Er Ólafur Ragnar vitleysingur?

RÚV segir á heimasíðu sinni í dag að Ólafur Ragnar sé sagður vitleysingur. Ég get mér þess til að fréttina hafi skrifað Lára Ómarsdóttir með sérstöku leyfi eða aðstoð Óðins Jónssonar. Hér vitnar fjölmiðlasérfræðinguinn í þátt með þeim Uffe Ellemann Jensen og Mogens Lykketoft.

Nú er það í fyrsta lagi vandmeðfarið að þýða slíkar yfirlýsingar frá þeim félögum, þar sem danir nota oft sterk orð í svona tilfellum til þess að segja hluti, þar sem meiningin er allt önnur. Hins vegar er það mjög umhugsunarvert ef þeir félagar hefðu kallað Ólaf Ragnar vitleysing. Sjáum við fyrir okkur að fyrrum ráðherrar á Íslandi myndu kalla Þórhildi Danadrottningu vitleysing. Gerðu þeir það höldum við að danska ríkissjónvarpið myndi segja frá slíku á forsíðu á vef sínum?

Það kemur ekki á óvart að hérlendis eru það Samfylkingarbloggarar sem eru afar kátir með umfjöllunina, það er þeirra anda. Gera lítð úr lýðræðislegum vinnubrögðum enda þekkjast þau ekki í verkfærakistu flokksins.

Kanna þarf hver hefur skrifað fréttina á RÚV og taka vinnubrögðin fyrir á viðeigandi stöðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Já þetta kætir olnbogabættu flauelsjakkana og prjónamussurnar á DDRUV.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.4.2011 kl. 23:50

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Vopnleysið er farið að hrjá ESBjearana illa. Nú hafa þeir tekið til að kasta moldarhnausum. Það kætir mig nokkuð að sjá undanhaldið taka á sig þessa  mynd.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.4.2011 kl. 23:52

3 identicon

Den tossede president var Ólafur Ragnar nefndur í umræddum umræðuþætti. Ég er Samfylkingarmaður en gleðst ekki yfir slíkum ummælum. Í fyrsta lagi eru þau óviðeigandi og í öðru lagi röng. Hvernig myndu nú dönsk blöð bregðast við ef Halldór Ásgrímsson myndu kalla Danadrottningu tossede? Íöðru lagi er veikleiki í stjórnarskránni. Í reynd hefur forsetinn það algerlega í hendinni hvaða málum hann vísar til þjóðarinnar. Það er afar vandséð eftir hvaða reglum forsetinn fer.Í eitt skipti gildir að gjá sé milli vilja þingsins og vilja þjóðarinnar en svo gildir það ekki í næsta skipti. Í reynd verður landið stjórnlaust þar sem Alþingi er algerlega háð óútreiknanlegum ákvörðunum forsetans.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 20.4.2011 kl. 07:06

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Hrafn ég fagna málefnalegri rökræðu frá stuðningsmanni Samfylkingarinnar hér á blogginu. Þjóðhöfðingjaembættinu þarf að fylgja viðrðing, ekki vegna þess aðila sem tekur það hlutverk að sér hverju sinni heldur vegna þess tákræna hlutverks sem það hefur. Dónaskapur gagnvart þjóðhöfðingja annars ríkis er dónaskapur gagnvart  þeirri þjóð.

Við getum líka verið sammála um að skilgreina þarf vel málskotsrétt forseta. Flestir eru sammála því að það var afar mikilvægt að forsetinn hafði þetta vald til þess að vísa Icesave II til þjóðaratkvæðagreiðslu. Hins vegar orkar ákvörðun hans um Icesave III og um fjölmðlalögin tvímælis. 

Það er þjóðarinnar að setja rammann og það er forsetans að taka ákvörðun innan þess ramma. 

Sigurður Þorsteinsson, 20.4.2011 kl. 07:42

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég efast stórlega um að DR hefði birt svona frétt um DANADROTTNINGU??? Verður RÚV ekki að fara að athuga sinn gang???

Jóhann Elíasson, 20.4.2011 kl. 12:52

6 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Forsetinn er einn öflugasti talsmaður þjóðarinnar. Honum standa opnir allir helstu fjölmiðlar heimsins.  Mér er hinsvegar spurn á því hver er samræmingin á því sem hann segir og stefnu stjórnvalda.  Setjast þessir aðilar reglulega niður ræða málið um samræmda stefnu og hvernig rétt er að beita því afli sem er til staðar.  Við tölum sem sé einum rómi.  Slík vinnubrögð verða að teljast eðlilega og sjálfsögð, þó ekki væri til annars enn forðast slys.  Veit einhver hvernig þetta fer fram?

Jón Atli Kristjánsson, 22.4.2011 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband