjóðfélagsmál, sem ætti að útheimta menntun í stjórnmála- og/eða félagsfræðum. EH er hins vegar útskrifaður í franskri kaffihúsalist.
Það sem gerir útslagið í mínum huga um ágæti EH er sú staðreynd að lítið fer fyrir hlutlausri og faglegri umfjöllun í þáttum EH. Það er augljóst hverjum hugsandi manni að Egill er í einkaleiðangri að breiða út einkaskoðanir sínar á mönnum og málefnum og þeir sem voga sér að andæfa meistaranum eru útskúfaðir og að engu hafðir. RÚV bakkar svo blekkinguna upp.
Niðurstaða mín er því sú að þessi mikli mannkynslausnari þiggur 800.000 ISK á mánuði hjá RÚV fyrir hroðvirknislega unna útvarpsþætti í sjónvarpi þar sem kastað er til höndunum og vaðið á súðum. Þess utan er bullustampurinn á einkasamning hjá Eyjunni þar sem hann skrifar barnasögur um Kára litla og Lappa fyrir nafnlausu silfurskotturnar sínar og þiggur litlar 300.000 ISK á mánuði fyrir.
Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 19.4.2011 kl. 06:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.